Fá lóðir undir fjölda íbúða í Skerjafirði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. maí 2019 08:45 Pétur Marteinsson. Borgarráð samþykkti í liðnum mánuði að veita félagi í eigu meðal annars Hauks Guðmundssonar og Péturs Marteinssonar lóðavilyrði til uppbyggingar á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Skerjafirði. Er Kvika banki sagður áhugasamur um að fjármagna verkefnið. Gert er ráð fyrir því að allt að 72 íbúðir verði reistar á umræddri lóð í Skerjafirði en félagið sem hefur fengið lóðavilyrðið, HOOS, sem er að fullu í eigu Frambúðar, hefur undanfarið átt í viðræðum við fulltrúa Reykjavíkurborgar um uppbygginguna. Frambúð er að helmingi í eigu Hauks Guðmundssonar fjárfestis en Pétur Marteinsson og Guðmundur Kristján Jónsson fara báðir með fjórðungshlut í félaginu, að því er fram kemur í minnisblaði sem KPMG tók saman að beiðni Reykjavíkurborgar. Í minnisblaðinu segir jafnframt að Kvika banki, ráðgjafi Frambúðar, sé áhugasamur um að fjármagna framkvæmdina, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, en áætlaður byggingarkostnaður er um 1,6 milljarðar króna. Við mat á ætluðu eiginfjárframlagi Frambúðar er gert ráð fyrir að allar íbúðir verði afhentar í fyrsta áfanga og að verð fyrir 41 fermetra íbúð verði 28 milljónir króna. Er þannig áætlað heildarsöluverðmæti íbúðanna um tveir milljarðar króna. Enn fremur kemur fram að Frambúð muni bjóða kaupendum brúarlán fyrir allt að tíu prósentum af kaupverði sem ekki yrði tryggt með veði í eigninni. Á móti mun félagið eiga forkaupsrétt að íbúðum á upprunalegu kaupverði þar til brúarlánið hefur verið greitt. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Borgarráð samþykkti í liðnum mánuði að veita félagi í eigu meðal annars Hauks Guðmundssonar og Péturs Marteinssonar lóðavilyrði til uppbyggingar á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Skerjafirði. Er Kvika banki sagður áhugasamur um að fjármagna verkefnið. Gert er ráð fyrir því að allt að 72 íbúðir verði reistar á umræddri lóð í Skerjafirði en félagið sem hefur fengið lóðavilyrðið, HOOS, sem er að fullu í eigu Frambúðar, hefur undanfarið átt í viðræðum við fulltrúa Reykjavíkurborgar um uppbygginguna. Frambúð er að helmingi í eigu Hauks Guðmundssonar fjárfestis en Pétur Marteinsson og Guðmundur Kristján Jónsson fara báðir með fjórðungshlut í félaginu, að því er fram kemur í minnisblaði sem KPMG tók saman að beiðni Reykjavíkurborgar. Í minnisblaðinu segir jafnframt að Kvika banki, ráðgjafi Frambúðar, sé áhugasamur um að fjármagna framkvæmdina, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, en áætlaður byggingarkostnaður er um 1,6 milljarðar króna. Við mat á ætluðu eiginfjárframlagi Frambúðar er gert ráð fyrir að allar íbúðir verði afhentar í fyrsta áfanga og að verð fyrir 41 fermetra íbúð verði 28 milljónir króna. Er þannig áætlað heildarsöluverðmæti íbúðanna um tveir milljarðar króna. Enn fremur kemur fram að Frambúð muni bjóða kaupendum brúarlán fyrir allt að tíu prósentum af kaupverði sem ekki yrði tryggt með veði í eigninni. Á móti mun félagið eiga forkaupsrétt að íbúðum á upprunalegu kaupverði þar til brúarlánið hefur verið greitt.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira