Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 19:00 Dansarar Madonnu voru með fána aftan á búningum sínum, annar bar ísraelskan fána og hinn palestínskan. Vísir/GEtty Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. Umræddur dansari bar fána Palestínu í atriðinu sem sýnt var í beinni útsendingu í gær. Óljóst er hvernig tekið verður á móti Hatara, fulltrúum Íslands í Eurovision, á flugvellinum en þeir voru með sambærilegan gjörning í útsendingunni í gær.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Mona Berntsen, dansarinn sem hér á í hlut, greinir frá málinu á Instagram-reikningi sínum. Hún þakkar Madonnu fyrir að hafa gert sér kleift að lýsa yfir stuðningu við Palestínu í gærkvöldi og segir „kúgunina á Vesturbakkanum“ raunverulega. „Klukkutímarnir eftir sýninguna í gær hafa verið spennuþrungnir en ég hefði ekki getað gert mér í hugarlund að fylgst skyldi með mér líkt og raunin varð,“ skrifar Berntsen í færslunni, þar sem hún birtir myndir af sér með fánann í atriðinu. Hún lýsir því svo að vegabréf hennar hafi verið grandskoðað af mörgum starfsmönnum við innritun í flugið heim og þá hafi yfirmaður öryggismála á flugvellinum yfirheyrt hana í rúman einn og hálfan klukkutíma. Hún hafi verið látin fara með ævisögu sína, gefa upp ástæður fyrir ferðalögum sínum til Miðausturlanda og lýsa öllu sem hún tók sér fyrir hendur þegar hún heimsótti Jerúsalem fyrir þremur árum. „Á leið minni ÚT úr landinu! Allt, að því er virðist, fyrir að bera fána sem hluta af sýningu, að lýsa yfir afstöðu í deilu, að stuðla að friði, einingu og frelsi.“ Færslu Berntsen má sjá hér að neðan.Gjörningur Madonnu vakti heldur meiri athygli ísraelskra fjölmiðla en sambærilegur gjörningur Hatara, sem einnig sýndu fána Palestínu í beinni útsendingu Eurovision í gærkvöldi. Madonna hafði þann háttinn á að láta tvo dansara bera fána, Berntsen bar fána Palestínu og ónefndur karldansari bar fána Ísraels, sem tákna átti frið milli landanna tveggja. Framkvæmdastjórn Eurovision sagði fánana ekki hafa verið sýnilega á æfingum fyrir kvöldið og ekki hafi fengist leyfi fyrir þeim. Brot úr atriði Madonnu, þar sem fánarnir sjást greinilega, má sjá í spilaranum hér að neðan. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45 Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16 Matthías segir ekkert annað hafa verið í stöðunni Hljómsveitarmeðlimir Hatara veifuðu palestínskum fánum í beinni útsendingu á Eurovision í gærkvöld. Söngvari sveitarinnar segir ekkert annað hafa verið í stöðunni. 19. maí 2019 11:15 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. Umræddur dansari bar fána Palestínu í atriðinu sem sýnt var í beinni útsendingu í gær. Óljóst er hvernig tekið verður á móti Hatara, fulltrúum Íslands í Eurovision, á flugvellinum en þeir voru með sambærilegan gjörning í útsendingunni í gær.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Mona Berntsen, dansarinn sem hér á í hlut, greinir frá málinu á Instagram-reikningi sínum. Hún þakkar Madonnu fyrir að hafa gert sér kleift að lýsa yfir stuðningu við Palestínu í gærkvöldi og segir „kúgunina á Vesturbakkanum“ raunverulega. „Klukkutímarnir eftir sýninguna í gær hafa verið spennuþrungnir en ég hefði ekki getað gert mér í hugarlund að fylgst skyldi með mér líkt og raunin varð,“ skrifar Berntsen í færslunni, þar sem hún birtir myndir af sér með fánann í atriðinu. Hún lýsir því svo að vegabréf hennar hafi verið grandskoðað af mörgum starfsmönnum við innritun í flugið heim og þá hafi yfirmaður öryggismála á flugvellinum yfirheyrt hana í rúman einn og hálfan klukkutíma. Hún hafi verið látin fara með ævisögu sína, gefa upp ástæður fyrir ferðalögum sínum til Miðausturlanda og lýsa öllu sem hún tók sér fyrir hendur þegar hún heimsótti Jerúsalem fyrir þremur árum. „Á leið minni ÚT úr landinu! Allt, að því er virðist, fyrir að bera fána sem hluta af sýningu, að lýsa yfir afstöðu í deilu, að stuðla að friði, einingu og frelsi.“ Færslu Berntsen má sjá hér að neðan.Gjörningur Madonnu vakti heldur meiri athygli ísraelskra fjölmiðla en sambærilegur gjörningur Hatara, sem einnig sýndu fána Palestínu í beinni útsendingu Eurovision í gærkvöldi. Madonna hafði þann háttinn á að láta tvo dansara bera fána, Berntsen bar fána Palestínu og ónefndur karldansari bar fána Ísraels, sem tákna átti frið milli landanna tveggja. Framkvæmdastjórn Eurovision sagði fánana ekki hafa verið sýnilega á æfingum fyrir kvöldið og ekki hafi fengist leyfi fyrir þeim. Brot úr atriði Madonnu, þar sem fánarnir sjást greinilega, má sjá í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45 Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16 Matthías segir ekkert annað hafa verið í stöðunni Hljómsveitarmeðlimir Hatara veifuðu palestínskum fánum í beinni útsendingu á Eurovision í gærkvöld. Söngvari sveitarinnar segir ekkert annað hafa verið í stöðunni. 19. maí 2019 11:15 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45
Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16
Matthías segir ekkert annað hafa verið í stöðunni Hljómsveitarmeðlimir Hatara veifuðu palestínskum fánum í beinni útsendingu á Eurovision í gærkvöld. Söngvari sveitarinnar segir ekkert annað hafa verið í stöðunni. 19. maí 2019 11:15