Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2019 11:45 Gjörningur Madonnu vakti athygli. Vísir/Getty Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. Víðast hvar er gjörningur Hatara nefndur í kjölfarið á umfjöllun um atriði Madonnu, þar sem einn dansari var með fána Ísrael á bakinu og annar með fána Palestínu. Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriðið endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana.Sjá einnig: Dansari Madonnu skreyttur fána PalestínuMadonna er í forgrunni á vef Jerusalem Post í frétt sem snýst að mestu um Madonnu en þó það að fáni Palestínu hafi tvisvar sinnum stungið upp kollinum í sjónvarpsútsendingu gærkvöldsins. Þá er tekið fram að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hafi tekið fram að báðir gjörningarnir hafi ekki verið samþykktir og að Ísland standi mögulega frammi fyrir refsingu.Haaretz fjallar um að EBU gæti refsað Íslandi fyrir fánana sem þeir sýndu þar sem það brjóti líklegast gegn reglum söngvakeppninnar.Umræddar reglur segja að keppnin leyfi ekki pólitísk skilaboð, samtök, fyrirtæki eða vörur, svo eitthvað sé nefnt, og að brot gegn þessum reglum geti leitt til brottvísunar. Framkvæmdastjórn EBU mun ræða málið. Blaðamenn Haaretz vitna í eldri frétt þeirra um Hatara þar sem haft var eftir meðlimum hljómsveitarinnar að „pólitískur raunveruleiki Ísrael væri andstæður sjálfum sér og fáránlegur. Aðskilnaðarstefna ríkisins væri skýr.Þá er því haldið fram að meðlimir hljómsveitarinnar hafi mótmælt því að halda ætti keppnina í Ísrael en þar sem af því yrði myndu þeir fara þangað og nota tækifærið til að mótmæla stefnu Ísrael gagnvart Palestínu. Haaretz vitnar einnig í yfirlýsingu PCACBI, samtaka sem vilja að Ísrael sé sniðgengið, þar sem meðlimir Hatara voru skammaðir fyrir að hafa mætt yfir höfuð.Sjá einnig: Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í HataraSíðasta frétt Times of Israel um Hatara snýr einmitt sömuleiðis að yfirlýsingu PCACBI.Áður hafði blaðamaður TOI skrifað grein um það hvernig pólitíkinni varðandi Ísrael og Palestínu hafi, að mestu, verið haldið frá stóra sviðinu. Þar er tekið fram að flutningur Hatara hafi gengið vel fyrir sig og án einhvers konar gjörnings. Það hafi þó breyst í stigagjöfinni þegar fánar Palestínu sáust í Græna herberginu. Þá er myndband Einars Hrafns Stefánssonar af öryggisverði taka fána af meðlimum hljómsveitarinnar birt á vef Times of Israel.Sjá einnig: Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“TOI vísar einnig til þeirrar yfirlýsingar EBU um að gjörningurinn gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Ísland þar sem hann hafi farið gegn reglum keppninnar.Israel Hayom tvinnar sömuleiðis saman gjörninga Hatara og Madonnu. Umfjöllun þeirra hefst þó á því að keppnin hafi gengið nánast hnökralaust fyrir sig, þrátt fyrir mótmæli og kröfur um sniðgöngu. Keppnin í ár hafi verið pólitískari en áður. Eurovision Ísrael Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaðir eftir samgönguslys Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. Víðast hvar er gjörningur Hatara nefndur í kjölfarið á umfjöllun um atriði Madonnu, þar sem einn dansari var með fána Ísrael á bakinu og annar með fána Palestínu. Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriðið endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana.Sjá einnig: Dansari Madonnu skreyttur fána PalestínuMadonna er í forgrunni á vef Jerusalem Post í frétt sem snýst að mestu um Madonnu en þó það að fáni Palestínu hafi tvisvar sinnum stungið upp kollinum í sjónvarpsútsendingu gærkvöldsins. Þá er tekið fram að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hafi tekið fram að báðir gjörningarnir hafi ekki verið samþykktir og að Ísland standi mögulega frammi fyrir refsingu.Haaretz fjallar um að EBU gæti refsað Íslandi fyrir fánana sem þeir sýndu þar sem það brjóti líklegast gegn reglum söngvakeppninnar.Umræddar reglur segja að keppnin leyfi ekki pólitísk skilaboð, samtök, fyrirtæki eða vörur, svo eitthvað sé nefnt, og að brot gegn þessum reglum geti leitt til brottvísunar. Framkvæmdastjórn EBU mun ræða málið. Blaðamenn Haaretz vitna í eldri frétt þeirra um Hatara þar sem haft var eftir meðlimum hljómsveitarinnar að „pólitískur raunveruleiki Ísrael væri andstæður sjálfum sér og fáránlegur. Aðskilnaðarstefna ríkisins væri skýr.Þá er því haldið fram að meðlimir hljómsveitarinnar hafi mótmælt því að halda ætti keppnina í Ísrael en þar sem af því yrði myndu þeir fara þangað og nota tækifærið til að mótmæla stefnu Ísrael gagnvart Palestínu. Haaretz vitnar einnig í yfirlýsingu PCACBI, samtaka sem vilja að Ísrael sé sniðgengið, þar sem meðlimir Hatara voru skammaðir fyrir að hafa mætt yfir höfuð.Sjá einnig: Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í HataraSíðasta frétt Times of Israel um Hatara snýr einmitt sömuleiðis að yfirlýsingu PCACBI.Áður hafði blaðamaður TOI skrifað grein um það hvernig pólitíkinni varðandi Ísrael og Palestínu hafi, að mestu, verið haldið frá stóra sviðinu. Þar er tekið fram að flutningur Hatara hafi gengið vel fyrir sig og án einhvers konar gjörnings. Það hafi þó breyst í stigagjöfinni þegar fánar Palestínu sáust í Græna herberginu. Þá er myndband Einars Hrafns Stefánssonar af öryggisverði taka fána af meðlimum hljómsveitarinnar birt á vef Times of Israel.Sjá einnig: Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“TOI vísar einnig til þeirrar yfirlýsingar EBU um að gjörningurinn gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Ísland þar sem hann hafi farið gegn reglum keppninnar.Israel Hayom tvinnar sömuleiðis saman gjörninga Hatara og Madonnu. Umfjöllun þeirra hefst þó á því að keppnin hafi gengið nánast hnökralaust fyrir sig, þrátt fyrir mótmæli og kröfur um sniðgöngu. Keppnin í ár hafi verið pólitískari en áður.
Eurovision Ísrael Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaðir eftir samgönguslys Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira