Landverði við Fjaðrárgljúfur boðnar mútur fyrir aðgang Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2019 14:00 Hanna Jóhansdóttir, landvörður. AP/Egill Bjarnason Ferðamenn bjóða Hönnu Jóhansdóttur, landverði, reglulega mútur og vilja í staðinn fá að fara inn á svæðið við Fjaðrárgljúfur til að virða Bieber-slóðir fyrir sér. Tónlistarmaðurinn Justin Bieber gerði gljúfrið heimsfrægt þegar hann tók upp myndband við lagið I‘ll Show You sem birt var í nóvember 2015. Síðan þá hefur ágangur á svæðið aukist til muna og er farið að sjá verulega á umhverfinu. Því var gripið til þess ráðs að loka svæðinu. Mögulega verður það opnað aftur ef hann helst nægilega þurr. Blaðamaður AP fréttaveitunnar sótti svæðið heim nýverið og ræddi þar við Hönnu og ferðamenn. Þar kemur fram að þrátt fyrir sýnileg skilti um að svæðið sé lokað keyri fjöldi ferðamanna að gljúfrinu og reyni að komast inn á svæðið.Sjá einnig: Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir BieberMargir ferðamenn reyna að tala Hönnu til og fá að fara inn á svæðið og bjóða sumir mútur. Hann segir að í flestum tilfellum sé henni boðinn matur frá heimalandi viðkomandi en nefnir þó að hún hafi nýverið hafnað ókeypis ferð til Dubai, í skiptum fyrir það að hleypa ferðamönnum að Fjaðrárgljúfri. Einnig var rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem segir erfitt það mikla einföldun að kenna Bieber einum um ástandið. Hann kom Bieber til varnar og sagði að ekki hafi verið búið að koma upp girðingum til að sýna hvað fólk mætti gera og ekki. Guðmundur vill þó biðla til áhrifaríks fólks að íhuga afleiðingar gjörða sinna. Þegar blaðamaður AP var á ferðinni sáu hann og Hanna fótspor í drullunni við Fjaðrárgljúfur og var greinilegt að einhver hefði stolist inn á svæðið um nóttina. Hann þóttist líka fullviss um að fleiri myndu hunsa merkingarnar eftir að hún yfirgæfi svæðið, sem reyndist rétt. Eftir að hún fór beið blaðamaður á svæðinu en hann þurfti ekki að bíða lengi. Á innan við hálftíma voru ferðamenn farnir að stelast inn á svæðið. Þrír ferðamenn frá Rússlandi sögðust hafa komið vegna Justin Timberlake en leiðréttu sig fljótt og sögðu Justin Bieber.Hér að neðan má sjá myndefni AP. Hafið í huga að það er ótextað. Þar að neðan má svo sjá myndband Justin Bieber. Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Ferðamenn bjóða Hönnu Jóhansdóttur, landverði, reglulega mútur og vilja í staðinn fá að fara inn á svæðið við Fjaðrárgljúfur til að virða Bieber-slóðir fyrir sér. Tónlistarmaðurinn Justin Bieber gerði gljúfrið heimsfrægt þegar hann tók upp myndband við lagið I‘ll Show You sem birt var í nóvember 2015. Síðan þá hefur ágangur á svæðið aukist til muna og er farið að sjá verulega á umhverfinu. Því var gripið til þess ráðs að loka svæðinu. Mögulega verður það opnað aftur ef hann helst nægilega þurr. Blaðamaður AP fréttaveitunnar sótti svæðið heim nýverið og ræddi þar við Hönnu og ferðamenn. Þar kemur fram að þrátt fyrir sýnileg skilti um að svæðið sé lokað keyri fjöldi ferðamanna að gljúfrinu og reyni að komast inn á svæðið.Sjá einnig: Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir BieberMargir ferðamenn reyna að tala Hönnu til og fá að fara inn á svæðið og bjóða sumir mútur. Hann segir að í flestum tilfellum sé henni boðinn matur frá heimalandi viðkomandi en nefnir þó að hún hafi nýverið hafnað ókeypis ferð til Dubai, í skiptum fyrir það að hleypa ferðamönnum að Fjaðrárgljúfri. Einnig var rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem segir erfitt það mikla einföldun að kenna Bieber einum um ástandið. Hann kom Bieber til varnar og sagði að ekki hafi verið búið að koma upp girðingum til að sýna hvað fólk mætti gera og ekki. Guðmundur vill þó biðla til áhrifaríks fólks að íhuga afleiðingar gjörða sinna. Þegar blaðamaður AP var á ferðinni sáu hann og Hanna fótspor í drullunni við Fjaðrárgljúfur og var greinilegt að einhver hefði stolist inn á svæðið um nóttina. Hann þóttist líka fullviss um að fleiri myndu hunsa merkingarnar eftir að hún yfirgæfi svæðið, sem reyndist rétt. Eftir að hún fór beið blaðamaður á svæðinu en hann þurfti ekki að bíða lengi. Á innan við hálftíma voru ferðamenn farnir að stelast inn á svæðið. Þrír ferðamenn frá Rússlandi sögðust hafa komið vegna Justin Timberlake en leiðréttu sig fljótt og sögðu Justin Bieber.Hér að neðan má sjá myndefni AP. Hafið í huga að það er ótextað. Þar að neðan má svo sjá myndband Justin Bieber.
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15
Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45
Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15
Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50