Þetta er pínulítið Júróvisjón! Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. maí 2019 14:00 Margrét Bóasdóttir. Mynd/fréttablaðið „Þetta hefur verið stórkostlegur tími,“ segir Margrét Bóasdóttir um þau fjórtán ár sem hún hefur stjórnað Kvennakór Háskóla Íslands. Nú hefur hún ákveðið að stíga til hliðar en rifjar upp tildrög stofnunar kórsins. „Ég var einu sinni með stúlknakór við Selfosskirkju og þegar hann ákvað að efna til endurfunda árið 2005 kom í ljós að hann var allur kominn í Háskóla Íslands og ég var þar líka við MBA-nám. Þetta var árið sem Kristín Ingólfsdóttir varð rektor, fyrst kvenna, og líka fyrsta árið sem kvenkyns nemendur fóru yfir 50% við skólann. Við töldum þetta vera teikn og nú yrði að koma kvennakór! Fyrir var auðvitað Háskólakórinn, stofnaður 1972 og starfar enn, en við bentum á að það væru sjö kórar við Harvard, því mætti ekki minna en að hafa tvo við HÍ.“ Í kórnum hefur alltaf verið umtalsverður fjöldi erlendra stúdenta, að sögn Margrétar. „Það hefur auðgað starfið að við höfum verið með stúlkur frá öllum heimshornum, nú síðast frá Kína. Við vorum boðnar til Kína í fyrra og sungum fjöldann allan af lögum á kínversku. Höfum líka sungið á rússnesku, eistnesku og japönsku, fyrir utan ensku, frönsku, þýsku og Norðurlandamálin. Ég hef haft þá stefnu að æfa að minnsta kosti eitt lag á ári á móðurmáli hverrar þjóðar sem á fulltrúa í kórnum. Allar stúlkurnar hafa annaðhvort verið í kór eða lært á hljóðfæri. Þá getum við tekist á við vandasamari verkefni og verið fljótari að vinna.“Á tónleikunum í dag syngur hópur fyrri kórfélaga með í nokkrum lögum.Nú víkur talinu að vortónleikunum í dag klukkan 16 í Hátíðasalnum. „Það var ákveðið, af því að þetta eru þeir síðustu sem ég stjórna, að taka nokkur erlend lög sem kórinn hefur elskað í gegnum tíðina og stelpunum hefur þótt skemmtilegast að syngja. Við erum með spænskt lag og annað amerískt – þetta er pínulítið Júróvisjón!“ Hún segir Þorvald Gylfason hafa gaukað lögum að kórnum gegnum tíðina. „Þegar við urðum 10 ára, 2015, gaf Þorvaldur okkur tíu laga flokk og nú frumflytjum við tvö þeirra við sonnettur Kristjáns Hreinssonar. Erum líka með skemmtilegt lag eftir Þorvald við texta bróður hans, Vilmundar Gylfasonar, það er mikill húmor í því. Við heiðrum minningu Atla Heimis og höfum líka tekið ástfóstri við lög Jóns Ásgeirssonar. Svo syngjum við lög eftir Pétur Grétarsson, sem er fantafínt tónskáld en betur þekktur sem slagverksleikari og útvarpsmaður. Hann samdi tónlist við Híbýli vindanna sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og við syngjum þrjú lög sem ég fullyrði að hafi aldrei heyrst áður utan leiksviðs. Pétur spilar með á harmóníku, það er nýr tónn hjá okkur.“ Kórinn er svo heppinn að hafa í sínum röðum píanóleikarann Arnbjörgu Arnardóttur. „Hún spilar ótrúlega vel og hefði, hæfileika sinna vegna, getað verið á pari við Víking Heiðar, en ákvað að fara í tölvuverkfræði í staðinn,“ segir Margrét. Að endingu getur hún þess að kórinn hafi notið mikillar velvildar hjá Háskólanum og sungið við ýmis tækifæri á vegum hans. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Þetta hefur verið stórkostlegur tími,“ segir Margrét Bóasdóttir um þau fjórtán ár sem hún hefur stjórnað Kvennakór Háskóla Íslands. Nú hefur hún ákveðið að stíga til hliðar en rifjar upp tildrög stofnunar kórsins. „Ég var einu sinni með stúlknakór við Selfosskirkju og þegar hann ákvað að efna til endurfunda árið 2005 kom í ljós að hann var allur kominn í Háskóla Íslands og ég var þar líka við MBA-nám. Þetta var árið sem Kristín Ingólfsdóttir varð rektor, fyrst kvenna, og líka fyrsta árið sem kvenkyns nemendur fóru yfir 50% við skólann. Við töldum þetta vera teikn og nú yrði að koma kvennakór! Fyrir var auðvitað Háskólakórinn, stofnaður 1972 og starfar enn, en við bentum á að það væru sjö kórar við Harvard, því mætti ekki minna en að hafa tvo við HÍ.“ Í kórnum hefur alltaf verið umtalsverður fjöldi erlendra stúdenta, að sögn Margrétar. „Það hefur auðgað starfið að við höfum verið með stúlkur frá öllum heimshornum, nú síðast frá Kína. Við vorum boðnar til Kína í fyrra og sungum fjöldann allan af lögum á kínversku. Höfum líka sungið á rússnesku, eistnesku og japönsku, fyrir utan ensku, frönsku, þýsku og Norðurlandamálin. Ég hef haft þá stefnu að æfa að minnsta kosti eitt lag á ári á móðurmáli hverrar þjóðar sem á fulltrúa í kórnum. Allar stúlkurnar hafa annaðhvort verið í kór eða lært á hljóðfæri. Þá getum við tekist á við vandasamari verkefni og verið fljótari að vinna.“Á tónleikunum í dag syngur hópur fyrri kórfélaga með í nokkrum lögum.Nú víkur talinu að vortónleikunum í dag klukkan 16 í Hátíðasalnum. „Það var ákveðið, af því að þetta eru þeir síðustu sem ég stjórna, að taka nokkur erlend lög sem kórinn hefur elskað í gegnum tíðina og stelpunum hefur þótt skemmtilegast að syngja. Við erum með spænskt lag og annað amerískt – þetta er pínulítið Júróvisjón!“ Hún segir Þorvald Gylfason hafa gaukað lögum að kórnum gegnum tíðina. „Þegar við urðum 10 ára, 2015, gaf Þorvaldur okkur tíu laga flokk og nú frumflytjum við tvö þeirra við sonnettur Kristjáns Hreinssonar. Erum líka með skemmtilegt lag eftir Þorvald við texta bróður hans, Vilmundar Gylfasonar, það er mikill húmor í því. Við heiðrum minningu Atla Heimis og höfum líka tekið ástfóstri við lög Jóns Ásgeirssonar. Svo syngjum við lög eftir Pétur Grétarsson, sem er fantafínt tónskáld en betur þekktur sem slagverksleikari og útvarpsmaður. Hann samdi tónlist við Híbýli vindanna sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og við syngjum þrjú lög sem ég fullyrði að hafi aldrei heyrst áður utan leiksviðs. Pétur spilar með á harmóníku, það er nýr tónn hjá okkur.“ Kórinn er svo heppinn að hafa í sínum röðum píanóleikarann Arnbjörgu Arnardóttur. „Hún spilar ótrúlega vel og hefði, hæfileika sinna vegna, getað verið á pari við Víking Heiðar, en ákvað að fara í tölvuverkfræði í staðinn,“ segir Margrét. Að endingu getur hún þess að kórinn hafi notið mikillar velvildar hjá Háskólanum og sungið við ýmis tækifæri á vegum hans.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira