Forseti danska þingsins segir Eurovision alltof mikið hommaball Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 19:08 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins. Fréttablaðið/Anton Brink Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og stofnandi Þjóðarflokksins, segir Eurovision farið að snúast alltof mikið um homma og transfólk. Ummælin hafa vakið mikla athygli í Danmörku en hún leggur líka til að þjóðirnar syngi í auknum æmli á móðurmáli sínu, dönsku í tilfelli Dana.Tillykke til Leonora dejligt Danmark går videre i Grand Prix. Det er en dejlig sang, Danmark stiller med. Men ellers enig med Ivan Pedersen fra Laban. Alt for meget bøsse, drag og gejl i Eurovision. Og så gerne, alle sang nationalsprog. Vi skal da synge dansk#dkpol https://t.co/gdAxprPXgS— Pia Kjærsgaard (@Pia_Kjaersgaard) May 17, 2019 Pia tekur bolta danska tónlistarmannsins Ivan Pedersen á lofti sem ollu usla fyrr í vikunni. Sá hafði orð á því að Eurovision væri orðið að alltof mikilli hommahátíð. Sjálfur tók Pedersen þátt í undankeppninni í Danmörku 1982 og hafnaði í neðsta sæti. „Það eina sem skiptir máli er að koma út úr skápnum eða að hafa farið í vel heppnaða kynleiðréttingu og hafa styrk til að vera maður sjálfur, bara ekki venjulegur,“ sagði Pedersen en orð hans sköpuðu mikla umræðu. Skoðun hans hefur fengið byr undir báða vængi með tísti þingforsetans sem líkir Eurovision við hommaball. „Það er eins og Eurovision séð orðið að stóru hommaballi og mér finnst ekki að það eigi að vera þannig,“ segir Pia. Aðspurð hve stórt hlutfall homma sé í lagi segir Pia það ekki hennar að svara. „Fólk verður að meta það sjálft. Mér finnst hommar mega nýta hæfileika sína í hvað sem er, hvort sem það er í stjórnmálum, Eurovision eða sem blaðamenn.“ Óhætt er að segja að margir í tónlistarsamfélaginu í Danmörku hafi mótmælt orðum Piu „Flott Pia?! Bæði að stjórna því hvernig við semjum tónlistina okkar og óska þess að skrúfa niður í fjölbreytileikanum,“ segir Anna Lidell, formaður DJBFA sem er fjölmennasta tónskáldafélag í Danmörku. „Eurovision er hátíð þar sem á að vera pláss fyrir alla.“ Töluverðar deilur sköpuðust hér á landi sumarið 2018 þegar Pia var heiðursgestur á hundrað ára fullveldisafmæli Íslendinga. „Hún er einn af frumkvöðlum nýfasískra, nýrasískra hreyfinga úti um alla Evrópu,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, við það tilefni. Danmörk Eurovision Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og stofnandi Þjóðarflokksins, segir Eurovision farið að snúast alltof mikið um homma og transfólk. Ummælin hafa vakið mikla athygli í Danmörku en hún leggur líka til að þjóðirnar syngi í auknum æmli á móðurmáli sínu, dönsku í tilfelli Dana.Tillykke til Leonora dejligt Danmark går videre i Grand Prix. Det er en dejlig sang, Danmark stiller med. Men ellers enig med Ivan Pedersen fra Laban. Alt for meget bøsse, drag og gejl i Eurovision. Og så gerne, alle sang nationalsprog. Vi skal da synge dansk#dkpol https://t.co/gdAxprPXgS— Pia Kjærsgaard (@Pia_Kjaersgaard) May 17, 2019 Pia tekur bolta danska tónlistarmannsins Ivan Pedersen á lofti sem ollu usla fyrr í vikunni. Sá hafði orð á því að Eurovision væri orðið að alltof mikilli hommahátíð. Sjálfur tók Pedersen þátt í undankeppninni í Danmörku 1982 og hafnaði í neðsta sæti. „Það eina sem skiptir máli er að koma út úr skápnum eða að hafa farið í vel heppnaða kynleiðréttingu og hafa styrk til að vera maður sjálfur, bara ekki venjulegur,“ sagði Pedersen en orð hans sköpuðu mikla umræðu. Skoðun hans hefur fengið byr undir báða vængi með tísti þingforsetans sem líkir Eurovision við hommaball. „Það er eins og Eurovision séð orðið að stóru hommaballi og mér finnst ekki að það eigi að vera þannig,“ segir Pia. Aðspurð hve stórt hlutfall homma sé í lagi segir Pia það ekki hennar að svara. „Fólk verður að meta það sjálft. Mér finnst hommar mega nýta hæfileika sína í hvað sem er, hvort sem það er í stjórnmálum, Eurovision eða sem blaðamenn.“ Óhætt er að segja að margir í tónlistarsamfélaginu í Danmörku hafi mótmælt orðum Piu „Flott Pia?! Bæði að stjórna því hvernig við semjum tónlistina okkar og óska þess að skrúfa niður í fjölbreytileikanum,“ segir Anna Lidell, formaður DJBFA sem er fjölmennasta tónskáldafélag í Danmörku. „Eurovision er hátíð þar sem á að vera pláss fyrir alla.“ Töluverðar deilur sköpuðust hér á landi sumarið 2018 þegar Pia var heiðursgestur á hundrað ára fullveldisafmæli Íslendinga. „Hún er einn af frumkvöðlum nýfasískra, nýrasískra hreyfinga úti um alla Evrópu,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, við það tilefni.
Danmörk Eurovision Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira