Pedro: Sami dómari og gaf okkur ekki víti í fyrsta leiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2019 21:30 Pedro og hans menn eru á botni Pepsi Max-deildar karla með eitt stig eftir fjórar umferðir. vísir/bára „Þetta var erfiður leikur. Við byrjuðum vel og áttum fyrsta færið. En svo fengum við á okkur mark eftir fyrstu hornspyrnu HK,“ sagði Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. Eyjamenn lentu undir á 14. mínútu þegar Birkir Valur Jónsson skoraði eftir hornspyrnu. Fjórtán mínútum síðar fékk Guðmundur Magnússon rautt spjald. „Við brugðumst ágætlega við en síðan fékk Gummi rautt. Frá bekknum séð virtist hann fara í boltann. Eftir það var þetta erfitt og enn erfiðara eftir annað mark HK,“ sagði Pedro. „Núna er auðvelt að gagnrýna en mér fannst strákarnir sýna vilja til að halda áfram og gefast ekki upp. Það sýndi að við höfum alvöru menn. Allir munu eflaust gagnrýna okkur. Það er eðlilegt og svona er boltinn. En strákarnir sýndu mikla liðsheild og þeir munu berjast allt til loka.“ Pedro fannst sínir menn vera sterkari aðilinn meðan það var jafnt í liðum. „Við byrjuðum betur en HK en fengum á okkur heimskulegt mark. Við vitum að þeir framkvæma hornin alltaf svona. Við reyndum en þetta varð allt annar leikur eftir rauða spjaldið. Ég hef trú á strákunum þótt við séum ekki sáttir með byrjunina á tímabilinu,“ sagði Pedro en Eyjamenn hafa aðeins náð í eitt stig af tólf mögulegum í Pepsi Max-deildinni. Eyjamenn sýndu ekki mikinn sóknarhug í seinni hálfleiknum en skoruðu þó mark sem fékk ekki að standa. „Við skoruðum en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þetta er sami dómari [Egill Arnar Sigurþórsson] og gaf okkur ekki augljóst víti í stöðunni 0-0 í fyrsta leiknum okkar. Stundum er maður óheppinn. En stundum breytist það og gerir það líklega í næsta leik,“ sagði Pedro að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur HK-inga HK lyfti sér upp úr fallsæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á ÍBV, 2-0, í Kórnum í kvöld. 16. maí 2019 21:45 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur. Við byrjuðum vel og áttum fyrsta færið. En svo fengum við á okkur mark eftir fyrstu hornspyrnu HK,“ sagði Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. Eyjamenn lentu undir á 14. mínútu þegar Birkir Valur Jónsson skoraði eftir hornspyrnu. Fjórtán mínútum síðar fékk Guðmundur Magnússon rautt spjald. „Við brugðumst ágætlega við en síðan fékk Gummi rautt. Frá bekknum séð virtist hann fara í boltann. Eftir það var þetta erfitt og enn erfiðara eftir annað mark HK,“ sagði Pedro. „Núna er auðvelt að gagnrýna en mér fannst strákarnir sýna vilja til að halda áfram og gefast ekki upp. Það sýndi að við höfum alvöru menn. Allir munu eflaust gagnrýna okkur. Það er eðlilegt og svona er boltinn. En strákarnir sýndu mikla liðsheild og þeir munu berjast allt til loka.“ Pedro fannst sínir menn vera sterkari aðilinn meðan það var jafnt í liðum. „Við byrjuðum betur en HK en fengum á okkur heimskulegt mark. Við vitum að þeir framkvæma hornin alltaf svona. Við reyndum en þetta varð allt annar leikur eftir rauða spjaldið. Ég hef trú á strákunum þótt við séum ekki sáttir með byrjunina á tímabilinu,“ sagði Pedro en Eyjamenn hafa aðeins náð í eitt stig af tólf mögulegum í Pepsi Max-deildinni. Eyjamenn sýndu ekki mikinn sóknarhug í seinni hálfleiknum en skoruðu þó mark sem fékk ekki að standa. „Við skoruðum en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þetta er sami dómari [Egill Arnar Sigurþórsson] og gaf okkur ekki augljóst víti í stöðunni 0-0 í fyrsta leiknum okkar. Stundum er maður óheppinn. En stundum breytist það og gerir það líklega í næsta leik,“ sagði Pedro að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur HK-inga HK lyfti sér upp úr fallsæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á ÍBV, 2-0, í Kórnum í kvöld. 16. maí 2019 21:45 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Umfjöllun: HK - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur HK-inga HK lyfti sér upp úr fallsæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á ÍBV, 2-0, í Kórnum í kvöld. 16. maí 2019 21:45