Það er Eurovisionstemning hjá nemendum Ísaksskóla í þessari viku. Krakkarnir, sem eru á aldrinum fimm til níu ára, halda söngstund alla föstudagsmorgna þar sem þau syngja saman fyrir foreldra.
Krakkarnir tóku æfingu í dag fyrir söngstundina á morgun sem að sjálfsögðu er tileinkuð Eurovision en krakkarnir ætla að taka lag tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar, Við vinnum þetta fyrir fram. Þau hafa mikla trú á framlagi íslendinga í ár og hlakka til að sjá Hatara stíga á stokk á stóra sviðinu í Tel Aviv á laugardaginn.