Fékk strax góða tilfinningu fyrir bænum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2019 08:15 "Lokaverkefni mitt mun fjalla um sálræna líðan flóttabarna á Íslandi.“ Liljana Milankoska er hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Húnaþings vestra í málefnum flóttamanna. Hún er búin að heimsækja nýju íbúana fyrsta dag þeirra á Hvammstanga. „Þetta eru fimm fjölskyldur, samtals 23 manneskjur, tíu fullorðnar og þrettán börn á aldrinum 0 til 10 ára. Elstur er 39 ára karlmaður, hitt fólkið er undir 31 árs aldri og allt að koma frá Líbanon. Ég veit ekki hversu lengi það dvaldi þar, það eru þrjú til fimm ár. Þar bjó það við mjög kröpp kjör og í lélegu húsnæði, var án atvinnu og hafði ekkert hlutverk í samfélaginu, var bara utanveltu, eins og það væri ekki til.“ Liljana segir fjölskyldurnar hafa fengið gott húsnæði á Hvammstanga. „Fólk hér var tilbúið til að leigja íbúðir sem það átti en hafði ekki verið með á almennum leigumarkaði. Í haust verður svo byggð hér blokk og líka raðhús, þannig að það opnast fleiri möguleikar ef fólkið vill skipta.“ Hún talar við nýju íbúana með hjálp túlks. „Sumir tala ensku en við erum með þrjá túlka sem hjálpa okkur þessa fyrstu daga og einn þeirra verður með okkur næstu sex mánuði. Hann er félagsráðgjafi og verður með samfélagsfræðslu fyrir hópinn. Svo verður dagskrá í skólanum fyrir sýrlensku börnin í sumar og þau ættu að geta byrjað nám þar í haust. Börnin eru svo örugg hér, þau geta labbað í skólann, enda fékk fólkið strax góða tilfinningu fyrir bænum okkar og virðist mjög ánægt. Það geislar alveg og finnst það komið heim, sem er yndislegt.“ Sjálf flutti Liljana til Íslands frá Makedóníu fyrir tíu árum. Hún hefur lokið hjúkrunarnámi við Háskólann á Akureyri og er í meistaranámi. „Lokaverkefni mitt mun fjalla um sálræna líðan flóttabarna á Íslandi,“ segir hún og heldur áfram: „Ég er gift Íslendingi og við búum hér á Hvammstanga. Þetta er þægilegur staður að aðlagast og ég vona að nýju íbúunum gangi það vel. Það er líka góður tími fyrir þá að koma núna, sumarið fram undan og þá er fólk meira úti við svo það verður auðveldara fyrir þá og heimafólk að kynnast.“ Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Liljana Milankoska er hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Húnaþings vestra í málefnum flóttamanna. Hún er búin að heimsækja nýju íbúana fyrsta dag þeirra á Hvammstanga. „Þetta eru fimm fjölskyldur, samtals 23 manneskjur, tíu fullorðnar og þrettán börn á aldrinum 0 til 10 ára. Elstur er 39 ára karlmaður, hitt fólkið er undir 31 árs aldri og allt að koma frá Líbanon. Ég veit ekki hversu lengi það dvaldi þar, það eru þrjú til fimm ár. Þar bjó það við mjög kröpp kjör og í lélegu húsnæði, var án atvinnu og hafði ekkert hlutverk í samfélaginu, var bara utanveltu, eins og það væri ekki til.“ Liljana segir fjölskyldurnar hafa fengið gott húsnæði á Hvammstanga. „Fólk hér var tilbúið til að leigja íbúðir sem það átti en hafði ekki verið með á almennum leigumarkaði. Í haust verður svo byggð hér blokk og líka raðhús, þannig að það opnast fleiri möguleikar ef fólkið vill skipta.“ Hún talar við nýju íbúana með hjálp túlks. „Sumir tala ensku en við erum með þrjá túlka sem hjálpa okkur þessa fyrstu daga og einn þeirra verður með okkur næstu sex mánuði. Hann er félagsráðgjafi og verður með samfélagsfræðslu fyrir hópinn. Svo verður dagskrá í skólanum fyrir sýrlensku börnin í sumar og þau ættu að geta byrjað nám þar í haust. Börnin eru svo örugg hér, þau geta labbað í skólann, enda fékk fólkið strax góða tilfinningu fyrir bænum okkar og virðist mjög ánægt. Það geislar alveg og finnst það komið heim, sem er yndislegt.“ Sjálf flutti Liljana til Íslands frá Makedóníu fyrir tíu árum. Hún hefur lokið hjúkrunarnámi við Háskólann á Akureyri og er í meistaranámi. „Lokaverkefni mitt mun fjalla um sálræna líðan flóttabarna á Íslandi,“ segir hún og heldur áfram: „Ég er gift Íslendingi og við búum hér á Hvammstanga. Þetta er þægilegur staður að aðlagast og ég vona að nýju íbúunum gangi það vel. Það er líka góður tími fyrir þá að koma núna, sumarið fram undan og þá er fólk meira úti við svo það verður auðveldara fyrir þá og heimafólk að kynnast.“
Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira