Arnar: „Þetta var hálf barnalegt allt saman“ Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 15. maí 2019 22:26 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í kvöld vísir/bára Víkingur tapaði 4-3 í Pepsi Max deild karla á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir niðurstöðuna var Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins ánægður með sína menn. „Frammistaðan var bara geggjuð. Margir sem sáu ekki leikinn halda að Stjarnan hafi verið með algjöra yfirburði í stöðunni 4-1. Svo var ekki. Við réðum yfir leiknum frá A til Ö,” sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings um frammistöðuna eftir leik kvöldsins. Víkingar voru miklu meira með boltann í fyrri hálfleik en voru þó undir 2-0. Stjörnumenn gerðu vel úr færum sínum og refsuðu Víkingum þegar þeir gerðu mistök. „Ég sagði við strákana í hálfleik að það sem Stjarnan hefur fram yfir okkur er bara gríðarlega reynsla og klókindi. Þeir eru með ákveðin gæði til þess að klára leiki. Guð minn almáttugur hvað við gáfum þeim leik í dag, við gáfum þeim virkilega erfiðan leik. Við pressuðum þá stíft, við héldum boltanum mjög vel en okkur vantaði bara smá heppni og meiri kænsku á réttum augnablikum í leiknum.” Varnarleikurinn var vægast sagt klaufalegur í mörkunum sem Stjarnan skoraði í kvöld. Arnar vill samt taka fram að Víkingar leggja áherslu á varnarleik á sínum æfingum. „Þetta var hálf barnalegt allt saman. Ég á eftir að skoða þetta betur. Hvert einasta skipti sem Stjarnan komst í einhverja hálf sénsa þá lá boltinn inni sem var mjög svekkjandi. Trúðu því eða ekki þá leggjum við mikla áherslu á að spila vörn og að verjast á fáum mönnum.” „Við erum frekar opnir þegar við sækjum. Vörnin byrjar alltaf á fremsta manni og við vorum aðeins að gefa þeim rosalega ódýr mörk sem að beit okkur í rassgatið í lokin.” Víkingar voru með boltann fyrsta hálftímann en náðu ekki að brjóta niður vörn Stjörnunnar. Þeir voru ekki með lausnir við þessari þéttu og skipulögðu Stjörnuvörn. „Þeir eru með klókt lið og þeir þéttu vel tilbaka. Við fengum bara hálf færi og skot fyrir utan teig en okkur vantaði að setja þetta fyrsta mark til að sýna að yfirburðirnir voru réttmætir. Síðan skora þeir.” „Okkar strákar eiga skilið hrós fyrir að efast aldrei. Við héldum bara áfram okkar leik. Ég sagði í hálfleik að við ættum mjög góðan séns. Við héldum bara áfram þrátt fyrir að það komi eiginlega strax 3-0. Þetta var ansi tæpt í lokin að við náðum ekki að jafna.” Guðmundur Andri Tryggvason gekk til liðs við Víking í gær frá Start í Noregi. Guðmundur Andri var mættur í byrjunarliðið í kvöld þrátt fyrir að hafa bara náð einni æfingu. „Hann náði heillri æfingu. Hann fékk skyndinámskeið í leikfræði liðsins. Hann kom bara inn og stóð sig vel. Hann var óragur og tók vel á. Auðvitað er hann ekki kominn í fullkomið leikstand en þetta eru allt toppstrákar og þeir stóðu sig allir hrikalega vel í kvöld.” Var hann þá svona frábær á þessari æfingu að hann fór beint í byrjunarliðið? „Já beint í byrjunarliðið hann var frábær á þessari æfingu,” sagði Arnar léttur fyrst. „Nei það er oft gott fyrir þessa stráka að koma bara beint inn og fá ekki allt of mikinn tíma til að hugsa. Hann þarf tíma til að kynnast liðinu þannig að ég sá ástæðu til þess að hrista aðeins upp í liðinu og henda honum inn í djúpu laugina, ” sagði Arnar síðan með aðeins meiri alvara. „Við eigum ÍBV á útivelli næst og svo er bara KR. Þetta er bara geggjað. Það er geggjað að vera í þessari deild, þetta eru allt hörkuleikir og við erum búnir með svaka prógram. Ég er ánægður með að við gáfum öllum þessum toppliðum mjög erfiðan leik, þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” sagði Arnar um næstu leiki Víkinga en þeir eru búnir að eiga gríðarlega erfitt prógram í upphafi móts. Þrátt fyrir ágætis frammistöður eru þeir bara með 2 stig eftir 4 leiki. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Víkingur tapaði 4-3 í Pepsi Max deild karla á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir niðurstöðuna var Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins ánægður með sína menn. „Frammistaðan var bara geggjuð. Margir sem sáu ekki leikinn halda að Stjarnan hafi verið með algjöra yfirburði í stöðunni 4-1. Svo var ekki. Við réðum yfir leiknum frá A til Ö,” sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings um frammistöðuna eftir leik kvöldsins. Víkingar voru miklu meira með boltann í fyrri hálfleik en voru þó undir 2-0. Stjörnumenn gerðu vel úr færum sínum og refsuðu Víkingum þegar þeir gerðu mistök. „Ég sagði við strákana í hálfleik að það sem Stjarnan hefur fram yfir okkur er bara gríðarlega reynsla og klókindi. Þeir eru með ákveðin gæði til þess að klára leiki. Guð minn almáttugur hvað við gáfum þeim leik í dag, við gáfum þeim virkilega erfiðan leik. Við pressuðum þá stíft, við héldum boltanum mjög vel en okkur vantaði bara smá heppni og meiri kænsku á réttum augnablikum í leiknum.” Varnarleikurinn var vægast sagt klaufalegur í mörkunum sem Stjarnan skoraði í kvöld. Arnar vill samt taka fram að Víkingar leggja áherslu á varnarleik á sínum æfingum. „Þetta var hálf barnalegt allt saman. Ég á eftir að skoða þetta betur. Hvert einasta skipti sem Stjarnan komst í einhverja hálf sénsa þá lá boltinn inni sem var mjög svekkjandi. Trúðu því eða ekki þá leggjum við mikla áherslu á að spila vörn og að verjast á fáum mönnum.” „Við erum frekar opnir þegar við sækjum. Vörnin byrjar alltaf á fremsta manni og við vorum aðeins að gefa þeim rosalega ódýr mörk sem að beit okkur í rassgatið í lokin.” Víkingar voru með boltann fyrsta hálftímann en náðu ekki að brjóta niður vörn Stjörnunnar. Þeir voru ekki með lausnir við þessari þéttu og skipulögðu Stjörnuvörn. „Þeir eru með klókt lið og þeir þéttu vel tilbaka. Við fengum bara hálf færi og skot fyrir utan teig en okkur vantaði að setja þetta fyrsta mark til að sýna að yfirburðirnir voru réttmætir. Síðan skora þeir.” „Okkar strákar eiga skilið hrós fyrir að efast aldrei. Við héldum bara áfram okkar leik. Ég sagði í hálfleik að við ættum mjög góðan séns. Við héldum bara áfram þrátt fyrir að það komi eiginlega strax 3-0. Þetta var ansi tæpt í lokin að við náðum ekki að jafna.” Guðmundur Andri Tryggvason gekk til liðs við Víking í gær frá Start í Noregi. Guðmundur Andri var mættur í byrjunarliðið í kvöld þrátt fyrir að hafa bara náð einni æfingu. „Hann náði heillri æfingu. Hann fékk skyndinámskeið í leikfræði liðsins. Hann kom bara inn og stóð sig vel. Hann var óragur og tók vel á. Auðvitað er hann ekki kominn í fullkomið leikstand en þetta eru allt toppstrákar og þeir stóðu sig allir hrikalega vel í kvöld.” Var hann þá svona frábær á þessari æfingu að hann fór beint í byrjunarliðið? „Já beint í byrjunarliðið hann var frábær á þessari æfingu,” sagði Arnar léttur fyrst. „Nei það er oft gott fyrir þessa stráka að koma bara beint inn og fá ekki allt of mikinn tíma til að hugsa. Hann þarf tíma til að kynnast liðinu þannig að ég sá ástæðu til þess að hrista aðeins upp í liðinu og henda honum inn í djúpu laugina, ” sagði Arnar síðan með aðeins meiri alvara. „Við eigum ÍBV á útivelli næst og svo er bara KR. Þetta er bara geggjað. Það er geggjað að vera í þessari deild, þetta eru allt hörkuleikir og við erum búnir með svaka prógram. Ég er ánægður með að við gáfum öllum þessum toppliðum mjög erfiðan leik, þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” sagði Arnar um næstu leiki Víkinga en þeir eru búnir að eiga gríðarlega erfitt prógram í upphafi móts. Þrátt fyrir ágætis frammistöður eru þeir bara með 2 stig eftir 4 leiki.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira