Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2019 23:17 Frá borginni Arkhangelsk í norðanverðu Rússlandi þar sem hitinn hefur verið meira en tvöfalt hærri en hann fer venjulega mest í á þessum árstíma. Vísir/Getty Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mælist nú yfir 415 hlutar af milljón í fyrsta skipti frá því að mannkynið kom til sögunnar. Um helgina fór hiti í norðanverðu Rússlandi í og yfir þrjátíu gráður, um tuttugu stigum meira en mesti hiti þar á þessum árstíma í venjulegu árferði. Beinar mælingar hafa verið gerðar á styrk koltvísýrings á Mauna Loa-athugunarstöðinni á Havaí frá 6. áratug síðustu aldar. Á laugardag mældist styrkurinn 415 hlutar af milljón. Hann hefur ekki verið meiri í að minnsta kosti 800.000 ár og líklega í meira en þrjár milljónir ára, að sögn Washington Post. Gróðurhúsalofttegundir í lofthjúpi jarðar hafa aukist um helming að styrk frá iðnbyltingunni, fyrst og fremst vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og jarðgasi. Nú þegar hefur meðalhiti jarðar risið um eina gráðu frá iðnbyltingu og vísindamenn spá því að hlýnunin gæti numið þremur til fjórum gráðum fyrir lok aldarinnar komi menn ekki böndum á losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil og hröð hlýnun hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir lífríki jarðar og samfélag manna af völdum hækkunar yfirborðs sjávar, verri þurrka, ákafari úrkomu og vaxandi veðuröfga svo eitthvað sé nefnt.This week (3 May) saw humanity's first day ever with more than 415 parts per million #CO2 in the air (415.09 ppm at Mauna Loa observatory) https://t.co/7ZF32wAk9O Source: @keeling_curve #ClimateChange #ParisAgreement #ClimateAction #ClimateAmbition pic.twitter.com/iZrBh7Vhr3— UN Climate Change (@UNFCCC) May 5, 2019 Hitinn sem hefur mælst víða við Norður-Íshafið undanfarna daga þykir sérstaklega óvenjulegur. Í rússneska bænum Arkhangelsk við Hvítahaf sem gengur suður úr Barentshafi sýndi hitamælirinn 29 gráður á laugardag. Þar er hæsti hiti að meðaltali um tólf gráður á þessum árstíma. Í Koynas, austur af Arkhangelsk, fór hitinn upp í 31 gráðu. Víða fór hitinn meira en tuttugu gráður yfir meðaltal í Rússlandi og Kasakstan við Hvítahafið. Í austanverðu Finnlandi náði hitinn 25 gráðum á laugardag og hefur ekki verið hlýjar þar í vor.25.2°C in Ilomantsi, Eastern Finland, which is the highest temperature in Finland so far in 2019. And also first "hot day" (defined as daily max T > 25°C) of the year. https://t.co/F26YCawQ26— Mika Rantanen (@mikarantane) May 11, 2019 Hitabylgjan nú er sögð í takti við óvenjuleg hlýindi á norðurskautinu og á miðlægum breiddargráðum það sem af er ári. Á Grænlandi hófst bráðnun jökla um mánuði fyrr en vanalega og í Alaska hafa ár losnað úr klakaböndum fyrr en nokkru sinni áður. Útbreiðsla hafíss við lok vetrar hefur einnig verið í lægstu lægðum. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru enda enn áþreifanlegri á norðlægum breiddargráðum en víðast annars staðar á jörðinni. Þar hlýnar nú um tvöfalt hraðar en á jörðinni að meðaltali. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mælist nú yfir 415 hlutar af milljón í fyrsta skipti frá því að mannkynið kom til sögunnar. Um helgina fór hiti í norðanverðu Rússlandi í og yfir þrjátíu gráður, um tuttugu stigum meira en mesti hiti þar á þessum árstíma í venjulegu árferði. Beinar mælingar hafa verið gerðar á styrk koltvísýrings á Mauna Loa-athugunarstöðinni á Havaí frá 6. áratug síðustu aldar. Á laugardag mældist styrkurinn 415 hlutar af milljón. Hann hefur ekki verið meiri í að minnsta kosti 800.000 ár og líklega í meira en þrjár milljónir ára, að sögn Washington Post. Gróðurhúsalofttegundir í lofthjúpi jarðar hafa aukist um helming að styrk frá iðnbyltingunni, fyrst og fremst vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og jarðgasi. Nú þegar hefur meðalhiti jarðar risið um eina gráðu frá iðnbyltingu og vísindamenn spá því að hlýnunin gæti numið þremur til fjórum gráðum fyrir lok aldarinnar komi menn ekki böndum á losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil og hröð hlýnun hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir lífríki jarðar og samfélag manna af völdum hækkunar yfirborðs sjávar, verri þurrka, ákafari úrkomu og vaxandi veðuröfga svo eitthvað sé nefnt.This week (3 May) saw humanity's first day ever with more than 415 parts per million #CO2 in the air (415.09 ppm at Mauna Loa observatory) https://t.co/7ZF32wAk9O Source: @keeling_curve #ClimateChange #ParisAgreement #ClimateAction #ClimateAmbition pic.twitter.com/iZrBh7Vhr3— UN Climate Change (@UNFCCC) May 5, 2019 Hitinn sem hefur mælst víða við Norður-Íshafið undanfarna daga þykir sérstaklega óvenjulegur. Í rússneska bænum Arkhangelsk við Hvítahaf sem gengur suður úr Barentshafi sýndi hitamælirinn 29 gráður á laugardag. Þar er hæsti hiti að meðaltali um tólf gráður á þessum árstíma. Í Koynas, austur af Arkhangelsk, fór hitinn upp í 31 gráðu. Víða fór hitinn meira en tuttugu gráður yfir meðaltal í Rússlandi og Kasakstan við Hvítahafið. Í austanverðu Finnlandi náði hitinn 25 gráðum á laugardag og hefur ekki verið hlýjar þar í vor.25.2°C in Ilomantsi, Eastern Finland, which is the highest temperature in Finland so far in 2019. And also first "hot day" (defined as daily max T > 25°C) of the year. https://t.co/F26YCawQ26— Mika Rantanen (@mikarantane) May 11, 2019 Hitabylgjan nú er sögð í takti við óvenjuleg hlýindi á norðurskautinu og á miðlægum breiddargráðum það sem af er ári. Á Grænlandi hófst bráðnun jökla um mánuði fyrr en vanalega og í Alaska hafa ár losnað úr klakaböndum fyrr en nokkru sinni áður. Útbreiðsla hafíss við lok vetrar hefur einnig verið í lægstu lægðum. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru enda enn áþreifanlegri á norðlægum breiddargráðum en víðast annars staðar á jörðinni. Þar hlýnar nú um tvöfalt hraðar en á jörðinni að meðaltali.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39