Sýrlenskir flóttamenn á leið á Hvammstanga Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 14. maí 2019 21:18 Tuttugu og þrír sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag, tíu fullorðnir og þrettán börn, og kemur annar eins fjöldi til landsins á morgun. Fólkið hefur dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon undanfarin ár en flytur nú á Hvammstanga og Blönduós. Hópurinn sem kom í dag, kom við á veitingastað í Grafarvogi áður en haldið var áfram til Hvammstanga. Ferð flóttafólksins til Íslands gekk eftir áætlun að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu. Þau lögðu af stað frá Beirút í Líbanon klukkan fjögur í morgun og flugu í gegnum Tyrkland og Finnland. Íslensk stjórnvöld taka á móti 75 flóttamönnum á þessu ári. Tuttugu Sýrlendingar til viðbótar koma á morgun en sá hópur fer til Blönduóss. Í september koma fleiri hópar sem setjast að á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og fleiri sveitarfélögum. „Það eru örugglega mjög blendnar tilfinningar. Það er ávallt erfitt að þurfa að yfirgefa landið sitt og þau eru búin að vera núna í tæp fimm ár í Líbanon en vilja mjög gjarnan eiga framtíð fyrir börnin sín og þetta er tækifæri sem þau fá. Þetta er auðvitað kannski nýr kafli í lífi þeirra. Það er margt auðvitað spennandi en auðvitað eru þau einnig kvíðin. Þetta tekur sinn tíma að setjast að í nýju samfélagi,“ sagði Linda Rós í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Tuttugu og þrír sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag, tíu fullorðnir og þrettán börn, og kemur annar eins fjöldi til landsins á morgun. Fólkið hefur dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon undanfarin ár en flytur nú á Hvammstanga og Blönduós. Hópurinn sem kom í dag, kom við á veitingastað í Grafarvogi áður en haldið var áfram til Hvammstanga. Ferð flóttafólksins til Íslands gekk eftir áætlun að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu. Þau lögðu af stað frá Beirút í Líbanon klukkan fjögur í morgun og flugu í gegnum Tyrkland og Finnland. Íslensk stjórnvöld taka á móti 75 flóttamönnum á þessu ári. Tuttugu Sýrlendingar til viðbótar koma á morgun en sá hópur fer til Blönduóss. Í september koma fleiri hópar sem setjast að á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og fleiri sveitarfélögum. „Það eru örugglega mjög blendnar tilfinningar. Það er ávallt erfitt að þurfa að yfirgefa landið sitt og þau eru búin að vera núna í tæp fimm ár í Líbanon en vilja mjög gjarnan eiga framtíð fyrir börnin sín og þetta er tækifæri sem þau fá. Þetta er auðvitað kannski nýr kafli í lífi þeirra. Það er margt auðvitað spennandi en auðvitað eru þau einnig kvíðin. Þetta tekur sinn tíma að setjast að í nýju samfélagi,“ sagði Linda Rós í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira