Innlent

Tæp 46 þúsund erlendir íbúar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Erlendum ríkisborgurum fjölgar hlutfallslega meira en íslenskum.
Erlendum ríkisborgurum fjölgar hlutfallslega meira en íslenskum.
Þann 1. maí voru tæplega 46 þúsund erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi. Hafði þeim fjölgað um rúmlega 1.500 frá því 1. desember í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá.

Flestir koma frá Póllandi, eða um 19.600, og hafði þeim fjölgað um rúmlega 400 frá 1. desember.

Frá 1. desember 2017 til 1. maí síðastliðins jókst hlutfall erlendra borgara af íbúafjölda landsins úr 10,9 prósentum í 12,7 prósent. Á því tímabili fjölgaði erlendum borgurum um 20,9 prósent en Íslendingum aðeins um 0,9 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×