O komið til Argentínu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2019 08:15 Ingibjörg Ýr er ánægð með að eiga verk í kynningu á alþjóðlegu tónskáldaþingi. Það kom mér rosalega á óvart að Ríkisútvarpið skyldi tilnefna verkið mitt, O, á alþjóðlega tónskáldaþingið. Ég þekkti ekki mikið til þeirrar hátíðar, nema hvað ég vissi að hann Páll Ragnar Pálsson vann aðalverðlaunin þar í fyrra,“ segir Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir tónskáld. Téð þing hefst í San Carlos de Bariloche í Argentínu í dag og stendur til 18. maí. Ingibjörg Ýr segir einungis verk eftir tvo Íslendinga hafa verið send þangað nú, hennar og annað eftir Valgeir Sigurðsson tónskáld. „Við fáum eflaust fréttir af því á næstu dögum hvernig okkar verkum reiðir af, það eru útvarpsstöðvar alls staðar að úr heiminum sem tilnefna, þannig að þetta er stór pottur en það er heiður að fá að vera með.“ Ingibjörg Ýr útskrifaðist fyrir þremur árum með BA-gráðu úr tónsmíðanámi frá Listaháskóla Íslands og eftir það var hún í starfsnámi hjá tónskáldinu Önnu Þorvaldsdóttur. Hún kveðst hafa haft ágætlega mikið að gera síðan. Meðal þess sem er á afrekaskránni hennar er tónlist við einleikinn Griðastað, eftir Eurovision-stjörnuna Matthías Tryggva Haraldsson. Leikritið var útskriftarverkefni hans af sviðshöfundabraut og sýnt í Tjarnarbíói á síðasta hausti, leikið af Jörundi Ragnarssyni. „Svo vorum við Ragnheiður Erla Björnsdóttir saman með hljóðmyndina í verkinu Velkomin heim sem María Thelma Smáradóttir var með í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í vetur,“ segir Ingibjörg Ýr og bætir við: „Ýmis verkefni bý ég mér líka til sjálf, það er um að gera að reyna að vera dugleg!“ Fellabærinn er fæðingarhreppur Ingibjargar Ýrar þó að hún búi nú á höfuðborgarsvæðinu. Skyldi hún hafa ung byrjað að semja? „Ja, kannski ekki semja en ég var alltaf að spila, æfði á píanó og klarinett. Svo eftir menntaskólann fór ég á tónlistarlýðháskóla í Noregi í eitt ár, þar var ég að syngja og semja og hef varla gert annað síðan, þó að ég vinni reyndar á leikskóla líka.“ Tónverkið O samdi Ingibjörg Ýr fyrir Sinfóníuhljómsveitina í fyrra. Af hverju heitir það O? „Titlar geta verið erfiðir og þetta var bara vinnutitill, hvorki bókstafurinn O né tölustafurinn 0, heldur hnöttur!“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það kom mér rosalega á óvart að Ríkisútvarpið skyldi tilnefna verkið mitt, O, á alþjóðlega tónskáldaþingið. Ég þekkti ekki mikið til þeirrar hátíðar, nema hvað ég vissi að hann Páll Ragnar Pálsson vann aðalverðlaunin þar í fyrra,“ segir Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir tónskáld. Téð þing hefst í San Carlos de Bariloche í Argentínu í dag og stendur til 18. maí. Ingibjörg Ýr segir einungis verk eftir tvo Íslendinga hafa verið send þangað nú, hennar og annað eftir Valgeir Sigurðsson tónskáld. „Við fáum eflaust fréttir af því á næstu dögum hvernig okkar verkum reiðir af, það eru útvarpsstöðvar alls staðar að úr heiminum sem tilnefna, þannig að þetta er stór pottur en það er heiður að fá að vera með.“ Ingibjörg Ýr útskrifaðist fyrir þremur árum með BA-gráðu úr tónsmíðanámi frá Listaháskóla Íslands og eftir það var hún í starfsnámi hjá tónskáldinu Önnu Þorvaldsdóttur. Hún kveðst hafa haft ágætlega mikið að gera síðan. Meðal þess sem er á afrekaskránni hennar er tónlist við einleikinn Griðastað, eftir Eurovision-stjörnuna Matthías Tryggva Haraldsson. Leikritið var útskriftarverkefni hans af sviðshöfundabraut og sýnt í Tjarnarbíói á síðasta hausti, leikið af Jörundi Ragnarssyni. „Svo vorum við Ragnheiður Erla Björnsdóttir saman með hljóðmyndina í verkinu Velkomin heim sem María Thelma Smáradóttir var með í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í vetur,“ segir Ingibjörg Ýr og bætir við: „Ýmis verkefni bý ég mér líka til sjálf, það er um að gera að reyna að vera dugleg!“ Fellabærinn er fæðingarhreppur Ingibjargar Ýrar þó að hún búi nú á höfuðborgarsvæðinu. Skyldi hún hafa ung byrjað að semja? „Ja, kannski ekki semja en ég var alltaf að spila, æfði á píanó og klarinett. Svo eftir menntaskólann fór ég á tónlistarlýðháskóla í Noregi í eitt ár, þar var ég að syngja og semja og hef varla gert annað síðan, þó að ég vinni reyndar á leikskóla líka.“ Tónverkið O samdi Ingibjörg Ýr fyrir Sinfóníuhljómsveitina í fyrra. Af hverju heitir það O? „Titlar geta verið erfiðir og þetta var bara vinnutitill, hvorki bókstafurinn O né tölustafurinn 0, heldur hnöttur!“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira