Durek þessi heimsótti Ísland árið 2016 í boði Tveggja heima þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðum. Brynjar Örn var fulltrúi Vantrúar í þeim pallborðsumræðum en Durek sagðist njóta aðstoðar ýmiskonar anda annarra heima við að laga vandamál fólks.
„Ég veit fyrir víst að hann var að hringa í krabbameinssjúka eiginkonu vinar míns og bjóðast til að taka hana í skoðun fyrir 50 þúsund krónur,“ segir Brynjar um Durek. „Hann var að reyna að heila fatlaða stelpu sem var á þessum fundi. Sagðist geta læknað hana,“ sagði Brynjar.
Hægt er að sjá brot úr þessum pallborðsumræðum í meðfylgjandi myndbandi.
„Hann er undarlegur maður. Kristilegur Shaman, sem talar við engla,“ segir Brynjar. Lengi vel var að finna á heimasíðu Durek að hann hefði erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni og gæti þannig talað við góða og illa anda.
Í dag virðist Durek hafa hreinsað netslóð sína nokkuð vandlega að sögn Brynjars og margar greinar og myndbönd horfin sem áður voru aðgengileg.