FH-ingar borguðu umboðsmönnum næstum því þrjár milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2019 13:30 FH-ingar fagna sigri í Pepsi Max deildinni. Vísir/Bára FH er það íslenska félag sem þurfti að borga umboðsmönnum mestan pening á tímabilinu 1. apríl 2018 til 31. mars 2019. Knattspyrnusamband Íslands hefur birt á heimasíðu sinni árlega skýrslu um umboðsmenn og greiðslur til þeirra. Í samræmi við reglugerð FIFA um milliliði (FIFA Regulations on Working with Intermediaries) birtir KSÍ eftir lok marsmánaðar á hverju almanaksári opinberlega á heimasíðu sinni, nöfn allra umboðsmanna sem skráðir eru ásamt yfirliti yfir gerninga sem þeir hafa komið að. Enn fremur birtir KSÍ heildarupphæð allra þóknana eða greiðslna sem raunverulega hafa verið inntar af hendi til umboðsmanna af hálfu skráðra leikmanna og af hálfu hvers félags sem þeir tengjast. Tölurnar sem eru birtar er samanlögð heildarupphæð fyrir alla leikmenn og samanlögð heildarupphæð hvers félags. Hér eru birtar upplýsingar vegna tímabilsins 1. apríl 2018 til 31. mars 2019. Umboðsmenn fengu rúmlega sex og hálfa milljón frá íslenskum félögum en tvö félög eiga um 75 prósent af þeirri upphæð. Það eru félögin FH og Valur. Samtals eru greiðslur til umboðsmanna 6.559.013 í íslenskum krónum. Ekkert félag borgaði meira en FH sem greiddi umboðsmönnum 2.958.593 krónur á þessum tíma en Valsmenn borguðu umboðsmönnum 2.281.582 krónur. Nokkra athygli vekur að Eyjamenn borguðu umboðsmönnum ekki eina krónu samkvæmt þessari samantekt þrátt fyrir að vera með marga erlenda leikmenn í sínu liði. Þær upphæðir sem eru hér fyrir neðan eru greiddar vegna þjónustu umboðsmanna vegna samningsgerðar leikmanns við félag eða félags við leikmann og/eða samningsgerðar um félagaskipti á tímabilinu 1. apríl 2018 til 31. mars 2019.Greiðslur íslenskra félaga til umboðsmanna: 1. FH 2.958.593 2. Valur 2.281.582 3. Víkingur Ó. 478.328 4. KR 372.000 5. ÍA 271.180 6. Grindavík 135.590 7. Fram 61.740 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
FH er það íslenska félag sem þurfti að borga umboðsmönnum mestan pening á tímabilinu 1. apríl 2018 til 31. mars 2019. Knattspyrnusamband Íslands hefur birt á heimasíðu sinni árlega skýrslu um umboðsmenn og greiðslur til þeirra. Í samræmi við reglugerð FIFA um milliliði (FIFA Regulations on Working with Intermediaries) birtir KSÍ eftir lok marsmánaðar á hverju almanaksári opinberlega á heimasíðu sinni, nöfn allra umboðsmanna sem skráðir eru ásamt yfirliti yfir gerninga sem þeir hafa komið að. Enn fremur birtir KSÍ heildarupphæð allra þóknana eða greiðslna sem raunverulega hafa verið inntar af hendi til umboðsmanna af hálfu skráðra leikmanna og af hálfu hvers félags sem þeir tengjast. Tölurnar sem eru birtar er samanlögð heildarupphæð fyrir alla leikmenn og samanlögð heildarupphæð hvers félags. Hér eru birtar upplýsingar vegna tímabilsins 1. apríl 2018 til 31. mars 2019. Umboðsmenn fengu rúmlega sex og hálfa milljón frá íslenskum félögum en tvö félög eiga um 75 prósent af þeirri upphæð. Það eru félögin FH og Valur. Samtals eru greiðslur til umboðsmanna 6.559.013 í íslenskum krónum. Ekkert félag borgaði meira en FH sem greiddi umboðsmönnum 2.958.593 krónur á þessum tíma en Valsmenn borguðu umboðsmönnum 2.281.582 krónur. Nokkra athygli vekur að Eyjamenn borguðu umboðsmönnum ekki eina krónu samkvæmt þessari samantekt þrátt fyrir að vera með marga erlenda leikmenn í sínu liði. Þær upphæðir sem eru hér fyrir neðan eru greiddar vegna þjónustu umboðsmanna vegna samningsgerðar leikmanns við félag eða félags við leikmann og/eða samningsgerðar um félagaskipti á tímabilinu 1. apríl 2018 til 31. mars 2019.Greiðslur íslenskra félaga til umboðsmanna: 1. FH 2.958.593 2. Valur 2.281.582 3. Víkingur Ó. 478.328 4. KR 372.000 5. ÍA 271.180 6. Grindavík 135.590 7. Fram 61.740
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira