Hjólað um strandlengju borgarinnar í kvöld Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. maí 2019 10:00 Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni, vonast eftir góðri þátttöku í hjólaleiðsögn um borgina. Fréttablaðið/GVA Þetta verður þá fyrsta kvöldið í sumar. Við leggjum af stað frá Hlemmi klukkan 18 og hjólum að Höfða og förum þaðan niður að sjó. Svo tökum við strandlengjuna að höfninni og alveg út á Granda og endum út við Þúfu,“ segir Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni og einn skipuleggjendanna. Sesselja segir að þetta sé verkefni sem hafi verið að þroskast en Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, hefur leitt hjólaferðir á veturna á laugardögum í mörg ár. „Við vildum fá aðeins meira líf í þetta og fórum að leita að samstarfsaðilum. Okkur datt í hug að gera eitthvað á fullveldisafmælinu 1. desember,“ segir Sesselja. Hugmynd hafi kviknað um að skoða listaverkin í borginni og í kjölfarið var haft samband við Listasafn Reykjavíkur sem tók vel í hugmyndina. „Við hjóluðum um bæinn í nístingskulda með risastóran hóp, á okkar mælikvarða, og skoðuðum helstu þjóðfrelsishetjurnar.“ Önnur ferð var svo skipulögð á Barnamenningarhátíð í vetur þegar til stóð að hjóla um Breiðholtið. „Þá fengum við aftur skelfilegt veður og það varð lítið úr þessu. Nú er hins vegar góð spá og við vonumst eftir góðri mætingu. Þetta er hentugur tími því Hjólað í vinnuna var að hefjast og margir að koma sér af stað. Á Hlemmi er síðan þessi fíni hjólastandur þar sem þú getur pumpað í dekkin og dyttað aðeins að hjólinu áður en lagt er af stað,“ segir Sesselja. Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá listasafninu, verður með í för og mun miðla af fróðleik sínum um listaverk borgarinnar. „Þetta er líka ein leið til að fatta hvað það er sumt sem hentar sérlega vel að gera á hjóli. Það er ekki hægt að gera þetta á bíl og tæki rosalega langan tíma gangandi.“ Hjólafærni er fræðasetur um samgönguhjólreiðar og en hugmyndin var fyrst kynnt á Íslandi árið 2007. „Við erum með mörg verkefni í gangi sem snúa að því að stuðla að og hvetja til aukinna samgönguhjólreiða. Við gefum líka út íslenska hjólreiðakortið og erum með vefsíðu tileinkaða almenningssamgöngum,“ segir Sesselja. Þegar blaðamaður ræddi við Sesselju var hún í óðaönn að standsetja vinnustofu þar sem hælisleitendum er boðið að koma og gera upp hjólin sín. Þar að auki stendur Hjólafærni fyrir verkefninu Hjólað óháð aldri þar sem komið er með farþegahjól fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum. „Svo vinnum við með hjólavottun vinnustaða en það er í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að gera betur og hvetja fólk til þess að velja annað en einkabílinn til að ferðast.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Þetta verður þá fyrsta kvöldið í sumar. Við leggjum af stað frá Hlemmi klukkan 18 og hjólum að Höfða og förum þaðan niður að sjó. Svo tökum við strandlengjuna að höfninni og alveg út á Granda og endum út við Þúfu,“ segir Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni og einn skipuleggjendanna. Sesselja segir að þetta sé verkefni sem hafi verið að þroskast en Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, hefur leitt hjólaferðir á veturna á laugardögum í mörg ár. „Við vildum fá aðeins meira líf í þetta og fórum að leita að samstarfsaðilum. Okkur datt í hug að gera eitthvað á fullveldisafmælinu 1. desember,“ segir Sesselja. Hugmynd hafi kviknað um að skoða listaverkin í borginni og í kjölfarið var haft samband við Listasafn Reykjavíkur sem tók vel í hugmyndina. „Við hjóluðum um bæinn í nístingskulda með risastóran hóp, á okkar mælikvarða, og skoðuðum helstu þjóðfrelsishetjurnar.“ Önnur ferð var svo skipulögð á Barnamenningarhátíð í vetur þegar til stóð að hjóla um Breiðholtið. „Þá fengum við aftur skelfilegt veður og það varð lítið úr þessu. Nú er hins vegar góð spá og við vonumst eftir góðri mætingu. Þetta er hentugur tími því Hjólað í vinnuna var að hefjast og margir að koma sér af stað. Á Hlemmi er síðan þessi fíni hjólastandur þar sem þú getur pumpað í dekkin og dyttað aðeins að hjólinu áður en lagt er af stað,“ segir Sesselja. Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá listasafninu, verður með í för og mun miðla af fróðleik sínum um listaverk borgarinnar. „Þetta er líka ein leið til að fatta hvað það er sumt sem hentar sérlega vel að gera á hjóli. Það er ekki hægt að gera þetta á bíl og tæki rosalega langan tíma gangandi.“ Hjólafærni er fræðasetur um samgönguhjólreiðar og en hugmyndin var fyrst kynnt á Íslandi árið 2007. „Við erum með mörg verkefni í gangi sem snúa að því að stuðla að og hvetja til aukinna samgönguhjólreiða. Við gefum líka út íslenska hjólreiðakortið og erum með vefsíðu tileinkaða almenningssamgöngum,“ segir Sesselja. Þegar blaðamaður ræddi við Sesselju var hún í óðaönn að standsetja vinnustofu þar sem hælisleitendum er boðið að koma og gera upp hjólin sín. Þar að auki stendur Hjólafærni fyrir verkefninu Hjólað óháð aldri þar sem komið er með farþegahjól fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum. „Svo vinnum við með hjólavottun vinnustaða en það er í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að gera betur og hvetja fólk til þess að velja annað en einkabílinn til að ferðast.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira