Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2019 22:11 Hljómsveitin Hatari er framlag Íslands í Eurovision í ár. Eurovision Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda deilum. Í úttekt BBC er fjallað um þá umræðu sem hefur átt sér stað vegna þess að keppnin er haldin í Ísrael í ár. Hafa margir kallað eftir því að keppnin verði sniðgengin vegna framkomu yfirvalda Ísraels í garð Palestínumanna. Reglur Eurovision banna þátttakendum að vera með pólitískan áróður í tengslum við keppnina en Hatara-menn segja í samtali við BBC að þeir hafi ákveðið að taka þátt til að beina athyglinni að þeirri pólitísku stöðu sem ríkir um Ísrael. „Eurovison-söngvakeppnin var stofnuð með frið og sameiningu að leiðarljósi. Okkur finnst það fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar af söngvurum Hatara, við BBC. Hatara-menn segja við BBC að þeir muni virða reglur Eurovision með því að vera ekki með neinar pólitískar yfirlýsingar á meðan þeir taka þátt. Í grein BBC er fjallað um að Eurovision sé stærsti tónleikaviðburður heims í beinni útsendingu og njóti mikilla vinsælda hjá unga fólkinu en flestir sem taka þátt í keppninni í ár eru á þrítugsaldri. BBC bendir á að deilur Ísraels- og Palestínumanna séu ekki þær einu sem hafa ratað inn í keppnina. Úkraínski tónlistarmaðurinn Maruv hætti við þátttöku eftir að hafa verið beðin um sverja hollustu við Úkraínu í deilu vegna yfirráða Rússa á Krímskaganum. Úkraínska ríkissjónvarpið bað hana um að hætta við að syngja á tónleikum í Rússlandi ef hún ætlaði að taka þátt í keppninni. Hún ákvað því að hætta við að taka þátt. Einn af Eurovision-sérfræðingum BBC, Jayde Adams, segir Eurovision ekki bara söngvakeppni. „Hún er meira það. Þetta snýst um heiminn og hvar fólk passar inn í hann.“ Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda deilum. Í úttekt BBC er fjallað um þá umræðu sem hefur átt sér stað vegna þess að keppnin er haldin í Ísrael í ár. Hafa margir kallað eftir því að keppnin verði sniðgengin vegna framkomu yfirvalda Ísraels í garð Palestínumanna. Reglur Eurovision banna þátttakendum að vera með pólitískan áróður í tengslum við keppnina en Hatara-menn segja í samtali við BBC að þeir hafi ákveðið að taka þátt til að beina athyglinni að þeirri pólitísku stöðu sem ríkir um Ísrael. „Eurovison-söngvakeppnin var stofnuð með frið og sameiningu að leiðarljósi. Okkur finnst það fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar af söngvurum Hatara, við BBC. Hatara-menn segja við BBC að þeir muni virða reglur Eurovision með því að vera ekki með neinar pólitískar yfirlýsingar á meðan þeir taka þátt. Í grein BBC er fjallað um að Eurovision sé stærsti tónleikaviðburður heims í beinni útsendingu og njóti mikilla vinsælda hjá unga fólkinu en flestir sem taka þátt í keppninni í ár eru á þrítugsaldri. BBC bendir á að deilur Ísraels- og Palestínumanna séu ekki þær einu sem hafa ratað inn í keppnina. Úkraínski tónlistarmaðurinn Maruv hætti við þátttöku eftir að hafa verið beðin um sverja hollustu við Úkraínu í deilu vegna yfirráða Rússa á Krímskaganum. Úkraínska ríkissjónvarpið bað hana um að hætta við að syngja á tónleikum í Rússlandi ef hún ætlaði að taka þátt í keppninni. Hún ákvað því að hætta við að taka þátt. Einn af Eurovision-sérfræðingum BBC, Jayde Adams, segir Eurovision ekki bara söngvakeppni. „Hún er meira það. Þetta snýst um heiminn og hvar fólk passar inn í hann.“
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40