Ruslamál í Öræfunum ófullnægjandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2019 14:00 Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hótelstjóri í Skaftafelli segir að ruslamál í Öræfunum séu ófullnægjandi. Engin grenndarstöð sé á svæðinu þrátt fyrir yfir 500 gistirými og fjölda ferðaþjónustuaðila. Reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu sem skilji öræfin út undan í aðgerðum sínum í umhverfismálum. Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni í gær. Hún segir að ruslamál í öræfunum séu ekki í lagi. „Þrátt fyrir alla starfsemina sem er hér í gangi er ekki grenndarstöð,“ segir Margrét Gauja og bætir við að í Öræfunum séu til að mynda yfir 500 gistirými, 3 stór, leik- og grunnskóli, flugvöllur, afþreyingaferðaþjónustuaðilar, bensínstöð, veitingarsala sem eðlilega fylgi mikill úrgangur og því mjög óeðlilegt að ekki sé grenndarstöð á svæðinu. Annars staðar í sveitarfélaginu Hornafirði séu hins vegar grenndarstöðvar. „Í Lóninu, Nesjum, Mýrum og Suðursveit er hægt að finna grenndarstöð en ekki í Öræfunum sem er óskiljanlegt. Við þurfum að fara annað hvort í í Suðursveit með rusl og með annan úrgang þurfum við að keyra í einn og hálfan tíma, með sértækan úrgang eins og rafgeyma og annað slíkt, á Hornafjörð,“ segir Margrét Gauja.Lítill áhugi Margrét Gauja segir að reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu en lítill áhugi og stuðningur virðist vera til staðar, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir sveitarfélagsins í umhverfismálum. Öræfin séu í raun skilin út undan. „Það er ekki til betri kennslustofa í heiminum um áhrif hlýnunar jarðar heldur en öræfin á Íslandi. Hér erum með með jöklana fyrir framan okkur. Við höfum mikinn metnað og áhuga á að vera fyrirmyndarsamfélag en við fáum engan stuðning eða áhuga. Engu að síður er alls konar í gangi í þessum málum hjá sveitarfélaginu en það er eins og við í Öræfunum séum bara ekki með sem er miður,“ segir Margrét Gauja. Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Hótelstjóri í Skaftafelli segir að ruslamál í Öræfunum séu ófullnægjandi. Engin grenndarstöð sé á svæðinu þrátt fyrir yfir 500 gistirými og fjölda ferðaþjónustuaðila. Reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu sem skilji öræfin út undan í aðgerðum sínum í umhverfismálum. Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni í gær. Hún segir að ruslamál í öræfunum séu ekki í lagi. „Þrátt fyrir alla starfsemina sem er hér í gangi er ekki grenndarstöð,“ segir Margrét Gauja og bætir við að í Öræfunum séu til að mynda yfir 500 gistirými, 3 stór, leik- og grunnskóli, flugvöllur, afþreyingaferðaþjónustuaðilar, bensínstöð, veitingarsala sem eðlilega fylgi mikill úrgangur og því mjög óeðlilegt að ekki sé grenndarstöð á svæðinu. Annars staðar í sveitarfélaginu Hornafirði séu hins vegar grenndarstöðvar. „Í Lóninu, Nesjum, Mýrum og Suðursveit er hægt að finna grenndarstöð en ekki í Öræfunum sem er óskiljanlegt. Við þurfum að fara annað hvort í í Suðursveit með rusl og með annan úrgang þurfum við að keyra í einn og hálfan tíma, með sértækan úrgang eins og rafgeyma og annað slíkt, á Hornafjörð,“ segir Margrét Gauja.Lítill áhugi Margrét Gauja segir að reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu en lítill áhugi og stuðningur virðist vera til staðar, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir sveitarfélagsins í umhverfismálum. Öræfin séu í raun skilin út undan. „Það er ekki til betri kennslustofa í heiminum um áhrif hlýnunar jarðar heldur en öræfin á Íslandi. Hér erum með með jöklana fyrir framan okkur. Við höfum mikinn metnað og áhuga á að vera fyrirmyndarsamfélag en við fáum engan stuðning eða áhuga. Engu að síður er alls konar í gangi í þessum málum hjá sveitarfélaginu en það er eins og við í Öræfunum séum bara ekki með sem er miður,“ segir Margrét Gauja.
Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira