EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. maí 2019 07:30 Í yfirlýsingu segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum. Fréttablaðið/Ernir „Ákvæði þriðja orkupakka ESB hafa á engan hátt áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna í EES yfir orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu,“ segir í yfirlýsingu Íslands, Noregs og Liechtenstein sem var sett fram í bókun á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag. Í yfirlýsingunni er áréttað að ákvarðanir um tengingu raforkukerfa EFTA-ríkjanna við innri raforkumarkað ESB séu alfarið á forræði EFTA-ríkjanna sjálfra. Er yfirlýsingin í samræmi við yfirlýsingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB frá því í mars síðastliðnum. Bjarni Már Magnússon, dósent og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR, segir að yfirlýsing EFTA-ríkjanna skapi engin ný sjálfstæð réttindi eða skyldur fyrir Ísland. „Aftur á móti er vert að benda á að í þjóðarétti er skýrt að aðilar að milliríkjasamningi geta komið sér saman um hvernig beri að skýra ákvæði samnings, einhvern þátt sem tengist samningi eða hvernig beri að framkvæma hann.“ Það séu engar skráðar reglur í þjóðarétti fyrir því hvernig eigi að ná slíku samkomulagi. Lykilatriði sé að sýna fram á vilja samningsaðila sem hafi, líkt og við almenna samningsgerð, mikið að segja í þjóðarétti. „Ég tel að með góðum rökum megi halda fram að yfirlýsing EFTA-ríkjanna annars vegar og yfirlýsing utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB hins vegar feli í sér slíkt samkomulag sem taka eigi tillit til við lögskýringu samkvæmt þjóðarétti. Svo eru þetta mikilvægar pólitískar yfirlýsingar.“ Yfirlýsing EFTA-ríkjanna tekur einnig á sérstöðu Íslands þar sem landið sé ekki tengt raforkukerfi ESB. Segir að af þeim sökum hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans engin raunveruleg áhrif hér á landi svo lengi sem sæstrengur hafi ekki verið lagður. Kæmi til lagningar sæstrengs og tengingar við raforkumarkað ESB yrði leyst úr ágreiningsmálum á vettvangi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en ekki ACER, samstarfsstofnunar eftirlitsaðila. Á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar var lesin upp yfirlýsing fulltrúa ESB þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að þriðji orkupakkinn yrði samþykktur á öllu EES-svæðinu. Slíkt væri forsenda hnökralausra orkuviðskipta milli ESB-ríkja og EFTA-ríkja í EES sem væru þegar tengd sameiginlegum orkumarkaði.Hvað er EFTA? EES? Sameiginlega EES-nefndin?EFTA Fríverslunarsamtök Evrópu voru stofnuð 1960 en Ísland gerðist aðili að þeim tíu árum síðar. Í dag eru aðeins fjögur ríki í EFTA, auk Íslands eru það Noregur, Liechtenstein og Sviss. Það síðastnefnda er hið eina sem ekki er aðili að EES.EES Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var komið á fót árið 1992 með samkomulagi Evrópusambandsins og EFTA. Þannig fengu EFTA-ríkin aðild að innri markaði ESB.Sameiginlega EES-nefndin Nefndin er helsti samstarfsvettvangur ESB annars vegar og EES-ríkjanna hins vegar. Þar eru teknar ákvarðanir um hvaða ESB-gerðir skuli teknar upp í EES-samninginn og innleiddar á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ákvæði þriðja orkupakka ESB hafa á engan hátt áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna í EES yfir orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu,“ segir í yfirlýsingu Íslands, Noregs og Liechtenstein sem var sett fram í bókun á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag. Í yfirlýsingunni er áréttað að ákvarðanir um tengingu raforkukerfa EFTA-ríkjanna við innri raforkumarkað ESB séu alfarið á forræði EFTA-ríkjanna sjálfra. Er yfirlýsingin í samræmi við yfirlýsingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB frá því í mars síðastliðnum. Bjarni Már Magnússon, dósent og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR, segir að yfirlýsing EFTA-ríkjanna skapi engin ný sjálfstæð réttindi eða skyldur fyrir Ísland. „Aftur á móti er vert að benda á að í þjóðarétti er skýrt að aðilar að milliríkjasamningi geta komið sér saman um hvernig beri að skýra ákvæði samnings, einhvern þátt sem tengist samningi eða hvernig beri að framkvæma hann.“ Það séu engar skráðar reglur í þjóðarétti fyrir því hvernig eigi að ná slíku samkomulagi. Lykilatriði sé að sýna fram á vilja samningsaðila sem hafi, líkt og við almenna samningsgerð, mikið að segja í þjóðarétti. „Ég tel að með góðum rökum megi halda fram að yfirlýsing EFTA-ríkjanna annars vegar og yfirlýsing utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB hins vegar feli í sér slíkt samkomulag sem taka eigi tillit til við lögskýringu samkvæmt þjóðarétti. Svo eru þetta mikilvægar pólitískar yfirlýsingar.“ Yfirlýsing EFTA-ríkjanna tekur einnig á sérstöðu Íslands þar sem landið sé ekki tengt raforkukerfi ESB. Segir að af þeim sökum hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans engin raunveruleg áhrif hér á landi svo lengi sem sæstrengur hafi ekki verið lagður. Kæmi til lagningar sæstrengs og tengingar við raforkumarkað ESB yrði leyst úr ágreiningsmálum á vettvangi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en ekki ACER, samstarfsstofnunar eftirlitsaðila. Á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar var lesin upp yfirlýsing fulltrúa ESB þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að þriðji orkupakkinn yrði samþykktur á öllu EES-svæðinu. Slíkt væri forsenda hnökralausra orkuviðskipta milli ESB-ríkja og EFTA-ríkja í EES sem væru þegar tengd sameiginlegum orkumarkaði.Hvað er EFTA? EES? Sameiginlega EES-nefndin?EFTA Fríverslunarsamtök Evrópu voru stofnuð 1960 en Ísland gerðist aðili að þeim tíu árum síðar. Í dag eru aðeins fjögur ríki í EFTA, auk Íslands eru það Noregur, Liechtenstein og Sviss. Það síðastnefnda er hið eina sem ekki er aðili að EES.EES Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var komið á fót árið 1992 með samkomulagi Evrópusambandsins og EFTA. Þannig fengu EFTA-ríkin aðild að innri markaði ESB.Sameiginlega EES-nefndin Nefndin er helsti samstarfsvettvangur ESB annars vegar og EES-ríkjanna hins vegar. Þar eru teknar ákvarðanir um hvaða ESB-gerðir skuli teknar upp í EES-samninginn og innleiddar á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira