Innlent

Vinsældir hjólreiða gera kröfu um breytta hegðun í umferðinni

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Hákon Hrafn Sigurðsson, reyndur hjólreiðarmaður segir að hjólreiðarmenningin á Íslandi sé komin styttra en víðast hvar erlendis. Tillitssemi í garð allra vegfarenda leiki þar stórt hlutverk.

Vinsældir hjólreiða hafa aukist gríðarlega undanfarin ár. Um helmingur þeirra sem lenda í alvarlegum slysum í umferðinni í Reykjavík eru gangandi eða hjólandi vegfarendur að því er kom fram á fundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gær.

„Hjólreiðafólk getur valdið gangandi vegfarendum miklum skaða því við erum á mikilli ferð og hjólreiðafólk er algjörlega óvarið í umferðinni og þarf að fá vernd frá ökumönnum,“ segir Hákon.

Hákon bendir á að öll hjól séu leyfileg á göngustígum þrátt fyrir að keppnishjólreiðar eigi ekki heima á stígunum.

„Við þurfum samt sem áður að komast í gegnum umferðina og þá erum við bara að biðja um þessa tillitssemi frá ökumönnum. Að sjálfsögðu er það líka krafa að hjólreiðafólk sýni ökumönnum tillitssemi,“ segir Hákon sem bætir við að breyta þurfi menningunni hérlendis. Ísland sé á eftir í þróuninni sem hefur átt sér stað í borgum á borð við Amsterdam og Kaupmannahöfn.

„Við erum að brýna fyrir fólki að byrja á því að sýna tillitssemi. Þetta er ekki keppni um plássið og þetta er ekki keppni um hver fer hraðast,“ segir Hákon.


Tengdar fréttir

Til skoðunar að lækka hámarkshraða á Snorrabraut, Langholtsvegi og víðar

Meirihluti þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðarslysum í borginni eru hjólandi og gangandi vegfarendur. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera til skoðunar að lækka hámarkshraða víða í borginni. Þannig megi draga úr líkum á því að þeir sem verði fyrir bílum hljóti alvarleg meiðsl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×