Þakkar íslenskum stjórnvöldum fyrir stuðning vegna Brexit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. maí 2019 17:45 Liam Fox alþjóðaviðskiptamálaráðherra Bretlands er staddur í vinnuferð á Íslandi þar sem hann kynnir sér íslensk fyrirtæki og ræðir aukin viðskiptatengsl landanna tveggja við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra. Hann hefur einnig komið á framfæri þakklæti sínu við íslensk stjórnvöld sem hann segir hafa stutt við Bretland á meðan Brexit ferlinu hafi staðið. „Þetta er ein af þeim ríkisstjórnum sem hafa sýnt hvað mestan stuðning og hefur auðvitað komist að gagnkvæmu samkomulagi ef við göngum úr Evrópusambandinu án samnings,“ segir Fox og vísar þar til samkomulags sem undirritað var fyrr á árinu um verslun á milli ríkjanna ef Bretland gengur út án samnings. Hann segir Ísland og Bretland hafa gagnkvæman hag af viðskiptum eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Íslendingar hafi til dæmis fjárfest í breskum sjávarútvegi og Bretar líti til innviðauppbyggingar hér. „Það eru mörg tækifæri til innviðauppbyggingar á Íslandi. Til dæmis með fjölgun ferðamanna hér þarf að framkvæma við flugvöllinn. Það er eitthvað sem við Bretar hafa mikla reynslu af.“ Áður en Bretland og Ísland semji um framtíðarviðskipti þurfi hinsvegar að koma í ljós hvernig framtíðarsambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Nú á Íhaldsflokkurinn í viðræðum við verkamannaflokkinn um leiðir til að ljúka Brexit. Ein af lykiltillögum Verkamannaflokksins er tollabandalag með Evrópusambandinu. Fox segist alltaf tilbúinn að ræða við Verkamannaflokkinn en telur tillögur hans ekki uppfylla þau skilyrði sem eiga að felast í Brexit. „Ég er persónulega mjög andvígur tollabandalagi því það myndi hamla Bretlandi í að hafa sjálfstæða viðskiptastefnu,“ segir hann. Þá er hann ekki bjartsýnn á að viðræður nái að klárast fyrir Evrópuþingskosningar í lok mánaðar. Hann segir það skapa afar undarlega stöðu í Bretlandi. „Breskir kjósendur munu eiga erfitt með það ef við biðjum þá um að kjósa fulltrúa í stofnun sem þeir hafa þegar kosið að yfirgefa.“ Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15 Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32 Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45 Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Liam Fox alþjóðaviðskiptamálaráðherra Bretlands er staddur í vinnuferð á Íslandi þar sem hann kynnir sér íslensk fyrirtæki og ræðir aukin viðskiptatengsl landanna tveggja við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra. Hann hefur einnig komið á framfæri þakklæti sínu við íslensk stjórnvöld sem hann segir hafa stutt við Bretland á meðan Brexit ferlinu hafi staðið. „Þetta er ein af þeim ríkisstjórnum sem hafa sýnt hvað mestan stuðning og hefur auðvitað komist að gagnkvæmu samkomulagi ef við göngum úr Evrópusambandinu án samnings,“ segir Fox og vísar þar til samkomulags sem undirritað var fyrr á árinu um verslun á milli ríkjanna ef Bretland gengur út án samnings. Hann segir Ísland og Bretland hafa gagnkvæman hag af viðskiptum eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Íslendingar hafi til dæmis fjárfest í breskum sjávarútvegi og Bretar líti til innviðauppbyggingar hér. „Það eru mörg tækifæri til innviðauppbyggingar á Íslandi. Til dæmis með fjölgun ferðamanna hér þarf að framkvæma við flugvöllinn. Það er eitthvað sem við Bretar hafa mikla reynslu af.“ Áður en Bretland og Ísland semji um framtíðarviðskipti þurfi hinsvegar að koma í ljós hvernig framtíðarsambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Nú á Íhaldsflokkurinn í viðræðum við verkamannaflokkinn um leiðir til að ljúka Brexit. Ein af lykiltillögum Verkamannaflokksins er tollabandalag með Evrópusambandinu. Fox segist alltaf tilbúinn að ræða við Verkamannaflokkinn en telur tillögur hans ekki uppfylla þau skilyrði sem eiga að felast í Brexit. „Ég er persónulega mjög andvígur tollabandalagi því það myndi hamla Bretlandi í að hafa sjálfstæða viðskiptastefnu,“ segir hann. Þá er hann ekki bjartsýnn á að viðræður nái að klárast fyrir Evrópuþingskosningar í lok mánaðar. Hann segir það skapa afar undarlega stöðu í Bretlandi. „Breskir kjósendur munu eiga erfitt með það ef við biðjum þá um að kjósa fulltrúa í stofnun sem þeir hafa þegar kosið að yfirgefa.“
Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15 Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32 Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45 Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15
Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32
Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45
Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47