Refsing milduð yfir manni sem braut gegn ungum undirmanni Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2019 16:50 Landsréttur. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni sem dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að áreita undirmann sinn kynferðislega þegar hún var átján ára gömul. Landsréttur ákvað að skilorðsbinda ætti refsingu mannsins. Atvik sem lýst er í ákærunni átti sér stað í maí árið 2016 en konan sem brotið var á hafði ráðið sig til starfa á gistiheimili mannsins þar sem hún fékk einnig herbergi úthlutað til að gista í. Var manninum gefið að sök að hafa ítrekað boðið henni áfengi, talað við hana á kynferðislegum nótum, meðal annars að hann væri með standpínu, sagt ítrekað að hann ætlaði að nudda hana sem hún neitaði uns hún lét loks undan. Nuddaði maðurinn þá á henni bert bakið að því er fram kemur í ákæru á meðan hún lá á bakinu. Mun maðurinn þá hafa dregið buxur hennar niður en togað þær aftur upp, afklætt sig og lagst nakinn upp í til hennar, tekið í hönd hennar og reynt að setja hana á getnaðarlim hans en hún kippti hendinni að sér. Háttsemin olli konunni ótta, hún hringdi eftir aðstoð og forðaðist manninn uns lögregla sótti hana. Í dómi Landsréttar kemur fram að 24 ára aldursmunur sé á manninum og konunni en Landsréttur mat það svo að aldursmunurinn og að hún hafi verið undirmaður hans hafi fært stoð undir frásögn hennar um að hún hafi látið undan þrábeiðni mannsins um að fá að nudda á henni bakið. Þá taldi Landsréttur að manninum hefði átt að vera það ljóst að sú háttsemi að berhátta sig fyrir aftan brotaþola og leggjast svo nakinn upp í rúm til hennar hafi verið í hennar óþökk og til þess fallinn að valda henni ótta. Var maðurinn fundinn sekur um kynferðislega áreitni en ákæruatriðinu þar sem honum er gefið að sök að hafa boðið henni áfengi vísað frá dómi. Konan fór fram á 1,5 milljónir króna í miskabætur frá manninum men Landsréttur ákvað að miskabæturnar skyldu vera 350 þúsund krónur. Dómsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni sem dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að áreita undirmann sinn kynferðislega þegar hún var átján ára gömul. Landsréttur ákvað að skilorðsbinda ætti refsingu mannsins. Atvik sem lýst er í ákærunni átti sér stað í maí árið 2016 en konan sem brotið var á hafði ráðið sig til starfa á gistiheimili mannsins þar sem hún fékk einnig herbergi úthlutað til að gista í. Var manninum gefið að sök að hafa ítrekað boðið henni áfengi, talað við hana á kynferðislegum nótum, meðal annars að hann væri með standpínu, sagt ítrekað að hann ætlaði að nudda hana sem hún neitaði uns hún lét loks undan. Nuddaði maðurinn þá á henni bert bakið að því er fram kemur í ákæru á meðan hún lá á bakinu. Mun maðurinn þá hafa dregið buxur hennar niður en togað þær aftur upp, afklætt sig og lagst nakinn upp í til hennar, tekið í hönd hennar og reynt að setja hana á getnaðarlim hans en hún kippti hendinni að sér. Háttsemin olli konunni ótta, hún hringdi eftir aðstoð og forðaðist manninn uns lögregla sótti hana. Í dómi Landsréttar kemur fram að 24 ára aldursmunur sé á manninum og konunni en Landsréttur mat það svo að aldursmunurinn og að hún hafi verið undirmaður hans hafi fært stoð undir frásögn hennar um að hún hafi látið undan þrábeiðni mannsins um að fá að nudda á henni bakið. Þá taldi Landsréttur að manninum hefði átt að vera það ljóst að sú háttsemi að berhátta sig fyrir aftan brotaþola og leggjast svo nakinn upp í rúm til hennar hafi verið í hennar óþökk og til þess fallinn að valda henni ótta. Var maðurinn fundinn sekur um kynferðislega áreitni en ákæruatriðinu þar sem honum er gefið að sök að hafa boðið henni áfengi vísað frá dómi. Konan fór fram á 1,5 milljónir króna í miskabætur frá manninum men Landsréttur ákvað að miskabæturnar skyldu vera 350 þúsund krónur.
Dómsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira