Vill koma í veg fyrir að auðlindirnar heyri undir boðvald í Brussel Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 21:12 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Þar sagði Inga að lítið ekkert hefði gerst í baráttunni gegn fátækt hér á landi og öll mál Flokks fólksins hefðu verið svæfð í nefndum. Hún sagði að nú hellist inn um bréfalúgur bótaþega bréf frá Tryggingastofnun sem boða skerðingar á bótum því skjólstæðingar stofnunarinnar hefðu fengið of mikið. Inga kallaði eftir því að látið yrði af skerðingu á launatekjur aldraðra. Hún spurði hvernig væri hægt að rökstyðja þá ákvörðun að koma ekki til móts við þennan litla þjóðfélagshóp með því að gefa honum kost á því að halda áfram að vinna án skerðingar á ellilífeyrisbótum. Hún sagðist ekki átta sig á því hvernig þingmenn gætu komið í ræðustól ár eftir ár og hrósað sér fyrir vel unnin störf og hversu mikið góðæri ríki hér á landi fyrir framan þúsundir áhorfenda sem spyrja sig hvers vegna þeir hafa ekki fengið að taka þátt í þessu góðæri og þurfa að þola að lepja dauðann úr skel. Inga spurði hvar lífskjarasamningarnir væru fyrir þá sem eru í almannatryggingakerfinu og hvers vegna ekki megi koma til móts við fátækasta fólkið í landinu. Öll þau vandamál sem tengdust fátækt á Íslandi í dag væru mannanna verk, ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi gætu Íslendingar tekið höndum saman og gjörbreytt þessu landslagi. Að lokum nefndi hún þá vinnu að koma auðlindaákvæði í stjórnarskrána og sagðist furða sig á því hvers vegna sú umræða sé ekki söltuð þar til auðlindaákvæðið er komið í stjórnarskrána. „Ég bara skora á ykkur að útrýma saman þjóðarskömminni fátækt og halda utan um auðlindir okkar og koma í veg fyrir að þær fari undir boðvald í Brussel.“ Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Þar sagði Inga að lítið ekkert hefði gerst í baráttunni gegn fátækt hér á landi og öll mál Flokks fólksins hefðu verið svæfð í nefndum. Hún sagði að nú hellist inn um bréfalúgur bótaþega bréf frá Tryggingastofnun sem boða skerðingar á bótum því skjólstæðingar stofnunarinnar hefðu fengið of mikið. Inga kallaði eftir því að látið yrði af skerðingu á launatekjur aldraðra. Hún spurði hvernig væri hægt að rökstyðja þá ákvörðun að koma ekki til móts við þennan litla þjóðfélagshóp með því að gefa honum kost á því að halda áfram að vinna án skerðingar á ellilífeyrisbótum. Hún sagðist ekki átta sig á því hvernig þingmenn gætu komið í ræðustól ár eftir ár og hrósað sér fyrir vel unnin störf og hversu mikið góðæri ríki hér á landi fyrir framan þúsundir áhorfenda sem spyrja sig hvers vegna þeir hafa ekki fengið að taka þátt í þessu góðæri og þurfa að þola að lepja dauðann úr skel. Inga spurði hvar lífskjarasamningarnir væru fyrir þá sem eru í almannatryggingakerfinu og hvers vegna ekki megi koma til móts við fátækasta fólkið í landinu. Öll þau vandamál sem tengdust fátækt á Íslandi í dag væru mannanna verk, ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi gætu Íslendingar tekið höndum saman og gjörbreytt þessu landslagi. Að lokum nefndi hún þá vinnu að koma auðlindaákvæði í stjórnarskrána og sagðist furða sig á því hvers vegna sú umræða sé ekki söltuð þar til auðlindaákvæðið er komið í stjórnarskrána. „Ég bara skora á ykkur að útrýma saman þjóðarskömminni fátækt og halda utan um auðlindir okkar og koma í veg fyrir að þær fari undir boðvald í Brussel.“
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira