Vísir mun sýna beint frá afmælishátíð landssamtakanna, sem fram fer í Hörpu, og má nálgast útsendinguna hér að neðan. Dagskráin hefst klukkan 16:30.
Fyrst á dagskrá er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem flytur ávarpi í tilefni dagsins. Næst á mælendaskrá er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, og að tölu hennar lokinni verður sýnd heimildamyndin Lífeyrissjóðaöldin 1919-2019 þar sem stiklað er á stóru í lífeyrissjóðasögunni á 35 mínútum.
Hátíðarsamkoman í Norðurljósasal Hörpu hefst sem fyrr segir klukkan 16:30 og má sjá hér að neðan.