Innlent

Ók á 149 kílómetra hraða

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hátt í þrjátíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Hátt í þrjátíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/johann K
Mikið hefur verið um hraðakstur á Suðurnesjum því Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært hátt í þrjátíu ökumenn fyrir of hraðan akstur.

Sá sem hraðast ók mældist á 149 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Ökumaðurinn var erlendur ferðamaður.

Auk hinna þrjátíu ökumanna sem voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur voru hátt í tuttugu ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.

Þá stöðvaði Lögreglan á Suðurnesjum fimm ökumenn til viðbótar fyrir að aka um á nagladekkjum. Skráningarnúmer voru fjarlægð af sjö bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×