Fyllibyttur og sóðar stöðva næturopnun Sveinn Arnarsson skrifar 28. maí 2019 06:00 Börn að leik í heitu pottunum í Sandvíkurfjöru. Heitu pottunum í Sandvíkurfjöru við Hauganes verður hér eftir lokað á kvöldin þar sem umgengni hefur ekki verið upp á marga fiska auk þess sem fólk hefur trassað að greiða aðgangseyri í pottana. „Í sjálfu sér er þetta einfalt. Ég vil bara ekki sjá fyllibyttur og sóða koma í pottana,“ segir Elvar Reykjalín, eigandi og rekstraraðili heitu pottanna. Elvar hefur byggt upp aðstöðuna síðustu misserin og hafa pottarnir verið afar vel sóttir upp á síðkastið. Póstkassi er á svæðinu þar sem fólk getur greitt aðgangseyrinn og höfðar Elvar þar til samvisku gesta. „Ég hef haft það þannig að þetta sé opið allan sólarhringinn og fólk geti þannig mætt hvenær sem það vill til að fara í heitu pottana. Það hefur hins vegar gerst upp á síðkastið að bæði hefur umgengnin eftir helgarnar verið afar slæm og fólk hefur ekki haft það í sér að greiða aðgangseyri í pottana,“ segir Elvar en bæði hafa verið unnið skemmdir á munum og þá hefur umgengnin ekki verið upp á marga fiska. „Einnig hefur þetta skapað ónæði fyrir íbúa á Hauganesi sem verður ekki liðið. Hér þurfa gestir vitanlega að taka tillit til heimamanna og því verð ég að hafa lokað á kvöldin hér eftir, sem er miður.“ Elvar segist hafa eytt í þetta nokkrum milljónum króna. Pottarnir séu öllum opnir og hafði hann vonast eftir því að fólk væri samviskusamt og þeir sem vilji nýta sér aðstöðuna greiði fimm hundruð krónur. „Þessi uppbygging hefur tekið tíma og fjármagn. Auðvitað vonar maður að fólk sé samviskusamt en ég get alveg sagt þér að nokkur misbrestur er á því að fólk greiði þetta sanngjarna verð. Mér finnst þetta ekki miklir fjármunir ef satt skal segja,“ segir hann. Elvar segist þó ekki af baki dottinn og hugsa enn um frekari uppbyggingu á svæðinu en Sandvíkurfjara er stærsta sandfjaran í Eyjafirði. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Heitu pottunum í Sandvíkurfjöru við Hauganes verður hér eftir lokað á kvöldin þar sem umgengni hefur ekki verið upp á marga fiska auk þess sem fólk hefur trassað að greiða aðgangseyri í pottana. „Í sjálfu sér er þetta einfalt. Ég vil bara ekki sjá fyllibyttur og sóða koma í pottana,“ segir Elvar Reykjalín, eigandi og rekstraraðili heitu pottanna. Elvar hefur byggt upp aðstöðuna síðustu misserin og hafa pottarnir verið afar vel sóttir upp á síðkastið. Póstkassi er á svæðinu þar sem fólk getur greitt aðgangseyrinn og höfðar Elvar þar til samvisku gesta. „Ég hef haft það þannig að þetta sé opið allan sólarhringinn og fólk geti þannig mætt hvenær sem það vill til að fara í heitu pottana. Það hefur hins vegar gerst upp á síðkastið að bæði hefur umgengnin eftir helgarnar verið afar slæm og fólk hefur ekki haft það í sér að greiða aðgangseyri í pottana,“ segir Elvar en bæði hafa verið unnið skemmdir á munum og þá hefur umgengnin ekki verið upp á marga fiska. „Einnig hefur þetta skapað ónæði fyrir íbúa á Hauganesi sem verður ekki liðið. Hér þurfa gestir vitanlega að taka tillit til heimamanna og því verð ég að hafa lokað á kvöldin hér eftir, sem er miður.“ Elvar segist hafa eytt í þetta nokkrum milljónum króna. Pottarnir séu öllum opnir og hafði hann vonast eftir því að fólk væri samviskusamt og þeir sem vilji nýta sér aðstöðuna greiði fimm hundruð krónur. „Þessi uppbygging hefur tekið tíma og fjármagn. Auðvitað vonar maður að fólk sé samviskusamt en ég get alveg sagt þér að nokkur misbrestur er á því að fólk greiði þetta sanngjarna verð. Mér finnst þetta ekki miklir fjármunir ef satt skal segja,“ segir hann. Elvar segist þó ekki af baki dottinn og hugsa enn um frekari uppbyggingu á svæðinu en Sandvíkurfjara er stærsta sandfjaran í Eyjafirði.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira