Óheilbrigt Haukur Örn Birgisson skrifar 28. maí 2019 08:45 Þetta er sami læknirinn og sama aðgerðin og ég fékk að vita hjá Sjúkratryggingum að aðgerðin kostaði það sama fyrir ríkið, hvar sem hún er gerð. Það eina sem er öðruvísi er að ég þarf að leggja talsvert á mig til að fara utan í aðgerðina.“ Í síðustu viku birtist þessi frásögn konu í blaðaviðtali. Mér fannst hún sjokkerandi. Konan hafði greinst með krabbamein í öðru brjóstinu og hefur tekið þá ákvörðun að láta lækni, sem starfar á einkarekinni læknastöð í Reykjavík, fjarlægja bæði brjóst sín. Samkvæmt frásögn konunnar fær hún lækniskostnaðinn endurgreiddan frá Sjúkratryggingum Íslands, en einungis ef aðgerðin fer fram í útlöndum! Slíkar aðgerðir eru sem sagt ekki greiddar með almannafé ef þær fara fram á einkarekinni læknastofu sem staðsett er á Íslandi. Einkarekna læknastofan verður að vera í útlöndum. Það er ekkert launungarmál að íslensk stjórnvöld eru ekki hrifin af einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Fyrir því eru margvísleg rök. Það eru einnig margs konar rök fyrir því að opna á aukið þjónustuframboð annarra en ríkisins þegar kemur að læknisþjónustu. Sitt sýnist hverjum og það ber að virða. En viðhorf stjórnvalda gagnvart íslenskum læknum, sem gera aðgerðir á einkastofum sínum, er hins vegar komið út fyrir skynsamleg mörk – og er auðvitað fyrst og fremst til þess fallið að bitna á sjúklingum. Það er einfaldlega galið að sjúklingur þurfi að ferðast til útlanda, með lækninn sinn í handfarangri, til þess að láta hann framkvæma sömu aðgerðina og hér heima, eingöngu til þess að kostnaðurinn fáist greiddur úr Sjúkratryggingum. Allt virðist gert til að komast hjá því að greiða íslensku fyrirtæki fyrir læknisþjónustu. Það hljóta allir að sjá að þetta er ekki heilbrigt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun
Þetta er sami læknirinn og sama aðgerðin og ég fékk að vita hjá Sjúkratryggingum að aðgerðin kostaði það sama fyrir ríkið, hvar sem hún er gerð. Það eina sem er öðruvísi er að ég þarf að leggja talsvert á mig til að fara utan í aðgerðina.“ Í síðustu viku birtist þessi frásögn konu í blaðaviðtali. Mér fannst hún sjokkerandi. Konan hafði greinst með krabbamein í öðru brjóstinu og hefur tekið þá ákvörðun að láta lækni, sem starfar á einkarekinni læknastöð í Reykjavík, fjarlægja bæði brjóst sín. Samkvæmt frásögn konunnar fær hún lækniskostnaðinn endurgreiddan frá Sjúkratryggingum Íslands, en einungis ef aðgerðin fer fram í útlöndum! Slíkar aðgerðir eru sem sagt ekki greiddar með almannafé ef þær fara fram á einkarekinni læknastofu sem staðsett er á Íslandi. Einkarekna læknastofan verður að vera í útlöndum. Það er ekkert launungarmál að íslensk stjórnvöld eru ekki hrifin af einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Fyrir því eru margvísleg rök. Það eru einnig margs konar rök fyrir því að opna á aukið þjónustuframboð annarra en ríkisins þegar kemur að læknisþjónustu. Sitt sýnist hverjum og það ber að virða. En viðhorf stjórnvalda gagnvart íslenskum læknum, sem gera aðgerðir á einkastofum sínum, er hins vegar komið út fyrir skynsamleg mörk – og er auðvitað fyrst og fremst til þess fallið að bitna á sjúklingum. Það er einfaldlega galið að sjúklingur þurfi að ferðast til útlanda, með lækninn sinn í handfarangri, til þess að láta hann framkvæma sömu aðgerðina og hér heima, eingöngu til þess að kostnaðurinn fáist greiddur úr Sjúkratryggingum. Allt virðist gert til að komast hjá því að greiða íslensku fyrirtæki fyrir læknisþjónustu. Það hljóta allir að sjá að þetta er ekki heilbrigt.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun