Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. maí 2019 23:45 Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. Það sé lítið sem ekkert sem lögreglan geti gert þar sem að auðkennaþjófnaður sé ekki refsiverður samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Fólk sé því berskjaldað þegar auðkenni þess er stolið. Öll Norðurlöndin, utan Danmerkur, hafa lögfest ákvæði um auðkennaþjófnað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét mál ungs manns, sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun, eftir að auðkennum hans var stolið á SnapChat falla niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Ungi maðurinn var alveg grunlaus um að auðkenni hans hafi verið notað og var grunaður um nauðgun í nokkra mánuði og beittur ofbeldi vegna málsins. Málið var látið niður falla þar sem engin ákvæði eru í hegningarlögum sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan. Varahéraðssaksóknari sagði í fréttum okkar á dögunum að það þyrfti að lögfest ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir það og segir lítið sem ekkert geta gert þegar auðkenni fólks er stolið. „Þetta er alltaf að aukast með frekari tækniþekkingu. Nánast allir Íslendingar eru komnir með nettengingu, við erum mjög framarlega í því þannig að þá mundum við alltaf sjá þessi brot aukast,“ segir Daði. Skilyrði milli netheima og raunheima séu alltaf að verða minni og nauðsynlegt að lögfesta ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Lögreglan hefur fengið fimm til sex mál inn á borð til sín í fyrra. „Við erum að fá upplýsingar um fleiri mál heldur en að eru kærð til okkar. Ég held að aðal ástæðan fyrir því að mál eru ekki kærð er að vegan þess að við höfum ekki skýra lagaheimild til að fara eftir,“ segir Daði. Öll Norðurlöndin nema Danmörk hafa lögfest slíkt ákvæði. „Reynslan hjá Finnum, þegar að þeir gerðu þetta, þá jókst tilkynningum til muna,“ segir Daði. Daði segir að fólki líði oft illa yfir að auðkenni þess hafi verið stolið á netinu. „Það er auðvitað verulega berskjaldað þegar að einhver er að þykjast vera það, það er ekki þægileg tilfinning þannig að fólk lýsir yfir vanlíðan yfir þessu,“ segir Daði. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. Það sé lítið sem ekkert sem lögreglan geti gert þar sem að auðkennaþjófnaður sé ekki refsiverður samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Fólk sé því berskjaldað þegar auðkenni þess er stolið. Öll Norðurlöndin, utan Danmerkur, hafa lögfest ákvæði um auðkennaþjófnað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét mál ungs manns, sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun, eftir að auðkennum hans var stolið á SnapChat falla niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Ungi maðurinn var alveg grunlaus um að auðkenni hans hafi verið notað og var grunaður um nauðgun í nokkra mánuði og beittur ofbeldi vegna málsins. Málið var látið niður falla þar sem engin ákvæði eru í hegningarlögum sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan. Varahéraðssaksóknari sagði í fréttum okkar á dögunum að það þyrfti að lögfest ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir það og segir lítið sem ekkert geta gert þegar auðkenni fólks er stolið. „Þetta er alltaf að aukast með frekari tækniþekkingu. Nánast allir Íslendingar eru komnir með nettengingu, við erum mjög framarlega í því þannig að þá mundum við alltaf sjá þessi brot aukast,“ segir Daði. Skilyrði milli netheima og raunheima séu alltaf að verða minni og nauðsynlegt að lögfesta ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Lögreglan hefur fengið fimm til sex mál inn á borð til sín í fyrra. „Við erum að fá upplýsingar um fleiri mál heldur en að eru kærð til okkar. Ég held að aðal ástæðan fyrir því að mál eru ekki kærð er að vegan þess að við höfum ekki skýra lagaheimild til að fara eftir,“ segir Daði. Öll Norðurlöndin nema Danmörk hafa lögfest slíkt ákvæði. „Reynslan hjá Finnum, þegar að þeir gerðu þetta, þá jókst tilkynningum til muna,“ segir Daði. Daði segir að fólki líði oft illa yfir að auðkenni þess hafi verið stolið á netinu. „Það er auðvitað verulega berskjaldað þegar að einhver er að þykjast vera það, það er ekki þægileg tilfinning þannig að fólk lýsir yfir vanlíðan yfir þessu,“ segir Daði.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15