Fótbolti

Forsetinn hvetur Boateng til að yfirgefa Bayern

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Boateng var ónotaður varamaður í síðustu leikjum Bayern á nýafstaðinni leiktíð
Boateng var ónotaður varamaður í síðustu leikjum Bayern á nýafstaðinni leiktíð
Jerome Boateng virðist ekki eiga mikla framtíð hjá þýska stórveldinu Bayern Munchen ef marka má orð Uli Höness, forseta félagsins.

„Sem vinur myndi ég mæla með því fyrir hann að yfirgefa félagið. Hann þarf á nýrri áskorun að halda. Hann hefur virst áttavilltur að undanförnu,“ segir Höness hreinskilinn að vanda en Boateng á tvö ár eftir af samningi sínum við Bayern.

Hann lék 19 leiki í Bundesligunni á nýafstaðinni leiktíð en kom ekkert við sögu í síðustu þremur leikjum Bayern á leiktíðinni.

Boateng er sjöfaldur Þýskalandsmeistari og hefur unnið flest allt sem hægt er að vinna með Bayern auk þess að hafa verið hluti af Heimsmeistaraliði Þjóðverja 2014.

Þessi þrítugi varnarmaður spilaði Herthu Berlin, Hamburger SV og Manchester City áður en hann gekk í raðir Bæjara sumarið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×