Tvíburafolöld á Búðarhóli í Landeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2019 19:15 Hryssan Kráka kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún kastaði tvíburafolöldum, tveimur hestum, sem hafa fengið nöfnin Sæli og Hafliði. Á bænum Búðarhóli í Austur Landeyjum reka þau Marlena og Sigurður myndarlegt kúabú, auk þess að vera með nokkur hross. Nú eru hryssurnar að kasta hjá þeim en þar vekur Kráka, sjö vetra hvað mesta athygli því hún kom með tvö folöld. „Þetta er í fyrsta sinn sem hún kastar og hún kom með tvíbura, sem okkur finnst rosalega gaman, við vorum svolítið hissa fyrst en það er bara gaman af því“, segir Marlene Thies, bóndi. Folöldin braggast mjög vel, eru bæði brún, annað aðeins minna en hitt. Bræðurnir eru duglegir að drekka og Kráka hugsar mjög vel um þá. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín og hefur næga mjólk til að gefa þeim.Magnús Hlynur„Pabbinn er mjög efnilegur stóðhestur, sem við eigum hérna en hann er undan Salvador frá Hjallanesi og svo er mamman stórættuð líka, undan Sæ frá Bakkakoti og fyrstu verðlaunameri, þannig að það stendur vel að þeim tvíburunum og þetta verða væntanlega topp hestar í framtíðinni, við gerum bara ráð fyrir því“, segir Sigurður Guðjónsson, bóndi. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín. „Já, hún passar rosalega vel upp á þau, það er nóg að gera hjá henni hérna því hinar eru ekki allar kastaðar, sem eru með henni í hólfinu þannig að þær eru svolítið forvitnar um þetta en hún er rosalega góð mamma og passar þá mjög vel“. En er búið að ákveða hvað bræðurnir eiga að heita? „Ég held að þeir munu heita Sæli og Hafliði, það verður líklega niðurstaðan, allavega ef ég fæ að ráða“, segir Sigurður hlægjandi. Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Hryssan Kráka kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún kastaði tvíburafolöldum, tveimur hestum, sem hafa fengið nöfnin Sæli og Hafliði. Á bænum Búðarhóli í Austur Landeyjum reka þau Marlena og Sigurður myndarlegt kúabú, auk þess að vera með nokkur hross. Nú eru hryssurnar að kasta hjá þeim en þar vekur Kráka, sjö vetra hvað mesta athygli því hún kom með tvö folöld. „Þetta er í fyrsta sinn sem hún kastar og hún kom með tvíbura, sem okkur finnst rosalega gaman, við vorum svolítið hissa fyrst en það er bara gaman af því“, segir Marlene Thies, bóndi. Folöldin braggast mjög vel, eru bæði brún, annað aðeins minna en hitt. Bræðurnir eru duglegir að drekka og Kráka hugsar mjög vel um þá. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín og hefur næga mjólk til að gefa þeim.Magnús Hlynur„Pabbinn er mjög efnilegur stóðhestur, sem við eigum hérna en hann er undan Salvador frá Hjallanesi og svo er mamman stórættuð líka, undan Sæ frá Bakkakoti og fyrstu verðlaunameri, þannig að það stendur vel að þeim tvíburunum og þetta verða væntanlega topp hestar í framtíðinni, við gerum bara ráð fyrir því“, segir Sigurður Guðjónsson, bóndi. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín. „Já, hún passar rosalega vel upp á þau, það er nóg að gera hjá henni hérna því hinar eru ekki allar kastaðar, sem eru með henni í hólfinu þannig að þær eru svolítið forvitnar um þetta en hún er rosalega góð mamma og passar þá mjög vel“. En er búið að ákveða hvað bræðurnir eiga að heita? „Ég held að þeir munu heita Sæli og Hafliði, það verður líklega niðurstaðan, allavega ef ég fæ að ráða“, segir Sigurður hlægjandi.
Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira