Tvíburafolöld á Búðarhóli í Landeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2019 19:15 Hryssan Kráka kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún kastaði tvíburafolöldum, tveimur hestum, sem hafa fengið nöfnin Sæli og Hafliði. Á bænum Búðarhóli í Austur Landeyjum reka þau Marlena og Sigurður myndarlegt kúabú, auk þess að vera með nokkur hross. Nú eru hryssurnar að kasta hjá þeim en þar vekur Kráka, sjö vetra hvað mesta athygli því hún kom með tvö folöld. „Þetta er í fyrsta sinn sem hún kastar og hún kom með tvíbura, sem okkur finnst rosalega gaman, við vorum svolítið hissa fyrst en það er bara gaman af því“, segir Marlene Thies, bóndi. Folöldin braggast mjög vel, eru bæði brún, annað aðeins minna en hitt. Bræðurnir eru duglegir að drekka og Kráka hugsar mjög vel um þá. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín og hefur næga mjólk til að gefa þeim.Magnús Hlynur„Pabbinn er mjög efnilegur stóðhestur, sem við eigum hérna en hann er undan Salvador frá Hjallanesi og svo er mamman stórættuð líka, undan Sæ frá Bakkakoti og fyrstu verðlaunameri, þannig að það stendur vel að þeim tvíburunum og þetta verða væntanlega topp hestar í framtíðinni, við gerum bara ráð fyrir því“, segir Sigurður Guðjónsson, bóndi. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín. „Já, hún passar rosalega vel upp á þau, það er nóg að gera hjá henni hérna því hinar eru ekki allar kastaðar, sem eru með henni í hólfinu þannig að þær eru svolítið forvitnar um þetta en hún er rosalega góð mamma og passar þá mjög vel“. En er búið að ákveða hvað bræðurnir eiga að heita? „Ég held að þeir munu heita Sæli og Hafliði, það verður líklega niðurstaðan, allavega ef ég fæ að ráða“, segir Sigurður hlægjandi. Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Hryssan Kráka kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún kastaði tvíburafolöldum, tveimur hestum, sem hafa fengið nöfnin Sæli og Hafliði. Á bænum Búðarhóli í Austur Landeyjum reka þau Marlena og Sigurður myndarlegt kúabú, auk þess að vera með nokkur hross. Nú eru hryssurnar að kasta hjá þeim en þar vekur Kráka, sjö vetra hvað mesta athygli því hún kom með tvö folöld. „Þetta er í fyrsta sinn sem hún kastar og hún kom með tvíbura, sem okkur finnst rosalega gaman, við vorum svolítið hissa fyrst en það er bara gaman af því“, segir Marlene Thies, bóndi. Folöldin braggast mjög vel, eru bæði brún, annað aðeins minna en hitt. Bræðurnir eru duglegir að drekka og Kráka hugsar mjög vel um þá. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín og hefur næga mjólk til að gefa þeim.Magnús Hlynur„Pabbinn er mjög efnilegur stóðhestur, sem við eigum hérna en hann er undan Salvador frá Hjallanesi og svo er mamman stórættuð líka, undan Sæ frá Bakkakoti og fyrstu verðlaunameri, þannig að það stendur vel að þeim tvíburunum og þetta verða væntanlega topp hestar í framtíðinni, við gerum bara ráð fyrir því“, segir Sigurður Guðjónsson, bóndi. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín. „Já, hún passar rosalega vel upp á þau, það er nóg að gera hjá henni hérna því hinar eru ekki allar kastaðar, sem eru með henni í hólfinu þannig að þær eru svolítið forvitnar um þetta en hún er rosalega góð mamma og passar þá mjög vel“. En er búið að ákveða hvað bræðurnir eiga að heita? „Ég held að þeir munu heita Sæli og Hafliði, það verður líklega niðurstaðan, allavega ef ég fæ að ráða“, segir Sigurður hlægjandi.
Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent