Hvað eru tafa- og mengunargjöld? Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2019 20:00 Reykjavíkurborg íhugar nú að feta í græn fótspor annarra stórborga sem hafa tekið upp margvíslega gjaldheimtu til að stýra og takmarka bílaumferð. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa kallað eftir slíkum gjöldum sem formaður skipulagsráðs borgarinnar segir hafa gefið góða raun erlendis. Þau dragi ekki aðeins úr mengun heldur séu jafnframt öflugur tekjustofn fyrir sveitarfélög. Talið er að loftmengun beri ábyrgð á 80 ótímabærum dauðsföllum á Íslandi á ári hverju. Stjórnvöld leita því allra leiða til að draga úr mengun og hafa þau meðal annars horft til erlendra stórborga i þeim efnum, sem margar hverjar eru farnar að innheimta svoköllu tafa- og mengunargjöld til að draga úr bílaumferð. Reykjavíkurborg, sem og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, skoðar nú að hefja slíka gjaldtöku - en hvernig virka tafa- og mengunargjöld og hvernig eru þau innheimt? „Tafagjöld eru hugsuð á þeim stöðum þar sem verða miklar umferðarteppur, sem við þekkjum alveg ágætlega á höfuðborgarsvæðinu á álagstímum,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRTafagjöldin eru innheimt með rafrænum hætti og er hægt að stýra þeim eftir umferðarþunga og tíma dags. Þannig væri hægt að innheimta tafagjald á umferðarþungum stofnbrautum á morgnanna og síðdegis, en sleppa þeim alfarið þegar umferð er alla jafa minni. „Það hefur sýnt sig að þetta hefur bein áhrif á hegðun ökumanna, þ.e. að þeir eru mun líklegri til að breyta um fararmáta. Það er það sem við viljum,“ segir Sigurborg. „Við þurfum að fá breyttar ferðavenjur og breyta fararmátum, ekki bara út af áhrifum mengunar á loftgæðin heldur líka einfaldlega vegna loftslagsbreytinga. Við vitum að við verðum að minnka bílaumferð.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að innheimta tafagjöld, ekki aðeins til þess að stýra umferð heldur sjá þau gjöldin fyrir sér sem öflugan tekjustofn sem nota megi til að liðka fyrir samgöngubótum. Mengunargjöld geti jafnframt gegnt sama hlutverki. „Menungargjöld hafa bein áhrif á það hvaða orkugjafa ökumaðurinn notar. Þeir sem aka ökutækjum sem menga meira yrðu þannig rukkaðir meira,“ segir Sigurborg og bætir við að þau ökutæki sem menga minna, eins og rafmagnsbílar, myndu að sama skapi bera lítil sem engin mengunargjöld. Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Sjá meira
Reykjavíkurborg íhugar nú að feta í græn fótspor annarra stórborga sem hafa tekið upp margvíslega gjaldheimtu til að stýra og takmarka bílaumferð. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa kallað eftir slíkum gjöldum sem formaður skipulagsráðs borgarinnar segir hafa gefið góða raun erlendis. Þau dragi ekki aðeins úr mengun heldur séu jafnframt öflugur tekjustofn fyrir sveitarfélög. Talið er að loftmengun beri ábyrgð á 80 ótímabærum dauðsföllum á Íslandi á ári hverju. Stjórnvöld leita því allra leiða til að draga úr mengun og hafa þau meðal annars horft til erlendra stórborga i þeim efnum, sem margar hverjar eru farnar að innheimta svoköllu tafa- og mengunargjöld til að draga úr bílaumferð. Reykjavíkurborg, sem og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, skoðar nú að hefja slíka gjaldtöku - en hvernig virka tafa- og mengunargjöld og hvernig eru þau innheimt? „Tafagjöld eru hugsuð á þeim stöðum þar sem verða miklar umferðarteppur, sem við þekkjum alveg ágætlega á höfuðborgarsvæðinu á álagstímum,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRTafagjöldin eru innheimt með rafrænum hætti og er hægt að stýra þeim eftir umferðarþunga og tíma dags. Þannig væri hægt að innheimta tafagjald á umferðarþungum stofnbrautum á morgnanna og síðdegis, en sleppa þeim alfarið þegar umferð er alla jafa minni. „Það hefur sýnt sig að þetta hefur bein áhrif á hegðun ökumanna, þ.e. að þeir eru mun líklegri til að breyta um fararmáta. Það er það sem við viljum,“ segir Sigurborg. „Við þurfum að fá breyttar ferðavenjur og breyta fararmátum, ekki bara út af áhrifum mengunar á loftgæðin heldur líka einfaldlega vegna loftslagsbreytinga. Við vitum að við verðum að minnka bílaumferð.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að innheimta tafagjöld, ekki aðeins til þess að stýra umferð heldur sjá þau gjöldin fyrir sér sem öflugan tekjustofn sem nota megi til að liðka fyrir samgöngubótum. Mengunargjöld geti jafnframt gegnt sama hlutverki. „Menungargjöld hafa bein áhrif á það hvaða orkugjafa ökumaðurinn notar. Þeir sem aka ökutækjum sem menga meira yrðu þannig rukkaðir meira,“ segir Sigurborg og bætir við að þau ökutæki sem menga minna, eins og rafmagnsbílar, myndu að sama skapi bera lítil sem engin mengunargjöld.
Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Sjá meira
Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45
Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31