Greitt fyrir útflutningi á íslenskum framleiðsluafurðum til Kína Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2019 15:41 Guðlaugur Þór og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína. Stjórnarráðið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, undirrituðu í dag þrjár nýjar bókanir við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Með bókununum opnast ný tækifæri fyrir útflutning á íslenskum framleiðsluafurðum til Kína en greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, er staddur hér á landi vegna undirritunar á þremur nýjum bókunum við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Bókanirnar varða viðurkenningu á heilbrigðisstöðlum fyrir fiskeldisafurðir, fiskimjöl og lýsi og ull og gærur. Þær voru undirritaðar í höfuðstöðvum Matvælastofnunar á Selfossi en þær eru afrakstur samstarfs Matvælastofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins við yfirvöld tolla- og dýraheilbrigðismála í Kína. Einnig var undirritað samkomulag um eflingu samstarfs á sviði heilbrigðiseftirlits. „Í ferð minni til Kína í fyrrahaust skrifuðum við undir bókun um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti og því má segja að við séum að taka upp þráðinn síðan þá. Með undirrituninni í dag er verið að stíga enn eitt skrefið í að liðka fyrir framkvæmd fríverslunarsamnings Íslands og Kína,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Á fundi þeirra Guðlaugs Þórs og Ni voru tollamál, heilbrigðismál og útflutningur landbúnaðarvara frá Íslandi til Kína efst á baugi. Auk þess ræddu þeir hvernig betur mætti nýta fríverslunarsamning ríkjanna, en fimm ár eru liðin frá gildistöku samningsins á þessu ári. Kínverski tollamálaráðherrann heimsótti forseta Íslands og ræddu þeir meðal annars viðskipti ríkjanna og samstarf þeirra á ýmsum sviðum, auk sameiginlegrar baráttu gegn loftslagsbreytingum. Ni átti einnig fundi í fjármálaráðuneytinu, sjávarútveg- og landbúnaðarráðuneytinu og með samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá heimsótti hann meðal annars fiskeldisstöð Stofnfisks á Suðurnesjum og sauðfjárbændur í Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Kína Utanríkismál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, undirrituðu í dag þrjár nýjar bókanir við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Með bókununum opnast ný tækifæri fyrir útflutning á íslenskum framleiðsluafurðum til Kína en greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, er staddur hér á landi vegna undirritunar á þremur nýjum bókunum við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Bókanirnar varða viðurkenningu á heilbrigðisstöðlum fyrir fiskeldisafurðir, fiskimjöl og lýsi og ull og gærur. Þær voru undirritaðar í höfuðstöðvum Matvælastofnunar á Selfossi en þær eru afrakstur samstarfs Matvælastofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins við yfirvöld tolla- og dýraheilbrigðismála í Kína. Einnig var undirritað samkomulag um eflingu samstarfs á sviði heilbrigðiseftirlits. „Í ferð minni til Kína í fyrrahaust skrifuðum við undir bókun um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti og því má segja að við séum að taka upp þráðinn síðan þá. Með undirrituninni í dag er verið að stíga enn eitt skrefið í að liðka fyrir framkvæmd fríverslunarsamnings Íslands og Kína,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Á fundi þeirra Guðlaugs Þórs og Ni voru tollamál, heilbrigðismál og útflutningur landbúnaðarvara frá Íslandi til Kína efst á baugi. Auk þess ræddu þeir hvernig betur mætti nýta fríverslunarsamning ríkjanna, en fimm ár eru liðin frá gildistöku samningsins á þessu ári. Kínverski tollamálaráðherrann heimsótti forseta Íslands og ræddu þeir meðal annars viðskipti ríkjanna og samstarf þeirra á ýmsum sviðum, auk sameiginlegrar baráttu gegn loftslagsbreytingum. Ni átti einnig fundi í fjármálaráðuneytinu, sjávarútveg- og landbúnaðarráðuneytinu og með samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá heimsótti hann meðal annars fiskeldisstöð Stofnfisks á Suðurnesjum og sauðfjárbændur í Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Kína Utanríkismál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira