Doctor Victor, Gummi Tóta og Ingó Veðurguð gefa út sumarsmell Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2019 14:30 Þrír miklir höfðingjar vinna saman í laginu Sumargleðin. Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. Sumargleðin er viðburður fyrir ungmenni í 8. - 10. bekk. Ungmennum frá öllum landshornum er velkomið að mæta á hátíðina. Sumargleðin er haldin nú í sjötta sinn. Fyrst var hátíðin haldin í júní árið 2014 og hefur verið haldin árlega síðan. Í öll skiptin hefur hátíðin verið í Kaplakrika í Hafnarfirði, og er þar engin breyting á í ár. „Það var mjög gaman að vinna þetta lag með þeim Gumma og Ingó, en þeir eru mjög hæfileikaríkir báðir tveir og með rosalega gullbarka. Við vildum fanga góðu íslensku sumarstemmninguna ásamt því að gera létt grín af veðrinu sem getur verið mjög breytilegt og allir landsmenn kannast við, en þetta kemur fólki vonandi í gírinn fyrir sumarið 2019,“ segir Victor Guðmundsson, Doctor Victor, sem var að klára fimmta árið í læknisfræði við Jessenius Faculty of Medicine í Slóvakíu og kann vel við sig þar, en tónlistin hefur þó alltaf átt stóran part af lífi hans. Nú bætast því Ingó Veðurguð og Gummi Tóta við áður tilkynnta dagskrá, en nemendur í 8-10. bekk geta nælt sér í miða á heimasíðu Sumargleðinnar þar sem miðasala er nú í fullum gangi ásamt fleiri upplýsingum um hátíðina. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í morgun hjá Ívari Guðmunds og Ingó Veðurguð verður í FM95BLÖ á FM957 á eftir þar sem hann ræðir lagið og verður það spilað. Hér að neðan má svo hlusta á nýja sumarlagið sem ber sama heiti og hátíðin Sumargleðin. Menning Bylgjan Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. Sumargleðin er viðburður fyrir ungmenni í 8. - 10. bekk. Ungmennum frá öllum landshornum er velkomið að mæta á hátíðina. Sumargleðin er haldin nú í sjötta sinn. Fyrst var hátíðin haldin í júní árið 2014 og hefur verið haldin árlega síðan. Í öll skiptin hefur hátíðin verið í Kaplakrika í Hafnarfirði, og er þar engin breyting á í ár. „Það var mjög gaman að vinna þetta lag með þeim Gumma og Ingó, en þeir eru mjög hæfileikaríkir báðir tveir og með rosalega gullbarka. Við vildum fanga góðu íslensku sumarstemmninguna ásamt því að gera létt grín af veðrinu sem getur verið mjög breytilegt og allir landsmenn kannast við, en þetta kemur fólki vonandi í gírinn fyrir sumarið 2019,“ segir Victor Guðmundsson, Doctor Victor, sem var að klára fimmta árið í læknisfræði við Jessenius Faculty of Medicine í Slóvakíu og kann vel við sig þar, en tónlistin hefur þó alltaf átt stóran part af lífi hans. Nú bætast því Ingó Veðurguð og Gummi Tóta við áður tilkynnta dagskrá, en nemendur í 8-10. bekk geta nælt sér í miða á heimasíðu Sumargleðinnar þar sem miðasala er nú í fullum gangi ásamt fleiri upplýsingum um hátíðina. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í morgun hjá Ívari Guðmunds og Ingó Veðurguð verður í FM95BLÖ á FM957 á eftir þar sem hann ræðir lagið og verður það spilað. Hér að neðan má svo hlusta á nýja sumarlagið sem ber sama heiti og hátíðin Sumargleðin.
Menning Bylgjan Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira