Nýtt lag Hatara og Murad komið út Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2019 07:02 Matthías, Murad, Klemens og palestínski fáninn. Skjáskot Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. Lagið og myndband þess var birt á netinu í nótt og má sjá það hér að neðan. Myndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu og má sjá þá Matthías Tryggva Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvara Hatara, dansa og ganga um fjalllendi. Í ljósi þess að Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, er hvergi sjáanlegur í atriðunum sem tekin eru upp fyrir botni Miðjarðarhafs má ætla að þeir Matthías og Klemens hafi tekið þau atriði upp samhliða Eurovsion-póstkortinu svokallaða. Þær tökur fóru fram í aprílbyrjun, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma, en þá var Einar á tónleikaferðalegi með hljómsveitinni Vök og gat því ekki tekið þátt í póstkortsgerðinni. Þá eru þeir Matthías og Klemens jafnframt klæddir í sömu hvítu skyrtur í myndbandinu og póstkortinu.Sjá einnig: Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanniFyrrnefndur Murad er hinseginn, 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði. Myndband Hatara og Murad við lagið KLEFI / SAMED (صامد) má sjá hér að neðan. Eurovision Ísrael Menning Palestína Tengdar fréttir Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. Lagið og myndband þess var birt á netinu í nótt og má sjá það hér að neðan. Myndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu og má sjá þá Matthías Tryggva Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvara Hatara, dansa og ganga um fjalllendi. Í ljósi þess að Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, er hvergi sjáanlegur í atriðunum sem tekin eru upp fyrir botni Miðjarðarhafs má ætla að þeir Matthías og Klemens hafi tekið þau atriði upp samhliða Eurovsion-póstkortinu svokallaða. Þær tökur fóru fram í aprílbyrjun, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma, en þá var Einar á tónleikaferðalegi með hljómsveitinni Vök og gat því ekki tekið þátt í póstkortsgerðinni. Þá eru þeir Matthías og Klemens jafnframt klæddir í sömu hvítu skyrtur í myndbandinu og póstkortinu.Sjá einnig: Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanniFyrrnefndur Murad er hinseginn, 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði. Myndband Hatara og Murad við lagið KLEFI / SAMED (صامد) má sjá hér að neðan.
Eurovision Ísrael Menning Palestína Tengdar fréttir Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00