Landsréttardómari telur dóm MDE „skjóta hátt yfir markið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2019 20:08 Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust. Mynd/Samsett Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, segir að hann hafi sótt um laust dómaraembætti við réttinn til að eyða óvissu um umboð sitt sem Landsréttardómari í ljósi þeirrar réttaróvissu sem hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Ásmundur telur dóm MDE jafnframt „skjóta hátt yfir markið“. Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu þann 12. mars síðastliðinn að dómarar við Landsrétt væru ólöglega skipaðir. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, sagði í dag að sitjandi dómarar, líkt og Ásmundur og Ragnheiður, geti ekki sótt um laus embætti við dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Ásmundur viðurkennir að staðan sé óvenjuleg en segist ekki sammála Jóni Steinari. „Jú, þetta er náttúrulega afar óvenjulegt og ekkert sérstaklega skemmtilegt. En eðli málsins samkvæmt, og það blasir eiginlega við, er ég ekki sammála Jóni. Ég tel að ég hafi fulla heimild eins og hver annar að sækja um þetta lausa embætti,“ segir Ásmundur. „Þetta er viðleitni af minni hálfu til þess að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um mitt umboð til að sinna mínum starfsskyldum.“ Ásmundur segist enn fremur telja að dómur Mannréttindadómstólsins frá 12. mars hafi verið mjög framsækin lögskýring og hátt yfir markið. „Mér fannst dómur Mannréttindadómstólsins skjóta hátt yfir markið. Það kannski helgast af því að maður er hálfgerður aðili að málinu, án þess að hafa fengið nokkuð tækifæri til að eiga neinn hlut að því.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15 Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, segir að hann hafi sótt um laust dómaraembætti við réttinn til að eyða óvissu um umboð sitt sem Landsréttardómari í ljósi þeirrar réttaróvissu sem hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Ásmundur telur dóm MDE jafnframt „skjóta hátt yfir markið“. Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu þann 12. mars síðastliðinn að dómarar við Landsrétt væru ólöglega skipaðir. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, sagði í dag að sitjandi dómarar, líkt og Ásmundur og Ragnheiður, geti ekki sótt um laus embætti við dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Ásmundur viðurkennir að staðan sé óvenjuleg en segist ekki sammála Jóni Steinari. „Jú, þetta er náttúrulega afar óvenjulegt og ekkert sérstaklega skemmtilegt. En eðli málsins samkvæmt, og það blasir eiginlega við, er ég ekki sammála Jóni. Ég tel að ég hafi fulla heimild eins og hver annar að sækja um þetta lausa embætti,“ segir Ásmundur. „Þetta er viðleitni af minni hálfu til þess að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um mitt umboð til að sinna mínum starfsskyldum.“ Ásmundur segist enn fremur telja að dómur Mannréttindadómstólsins frá 12. mars hafi verið mjög framsækin lögskýring og hátt yfir markið. „Mér fannst dómur Mannréttindadómstólsins skjóta hátt yfir markið. Það kannski helgast af því að maður er hálfgerður aðili að málinu, án þess að hafa fengið nokkuð tækifæri til að eiga neinn hlut að því.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15 Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15
Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45
Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05