Rosalegur dagur hjá Dortmund á markaðnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 07:30 Julian Brandt í búningi Borussia Dortmund. Mynd/Twittersíða Borussia Dortmund Borussia Dortmund missti af þýska meistaratitlinum eftir hrun á lokasprettinum og Bayern München fagnað sigri í þýsku Bundesligunni sjöunda árið í röð. Grátleg niðurstaða fyrir lið Dortmund eftir frábært tímabil. Dortmund var meðal annars með níu stiga forystu á Bæjara í janúar en allt kom fyrir ekki. Ekkert annað lið en Bayern hefur unnið titilinn síðan að Dortmund vann hann síðast tvö ár í röð undir stjórn Jürgen Klopp frá 2011 til 2012. Það er aftur á móti enginn uppgjafartónn í herbúðum Borussia Dortmund sem sést á flugeldasýningu félagsins þegar félagsskiptamarkaðurinn opnaði á ný.Big signings made! It's been a busy day in the transfer market for Borussia Dortmund. More: https://t.co/RNHERwlJFlpic.twitter.com/pYi54zFlU2 — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019Borussia Dortmund keypti nefnilega þrjá öfluga leikmenn í gær. Liðið keypti bakvörðinn Nico Schulz frá Hoffenheim, miðjumaninn Julian Brandt frá Bayer Leverkusen og Thorgan Hazard sem er bróðir Eden Hazard hjá Chelsea. Dortmund keypti Thorgan Hazard frá Borussia Mönchengladbach. Nico Schulz er sókndjarfur bakvörður sem ætti að henta leikstíl Borussia Dortmund vel og fyllir líka í stöðu sem hefur verið veik hjá liðinu. Thorgan Hazard átti mjög flott tímabil með Gladbach þar sem hann var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 33 leikjum. Hann var besti leikmaður síns liðs og ætti að vera detta inn á sín bestu ár í boltanum. Flestir bjuggust við að sjá Julian Brandt enda hjá Bayern München en Dortmund var á undan og fékk hann líka fyrir aðeins 25 milljónir evra sem þykir ekki mikill peningur í dag. Brandt hefur ekki viljað fara frá Leverkusen undanfarin ár en ensk stórlið eins og Liverpool, Tottenham, og Manchester United höfðu áhuga á þessum 23 ára þýska landsliðsmanni. Hjá Dortmund hafa margir leikmenn sprungið út á síðustu árum, menn eins og Robert Lewandowski, Marco Reus, Shinji Kagawa og Ousmane Dembélé. Það verður því fróðlegt að sjá hvað þeir Nico Schulz, Thorgan Hazard og Julian Brandt gera í býflugnabúningnum á næstu leiktíð.Busy 's pic.twitter.com/0tyKQjVBZl — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019BRANDT pic.twitter.com/PDfpF9Nb28 — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019HAARD pic.twitter.com/1tQniD6gkP — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019They don't call him Trgen for nothing : (@Bundesliga_EN) pic.twitter.com/LEN1kDQkQm — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019An offensive and defensive force for both club and country, welcome Nico! pic.twitter.com/n3RowSeI4c — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019 Þýski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Borussia Dortmund missti af þýska meistaratitlinum eftir hrun á lokasprettinum og Bayern München fagnað sigri í þýsku Bundesligunni sjöunda árið í röð. Grátleg niðurstaða fyrir lið Dortmund eftir frábært tímabil. Dortmund var meðal annars með níu stiga forystu á Bæjara í janúar en allt kom fyrir ekki. Ekkert annað lið en Bayern hefur unnið titilinn síðan að Dortmund vann hann síðast tvö ár í röð undir stjórn Jürgen Klopp frá 2011 til 2012. Það er aftur á móti enginn uppgjafartónn í herbúðum Borussia Dortmund sem sést á flugeldasýningu félagsins þegar félagsskiptamarkaðurinn opnaði á ný.Big signings made! It's been a busy day in the transfer market for Borussia Dortmund. More: https://t.co/RNHERwlJFlpic.twitter.com/pYi54zFlU2 — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019Borussia Dortmund keypti nefnilega þrjá öfluga leikmenn í gær. Liðið keypti bakvörðinn Nico Schulz frá Hoffenheim, miðjumaninn Julian Brandt frá Bayer Leverkusen og Thorgan Hazard sem er bróðir Eden Hazard hjá Chelsea. Dortmund keypti Thorgan Hazard frá Borussia Mönchengladbach. Nico Schulz er sókndjarfur bakvörður sem ætti að henta leikstíl Borussia Dortmund vel og fyllir líka í stöðu sem hefur verið veik hjá liðinu. Thorgan Hazard átti mjög flott tímabil með Gladbach þar sem hann var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 33 leikjum. Hann var besti leikmaður síns liðs og ætti að vera detta inn á sín bestu ár í boltanum. Flestir bjuggust við að sjá Julian Brandt enda hjá Bayern München en Dortmund var á undan og fékk hann líka fyrir aðeins 25 milljónir evra sem þykir ekki mikill peningur í dag. Brandt hefur ekki viljað fara frá Leverkusen undanfarin ár en ensk stórlið eins og Liverpool, Tottenham, og Manchester United höfðu áhuga á þessum 23 ára þýska landsliðsmanni. Hjá Dortmund hafa margir leikmenn sprungið út á síðustu árum, menn eins og Robert Lewandowski, Marco Reus, Shinji Kagawa og Ousmane Dembélé. Það verður því fróðlegt að sjá hvað þeir Nico Schulz, Thorgan Hazard og Julian Brandt gera í býflugnabúningnum á næstu leiktíð.Busy 's pic.twitter.com/0tyKQjVBZl — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019BRANDT pic.twitter.com/PDfpF9Nb28 — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019HAARD pic.twitter.com/1tQniD6gkP — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019They don't call him Trgen for nothing : (@Bundesliga_EN) pic.twitter.com/LEN1kDQkQm — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019An offensive and defensive force for both club and country, welcome Nico! pic.twitter.com/n3RowSeI4c — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019
Þýski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira