„Sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 09:00 Katelyn Ohashi í æfingu á gófli þar sem hún hefur svo oft fengið tíu í einkunn. Getty/Katharine Lotze Fimleikakonan Katelyn Ohashi sló óvænt í gegn á heimsvísu þegar myndband af gólfæfingum hennar fóru á flug á netmiðlum í janúar síðastliðnum. Það hrifust allir af þessari lífsglöðu og hæfileikaríku fimleikakonu. Það var hins vegar ekki allt sem sýnist. Katelyn Ohashi hafði gengið í gegnum mjög erfiða tíma með miklu mótlæti. Hún sagði breska ríkisútvarpinu sögu sína sem dæmi um andlega erfiðleika sem íþróttafólk þarf að komast í gegnum og reyna að sigrast á. Gólfæfingar Katelyn Ohashi voru fullkomnar enda fékk hún fyrir þær 10.0 eða fullt hús. Hún dansaði sig í gegnum æfingarnar og gerði þær um leið miklu skemmtilegri en þessar hefðbundnu gólfæfingar. Allur heimurinn hreifst líka af henni og tugir milljónir horfðu á þetta magnaða myndband sem má sjá hér fyrir neðan.A isn't enough for this floor routine by @katelyn_ohashi. pic.twitter.com/pqUzl7AlUA — UCLA Gymnastics (@uclagymnastics) January 13, 2019En aftur af sögu Katelyn Ohashi sem var þyrnum stráð. Hún þótti mjög efnileg fimleikakona þegar hún var yngri. Frammistaða hennar á American Cup árið 2013 var sönnun á því en hún vann þá meðal annars Simone Biles. Simone Biles er fjórfaldur Ólympíumeistari í dag. Bakmeiðsli eyðilögðu draum Katelyn Ohashi um að komast í fremstu röð. Hún þurfti að hætta í fimleikum um tíma en þegar hún kom til baka þá fékk hún skólastyrk hjá The University of California, UCLA. Katelyn Ohashi komst aftur út á gólfið og keppti fyrir UCLA. Frammistaða hennar í janúar gerði hana síðan heimsfræga. Það tók hana aftur á móti mörg ár að yfirvinna áfallið og fólkið í kringum hana í fimleikasalnum var ekki að hjálpa með klaufalegum og gagnrýnum athugasemdum sem flestar snérust um útlit hennar og þyngd."I was told I didn't look like a gymnast. I was told I looked like I'd swallowed an elephant, or looked like a pig." Remember this 'perfect 10' routine that went viral? Katelyn Ohashi has opened up about her experience of bodyshaming. Well said, Katelyn! #ChangeTheGamepic.twitter.com/THdfR5Mfyj — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019„Mér var sagt að ég liti ekki út eins og fimleikakona. Þau sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl eða að ég liti út eins og svín,“ sagði Katelyn Ohashi við blaðamann BBC. „Ég var að reyna að komast í gegnum sársaukann og grét undan honum við nánast við hverja hreyfingu. Þjálfarinn var ósáttur við það að ég hefði bætt á mig kílóum og kenndi því um sársaukann,“ sagði Ohashi. „Sem fimleikakonur þá eru líkamar okkar stanslaust í sviðsljósinu í þessum litla keppnisgalla. Mér fannst svo óþægilegt að horfa í spegil. Mér leið illa að ganga inn í fimleikasalinn og fannst allir vera að horfa á mig. Ég þoldi ekki að láta taka myndir af mér. Ég hataði allt við mig sjálfa,“ sagði Ohashi. „Það var meira að segja erfitt að vera heima. Mamma er mjög grönn og súper heilbrigð. Hún sagði kannski: Fórum í sund. Ég svaraði henni: Ég er ekki að fara í sundbol fyrir framan þig,“ rifjaði Ohashi upp. Það má lesa meira af viðtalinu við Katelyn Ohashi með því að smella hér.Getty/Katharine Lotze Fimleikar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Sjá meira
Fimleikakonan Katelyn Ohashi sló óvænt í gegn á heimsvísu þegar myndband af gólfæfingum hennar fóru á flug á netmiðlum í janúar síðastliðnum. Það hrifust allir af þessari lífsglöðu og hæfileikaríku fimleikakonu. Það var hins vegar ekki allt sem sýnist. Katelyn Ohashi hafði gengið í gegnum mjög erfiða tíma með miklu mótlæti. Hún sagði breska ríkisútvarpinu sögu sína sem dæmi um andlega erfiðleika sem íþróttafólk þarf að komast í gegnum og reyna að sigrast á. Gólfæfingar Katelyn Ohashi voru fullkomnar enda fékk hún fyrir þær 10.0 eða fullt hús. Hún dansaði sig í gegnum æfingarnar og gerði þær um leið miklu skemmtilegri en þessar hefðbundnu gólfæfingar. Allur heimurinn hreifst líka af henni og tugir milljónir horfðu á þetta magnaða myndband sem má sjá hér fyrir neðan.A isn't enough for this floor routine by @katelyn_ohashi. pic.twitter.com/pqUzl7AlUA — UCLA Gymnastics (@uclagymnastics) January 13, 2019En aftur af sögu Katelyn Ohashi sem var þyrnum stráð. Hún þótti mjög efnileg fimleikakona þegar hún var yngri. Frammistaða hennar á American Cup árið 2013 var sönnun á því en hún vann þá meðal annars Simone Biles. Simone Biles er fjórfaldur Ólympíumeistari í dag. Bakmeiðsli eyðilögðu draum Katelyn Ohashi um að komast í fremstu röð. Hún þurfti að hætta í fimleikum um tíma en þegar hún kom til baka þá fékk hún skólastyrk hjá The University of California, UCLA. Katelyn Ohashi komst aftur út á gólfið og keppti fyrir UCLA. Frammistaða hennar í janúar gerði hana síðan heimsfræga. Það tók hana aftur á móti mörg ár að yfirvinna áfallið og fólkið í kringum hana í fimleikasalnum var ekki að hjálpa með klaufalegum og gagnrýnum athugasemdum sem flestar snérust um útlit hennar og þyngd."I was told I didn't look like a gymnast. I was told I looked like I'd swallowed an elephant, or looked like a pig." Remember this 'perfect 10' routine that went viral? Katelyn Ohashi has opened up about her experience of bodyshaming. Well said, Katelyn! #ChangeTheGamepic.twitter.com/THdfR5Mfyj — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019„Mér var sagt að ég liti ekki út eins og fimleikakona. Þau sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl eða að ég liti út eins og svín,“ sagði Katelyn Ohashi við blaðamann BBC. „Ég var að reyna að komast í gegnum sársaukann og grét undan honum við nánast við hverja hreyfingu. Þjálfarinn var ósáttur við það að ég hefði bætt á mig kílóum og kenndi því um sársaukann,“ sagði Ohashi. „Sem fimleikakonur þá eru líkamar okkar stanslaust í sviðsljósinu í þessum litla keppnisgalla. Mér fannst svo óþægilegt að horfa í spegil. Mér leið illa að ganga inn í fimleikasalinn og fannst allir vera að horfa á mig. Ég þoldi ekki að láta taka myndir af mér. Ég hataði allt við mig sjálfa,“ sagði Ohashi. „Það var meira að segja erfitt að vera heima. Mamma er mjög grönn og súper heilbrigð. Hún sagði kannski: Fórum í sund. Ég svaraði henni: Ég er ekki að fara í sundbol fyrir framan þig,“ rifjaði Ohashi upp. Það má lesa meira af viðtalinu við Katelyn Ohashi með því að smella hér.Getty/Katharine Lotze
Fimleikar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Sjá meira