Vill að Sólveig Anna skýri orð sín Baldur Guðmundsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 22. maí 2019 06:00 Halldór Benjamín segist ekki kippa sér upp við gífuryrði. Fréttablaðið/GVA Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Þetta kemur fram á vef Eflingar. Þetta hefur Efling gert „vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns“ eftir samþykkt kjarasamninganna. Þá sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við Ríkisútvarpið að SA ættu að láta sína félagsmenn vita að þetta væri með öllu ólíðandi. Að öðrum kosti væri aðeins það eitt í stöðunni að rifta samningum. Halldór segir í samtali við Fréttablaðið að honum þætti áhugavert ef Sólveig Anna myndi skýra orð sín, það er að segja gagnvart hverjum samningi væri rift og með hvaða hætti. „Að öðru leyti hafna ég þessum málatilbúnaði með öllu og stend við allt sem fram kemur í svarbréfi Samtaka atvinnulífsins. Ég er hættur að kippa mér upp við gífuryrði forystu Eflingar en vísa til þess að allt sem kemur fram í svarbréfinu stenst fullkomlega skoðun,“ segir Halldór. Þá segir Halldór að hann hafi komið þeim skilaboðum til Eflingar í gegnum fjölmiðla að það væri óþarfi að senda út fréttatilkynningar, nóg væri að hringja í framkvæmdastjóra SA og óska eftir fundi. Hann væri boðinn og búinn að ræða mistúlkanir á einstaka atriðum kjarasamnings. Að sama skapi sæi hann ekki hvert hlutverk Ríkissáttasemjara væri í þessu tilliti. Það stæði líka upp á formann Eflingar að útskýra það. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. 21. maí 2019 15:04 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Þetta kemur fram á vef Eflingar. Þetta hefur Efling gert „vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns“ eftir samþykkt kjarasamninganna. Þá sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við Ríkisútvarpið að SA ættu að láta sína félagsmenn vita að þetta væri með öllu ólíðandi. Að öðrum kosti væri aðeins það eitt í stöðunni að rifta samningum. Halldór segir í samtali við Fréttablaðið að honum þætti áhugavert ef Sólveig Anna myndi skýra orð sín, það er að segja gagnvart hverjum samningi væri rift og með hvaða hætti. „Að öðru leyti hafna ég þessum málatilbúnaði með öllu og stend við allt sem fram kemur í svarbréfi Samtaka atvinnulífsins. Ég er hættur að kippa mér upp við gífuryrði forystu Eflingar en vísa til þess að allt sem kemur fram í svarbréfinu stenst fullkomlega skoðun,“ segir Halldór. Þá segir Halldór að hann hafi komið þeim skilaboðum til Eflingar í gegnum fjölmiðla að það væri óþarfi að senda út fréttatilkynningar, nóg væri að hringja í framkvæmdastjóra SA og óska eftir fundi. Hann væri boðinn og búinn að ræða mistúlkanir á einstaka atriðum kjarasamnings. Að sama skapi sæi hann ekki hvert hlutverk Ríkissáttasemjara væri í þessu tilliti. Það stæði líka upp á formann Eflingar að útskýra það.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. 21. maí 2019 15:04 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. 21. maí 2019 15:04