Óreiða og usli er Katalónarnir mættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. maí 2019 08:00 Oriol Junqueras, nýkjörinn þingmaður, í dómsal í febrúar ásamt öðrum sakborningum. Nordicphotos/AFP Tónninn var sleginn fyrir nýtt kjörtímabil þegar spænska þingið kom saman í fyrsta sinn í gær eftir kosningar aprílmánaðar. Þingmenn mættu þar til starfa, kusu þingforseta og sóru spænsku stjórnarskránni hollustueið. Það var hvorki friðar- né sáttatónn sem ríkti. Þess í stað einkenndist þessi fyrsti dagur nýs þings af óreiðu, ósætti og illvild. Athygli þingmanna, fjölmiðla og flestra annarra beindist að fimm nýjum þingmönnum. Þeir Oriol Junqueras, Jordi Sanchez, Josep Rull og Jordi Turull mættu í neðri deild þingsins og Raül Romeva í þá efri. Fimmmenningarnir eru á meðal þeirra Katalóna sem hafa frá því í febrúar setið í hæstarétti þar sem réttað er yfir þeim og þeir sakaðir um uppreisn, skipulagða glæpastarfsemi, uppreisnaráróður og aðra glæpi sem þeir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu héraðsins haustið 2017. Katalónarnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár. Þeir náðu kjöri til þings í apríl og fengu í síðustu viku leyfi til að yfirgefa fangelsið til að sækja innsetningarathöfnina. Hins vegar var þeim gert að mæta aftur í fangelsi að athöfninni lokinni og fá því ekki leyfi til þess að sinna þingstörfum. Spænski miðillinn El País fjallaði ítarlega um atburðarásina í neðri deildinni í gær þegar þingmönnum var gert að sverja stjórnarskránni, sem Katalónarnir eru sakaðir um að hafa brotið gegn, hollustueið. Miðillinn vakti sérstaklega athygli á því hverju þingmenn mismunandi flokka bættu við hinn hefðbundna eið. Þingmenn öfgaþjóðernishyggjuflokksins Vox mættu snemma og settust í sætin fyrir aftan starfandi forsætisráðherra, sem alla jafna eru ætluð samflokksmönnum hans, og sór Santiago Abascal, leiðtogi Vox, Spáni sjálfum sérstaklega hollustueið.Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, segja mótmælendur sem hafa ítrekað látið í sér heyra frá því aðskilnaðarsinnarnir tólf voru handteknir.Vísir/EPAMeðlimir vinstriflokksins Podemos sóru lýðræði og jafnrétti sérstaklega sinn eið og sósíalistar lýðveldinu sjálfu. Juan López de Uralde, leiðtogi Græningja, sór svo „plánetunni allri“ hollustueið. Hollustueiðar ákærðu Katalónanna fjögurra í neðri deildinni féllu í grýttan jarðveg í salnum, þá einkum á meðal þingmanna Vox. Eiðirnir heyrðust reyndar afar illa í sjónvarpsútsendingu og væntanlega þingsal sömuleiðis. Barið var í borð og heyra mátti þingmenn hrópa „út, út, út“, samkvæmt El País, á meðan Katalónarnir tóku til máls. „Ég sver spænsku stjórnarskránni hollustueið sem lýðveldissinni, pólitískur fangi og vegna þess að mér ber lagaleg skylda til þess,“ sagði Oriol Junqueras, ákærður fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs. Sanchez, Rull og Turull tóku í sama streng og sögðust aukinheldur sverja stjórnarskránni hollustueið með „það lýðræðislega umboð sem fékkst frá katalónsku þjóðinni í atkvæðagreiðslunni 1. október“ 2017. Albert Rivera, þingmaður Borgaraflokksins og einn forystumanna katalónskra sambandssinna, tók til máls í kjölfarið og sagði málflutning hinna ákærðu „smána spænsku þjóðina enn á ný“. Hann fór fram á að þingmennirnir yrðu ávíttir sérstaklega. „Spánn er lýðræðisríki og hér eru engir pólitískir fangar,“ sagði Rivera. Ekki voru þó allir ósáttir við veru ákærðu í þingsal eða málflutning þeirra. Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, tók til að mynda hlýlega á móti Katalónunum. Meritxell Batet, nýr forseti neðri deildar, katalónskur sambandssinni og þingmaður Sósíalistaflokksins, greip inn í og minnti á að hollustueiðar allra þingmanna hefðu verið í samræmi við reglugerðir þingsins og dóma stjórnlagadómstóls Spánar. „Hér ætti rökræðan og viskan að vera í fyrirrúmi, ekki öskur og vanvirðing,“ sagði Batet. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Tónninn var sleginn fyrir nýtt kjörtímabil þegar spænska þingið kom saman í fyrsta sinn í gær eftir kosningar aprílmánaðar. Þingmenn mættu þar til starfa, kusu þingforseta og sóru spænsku stjórnarskránni hollustueið. Það var hvorki friðar- né sáttatónn sem ríkti. Þess í stað einkenndist þessi fyrsti dagur nýs þings af óreiðu, ósætti og illvild. Athygli þingmanna, fjölmiðla og flestra annarra beindist að fimm nýjum þingmönnum. Þeir Oriol Junqueras, Jordi Sanchez, Josep Rull og Jordi Turull mættu í neðri deild þingsins og Raül Romeva í þá efri. Fimmmenningarnir eru á meðal þeirra Katalóna sem hafa frá því í febrúar setið í hæstarétti þar sem réttað er yfir þeim og þeir sakaðir um uppreisn, skipulagða glæpastarfsemi, uppreisnaráróður og aðra glæpi sem þeir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu héraðsins haustið 2017. Katalónarnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár. Þeir náðu kjöri til þings í apríl og fengu í síðustu viku leyfi til að yfirgefa fangelsið til að sækja innsetningarathöfnina. Hins vegar var þeim gert að mæta aftur í fangelsi að athöfninni lokinni og fá því ekki leyfi til þess að sinna þingstörfum. Spænski miðillinn El País fjallaði ítarlega um atburðarásina í neðri deildinni í gær þegar þingmönnum var gert að sverja stjórnarskránni, sem Katalónarnir eru sakaðir um að hafa brotið gegn, hollustueið. Miðillinn vakti sérstaklega athygli á því hverju þingmenn mismunandi flokka bættu við hinn hefðbundna eið. Þingmenn öfgaþjóðernishyggjuflokksins Vox mættu snemma og settust í sætin fyrir aftan starfandi forsætisráðherra, sem alla jafna eru ætluð samflokksmönnum hans, og sór Santiago Abascal, leiðtogi Vox, Spáni sjálfum sérstaklega hollustueið.Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, segja mótmælendur sem hafa ítrekað látið í sér heyra frá því aðskilnaðarsinnarnir tólf voru handteknir.Vísir/EPAMeðlimir vinstriflokksins Podemos sóru lýðræði og jafnrétti sérstaklega sinn eið og sósíalistar lýðveldinu sjálfu. Juan López de Uralde, leiðtogi Græningja, sór svo „plánetunni allri“ hollustueið. Hollustueiðar ákærðu Katalónanna fjögurra í neðri deildinni féllu í grýttan jarðveg í salnum, þá einkum á meðal þingmanna Vox. Eiðirnir heyrðust reyndar afar illa í sjónvarpsútsendingu og væntanlega þingsal sömuleiðis. Barið var í borð og heyra mátti þingmenn hrópa „út, út, út“, samkvæmt El País, á meðan Katalónarnir tóku til máls. „Ég sver spænsku stjórnarskránni hollustueið sem lýðveldissinni, pólitískur fangi og vegna þess að mér ber lagaleg skylda til þess,“ sagði Oriol Junqueras, ákærður fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs. Sanchez, Rull og Turull tóku í sama streng og sögðust aukinheldur sverja stjórnarskránni hollustueið með „það lýðræðislega umboð sem fékkst frá katalónsku þjóðinni í atkvæðagreiðslunni 1. október“ 2017. Albert Rivera, þingmaður Borgaraflokksins og einn forystumanna katalónskra sambandssinna, tók til máls í kjölfarið og sagði málflutning hinna ákærðu „smána spænsku þjóðina enn á ný“. Hann fór fram á að þingmennirnir yrðu ávíttir sérstaklega. „Spánn er lýðræðisríki og hér eru engir pólitískir fangar,“ sagði Rivera. Ekki voru þó allir ósáttir við veru ákærðu í þingsal eða málflutning þeirra. Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, tók til að mynda hlýlega á móti Katalónunum. Meritxell Batet, nýr forseti neðri deildar, katalónskur sambandssinni og þingmaður Sósíalistaflokksins, greip inn í og minnti á að hollustueiðar allra þingmanna hefðu verið í samræmi við reglugerðir þingsins og dóma stjórnlagadómstóls Spánar. „Hér ætti rökræðan og viskan að vera í fyrirrúmi, ekki öskur og vanvirðing,“ sagði Batet.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira