Óreiða og usli er Katalónarnir mættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. maí 2019 08:00 Oriol Junqueras, nýkjörinn þingmaður, í dómsal í febrúar ásamt öðrum sakborningum. Nordicphotos/AFP Tónninn var sleginn fyrir nýtt kjörtímabil þegar spænska þingið kom saman í fyrsta sinn í gær eftir kosningar aprílmánaðar. Þingmenn mættu þar til starfa, kusu þingforseta og sóru spænsku stjórnarskránni hollustueið. Það var hvorki friðar- né sáttatónn sem ríkti. Þess í stað einkenndist þessi fyrsti dagur nýs þings af óreiðu, ósætti og illvild. Athygli þingmanna, fjölmiðla og flestra annarra beindist að fimm nýjum þingmönnum. Þeir Oriol Junqueras, Jordi Sanchez, Josep Rull og Jordi Turull mættu í neðri deild þingsins og Raül Romeva í þá efri. Fimmmenningarnir eru á meðal þeirra Katalóna sem hafa frá því í febrúar setið í hæstarétti þar sem réttað er yfir þeim og þeir sakaðir um uppreisn, skipulagða glæpastarfsemi, uppreisnaráróður og aðra glæpi sem þeir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu héraðsins haustið 2017. Katalónarnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár. Þeir náðu kjöri til þings í apríl og fengu í síðustu viku leyfi til að yfirgefa fangelsið til að sækja innsetningarathöfnina. Hins vegar var þeim gert að mæta aftur í fangelsi að athöfninni lokinni og fá því ekki leyfi til þess að sinna þingstörfum. Spænski miðillinn El País fjallaði ítarlega um atburðarásina í neðri deildinni í gær þegar þingmönnum var gert að sverja stjórnarskránni, sem Katalónarnir eru sakaðir um að hafa brotið gegn, hollustueið. Miðillinn vakti sérstaklega athygli á því hverju þingmenn mismunandi flokka bættu við hinn hefðbundna eið. Þingmenn öfgaþjóðernishyggjuflokksins Vox mættu snemma og settust í sætin fyrir aftan starfandi forsætisráðherra, sem alla jafna eru ætluð samflokksmönnum hans, og sór Santiago Abascal, leiðtogi Vox, Spáni sjálfum sérstaklega hollustueið.Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, segja mótmælendur sem hafa ítrekað látið í sér heyra frá því aðskilnaðarsinnarnir tólf voru handteknir.Vísir/EPAMeðlimir vinstriflokksins Podemos sóru lýðræði og jafnrétti sérstaklega sinn eið og sósíalistar lýðveldinu sjálfu. Juan López de Uralde, leiðtogi Græningja, sór svo „plánetunni allri“ hollustueið. Hollustueiðar ákærðu Katalónanna fjögurra í neðri deildinni féllu í grýttan jarðveg í salnum, þá einkum á meðal þingmanna Vox. Eiðirnir heyrðust reyndar afar illa í sjónvarpsútsendingu og væntanlega þingsal sömuleiðis. Barið var í borð og heyra mátti þingmenn hrópa „út, út, út“, samkvæmt El País, á meðan Katalónarnir tóku til máls. „Ég sver spænsku stjórnarskránni hollustueið sem lýðveldissinni, pólitískur fangi og vegna þess að mér ber lagaleg skylda til þess,“ sagði Oriol Junqueras, ákærður fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs. Sanchez, Rull og Turull tóku í sama streng og sögðust aukinheldur sverja stjórnarskránni hollustueið með „það lýðræðislega umboð sem fékkst frá katalónsku þjóðinni í atkvæðagreiðslunni 1. október“ 2017. Albert Rivera, þingmaður Borgaraflokksins og einn forystumanna katalónskra sambandssinna, tók til máls í kjölfarið og sagði málflutning hinna ákærðu „smána spænsku þjóðina enn á ný“. Hann fór fram á að þingmennirnir yrðu ávíttir sérstaklega. „Spánn er lýðræðisríki og hér eru engir pólitískir fangar,“ sagði Rivera. Ekki voru þó allir ósáttir við veru ákærðu í þingsal eða málflutning þeirra. Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, tók til að mynda hlýlega á móti Katalónunum. Meritxell Batet, nýr forseti neðri deildar, katalónskur sambandssinni og þingmaður Sósíalistaflokksins, greip inn í og minnti á að hollustueiðar allra þingmanna hefðu verið í samræmi við reglugerðir þingsins og dóma stjórnlagadómstóls Spánar. „Hér ætti rökræðan og viskan að vera í fyrirrúmi, ekki öskur og vanvirðing,“ sagði Batet. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Tónninn var sleginn fyrir nýtt kjörtímabil þegar spænska þingið kom saman í fyrsta sinn í gær eftir kosningar aprílmánaðar. Þingmenn mættu þar til starfa, kusu þingforseta og sóru spænsku stjórnarskránni hollustueið. Það var hvorki friðar- né sáttatónn sem ríkti. Þess í stað einkenndist þessi fyrsti dagur nýs þings af óreiðu, ósætti og illvild. Athygli þingmanna, fjölmiðla og flestra annarra beindist að fimm nýjum þingmönnum. Þeir Oriol Junqueras, Jordi Sanchez, Josep Rull og Jordi Turull mættu í neðri deild þingsins og Raül Romeva í þá efri. Fimmmenningarnir eru á meðal þeirra Katalóna sem hafa frá því í febrúar setið í hæstarétti þar sem réttað er yfir þeim og þeir sakaðir um uppreisn, skipulagða glæpastarfsemi, uppreisnaráróður og aðra glæpi sem þeir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu héraðsins haustið 2017. Katalónarnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár. Þeir náðu kjöri til þings í apríl og fengu í síðustu viku leyfi til að yfirgefa fangelsið til að sækja innsetningarathöfnina. Hins vegar var þeim gert að mæta aftur í fangelsi að athöfninni lokinni og fá því ekki leyfi til þess að sinna þingstörfum. Spænski miðillinn El País fjallaði ítarlega um atburðarásina í neðri deildinni í gær þegar þingmönnum var gert að sverja stjórnarskránni, sem Katalónarnir eru sakaðir um að hafa brotið gegn, hollustueið. Miðillinn vakti sérstaklega athygli á því hverju þingmenn mismunandi flokka bættu við hinn hefðbundna eið. Þingmenn öfgaþjóðernishyggjuflokksins Vox mættu snemma og settust í sætin fyrir aftan starfandi forsætisráðherra, sem alla jafna eru ætluð samflokksmönnum hans, og sór Santiago Abascal, leiðtogi Vox, Spáni sjálfum sérstaklega hollustueið.Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, segja mótmælendur sem hafa ítrekað látið í sér heyra frá því aðskilnaðarsinnarnir tólf voru handteknir.Vísir/EPAMeðlimir vinstriflokksins Podemos sóru lýðræði og jafnrétti sérstaklega sinn eið og sósíalistar lýðveldinu sjálfu. Juan López de Uralde, leiðtogi Græningja, sór svo „plánetunni allri“ hollustueið. Hollustueiðar ákærðu Katalónanna fjögurra í neðri deildinni féllu í grýttan jarðveg í salnum, þá einkum á meðal þingmanna Vox. Eiðirnir heyrðust reyndar afar illa í sjónvarpsútsendingu og væntanlega þingsal sömuleiðis. Barið var í borð og heyra mátti þingmenn hrópa „út, út, út“, samkvæmt El País, á meðan Katalónarnir tóku til máls. „Ég sver spænsku stjórnarskránni hollustueið sem lýðveldissinni, pólitískur fangi og vegna þess að mér ber lagaleg skylda til þess,“ sagði Oriol Junqueras, ákærður fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs. Sanchez, Rull og Turull tóku í sama streng og sögðust aukinheldur sverja stjórnarskránni hollustueið með „það lýðræðislega umboð sem fékkst frá katalónsku þjóðinni í atkvæðagreiðslunni 1. október“ 2017. Albert Rivera, þingmaður Borgaraflokksins og einn forystumanna katalónskra sambandssinna, tók til máls í kjölfarið og sagði málflutning hinna ákærðu „smána spænsku þjóðina enn á ný“. Hann fór fram á að þingmennirnir yrðu ávíttir sérstaklega. „Spánn er lýðræðisríki og hér eru engir pólitískir fangar,“ sagði Rivera. Ekki voru þó allir ósáttir við veru ákærðu í þingsal eða málflutning þeirra. Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, tók til að mynda hlýlega á móti Katalónunum. Meritxell Batet, nýr forseti neðri deildar, katalónskur sambandssinni og þingmaður Sósíalistaflokksins, greip inn í og minnti á að hollustueiðar allra þingmanna hefðu verið í samræmi við reglugerðir þingsins og dóma stjórnlagadómstóls Spánar. „Hér ætti rökræðan og viskan að vera í fyrirrúmi, ekki öskur og vanvirðing,“ sagði Batet.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira