Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2019 07:00 Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson. Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. Þetta kemur fram í heimildarmynd um Hatara sem birt var á YouTube á dögunum. Samkvæmt heimildum Vísis töldu liðsmenn Hatara það líklegra til árangurs að koma inn í Söngvakeppnina sem hljómsveit sem hefði hætt, því það myndi skapa meira umtal og athygli. Vísir birti á sínum tíma föstudagspaylista Hatara, sem var titlaður endalokaplaylistinn. Heimildarmyndin er athyglisverð áhorfs ekki síst nú þegar þátttöku Hatara í Eurovision er lokið. Í myndinni er rætt við liðsmenn Hatara eftir sigurinn í Söngvakeppninni, plön þeirra og væntingar auk þess sem áhorfandinn fær dýpri skilning á því um hvað Hatari snýst. Hvernig frændurnir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan hafi frá unga aldri bætt hvorn annan upp. Klemens sé góður á gítar, hafi gert alls konar prufur en Matthías einbeitt sér að textagerð. Svo hafi fleiri og fleiri bæst í hópinn, allir tilbúnir í að vera eitthvað meira en hljómsveit. Standa fyrir eitthvað og breiða út boðskap. „Skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar,“ eins og Andrean dansari kemst að orði. Á hann þar við ástandið í heiminum á 21. öldinni þar sem neysluhyggjan ræður ríkjum. Hann segist sjálfur hafa viljað að Ísland sniðgengi keppnina en skipt um skoðun þegar honum bauðst að syngja með Hatara. Þá kemur fram hvaða ólíku væntingar þau geri hvert fyrir sig til Eurovision. Sumir vilja vinna en aðrir telja það algjört aukaatriði. Betri árangur myndi samt þýða að boðskapurinn dreifðist víðar. Anna Hildur Hildibrandardóttir leikstýrir myndinni en hún er eiginkona Gísla Þórs Guðmundssonar, betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmanns Hatara. Myndin er unnin í samvinnu við RÚV en birt á YouTube. Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatöku. Þau eru sömuleiðis með mynd í vinnslu um þátttöku sveitarinnar í Eurovision í Ísrael.Uppfært klukkan 10:33: Hér áður var vísað í eintak af myndinni sem var aðgengilegt á YouTube. Ábending barst frá rétthöfum um að myndinni hafi verið hlaðið upp í óleyfi og hefur hlekkurinn því verið fjarlægður. Bíó og sjónvarp Eurovision Tónlist Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. Þetta kemur fram í heimildarmynd um Hatara sem birt var á YouTube á dögunum. Samkvæmt heimildum Vísis töldu liðsmenn Hatara það líklegra til árangurs að koma inn í Söngvakeppnina sem hljómsveit sem hefði hætt, því það myndi skapa meira umtal og athygli. Vísir birti á sínum tíma föstudagspaylista Hatara, sem var titlaður endalokaplaylistinn. Heimildarmyndin er athyglisverð áhorfs ekki síst nú þegar þátttöku Hatara í Eurovision er lokið. Í myndinni er rætt við liðsmenn Hatara eftir sigurinn í Söngvakeppninni, plön þeirra og væntingar auk þess sem áhorfandinn fær dýpri skilning á því um hvað Hatari snýst. Hvernig frændurnir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan hafi frá unga aldri bætt hvorn annan upp. Klemens sé góður á gítar, hafi gert alls konar prufur en Matthías einbeitt sér að textagerð. Svo hafi fleiri og fleiri bæst í hópinn, allir tilbúnir í að vera eitthvað meira en hljómsveit. Standa fyrir eitthvað og breiða út boðskap. „Skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar,“ eins og Andrean dansari kemst að orði. Á hann þar við ástandið í heiminum á 21. öldinni þar sem neysluhyggjan ræður ríkjum. Hann segist sjálfur hafa viljað að Ísland sniðgengi keppnina en skipt um skoðun þegar honum bauðst að syngja með Hatara. Þá kemur fram hvaða ólíku væntingar þau geri hvert fyrir sig til Eurovision. Sumir vilja vinna en aðrir telja það algjört aukaatriði. Betri árangur myndi samt þýða að boðskapurinn dreifðist víðar. Anna Hildur Hildibrandardóttir leikstýrir myndinni en hún er eiginkona Gísla Þórs Guðmundssonar, betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmanns Hatara. Myndin er unnin í samvinnu við RÚV en birt á YouTube. Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatöku. Þau eru sömuleiðis með mynd í vinnslu um þátttöku sveitarinnar í Eurovision í Ísrael.Uppfært klukkan 10:33: Hér áður var vísað í eintak af myndinni sem var aðgengilegt á YouTube. Ábending barst frá rétthöfum um að myndinni hafi verið hlaðið upp í óleyfi og hefur hlekkurinn því verið fjarlægður.
Bíó og sjónvarp Eurovision Tónlist Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira