Bjarki Már og Arnór geta hjálpað Alfreð að landa titlinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. maí 2019 14:00 Alfreð hættir með Kiel eftir tímabilið. vísir/getty Alfreð Gíslason vann um helgina EHF-bikarinn með þýska stórveldinu Kiel og er því morgunljóst að hann kveður félagið í sumar með tveimur titlum á þessu tímabili eftir að vinna bikarinn líka. Þetta var hvorki meira né minna en 20. titilinn sem að Alfreð vinnur sem þjálfari Kiel á glæstum ellefu árum hjá félaginu en hann hefur sex sinnum orðið Þýskalandsmeistari, sex sinnum bikarmeistari, unnið Meistaradeildina tvisvar sinnum og nú EHF-bikarinn auk fleiri titla. Alfreð hefur ekki gert Kiel að Þýskalandsmeistara síðan árið 2015 og útlitið gæti verið betra þegar að þjár umferðir eru eftir en öll von er ekki úti enn. Flensburg er í toppsætinu, tveimur stigum á undan Kiel þegar að þrjár umferðir og sex stig eru eftir í pottinum.Dieser Moment, in dem die Zeit still zu stehen scheint... Ab 11 Uhr feiert Kiel den EHF-Pokalsieger 2019 in der Forstbaumschule! #WirSindKiel #NurMitEuch #WeisseWand #Alfred20 pic.twitter.com/j2fs6UoicP— THW Kiel (@thw_handball) May 19, 2019 Kiel á nokkuð þægilega leiki á eftir gegn Minden og Hannover á heimavelli og Lemgo á útivelli en lærisveinar Alfreðs unnu fyrri leiki liðanna alla nokkuð sannfærandi. Flensburg á aðeins erfiðara prógram eftir en það mætir Stuttgart í næsta leik sem er öruggur sigur en eftir það eru leikir gegn Füchse Berlín á heimavelli og svo gegn spútnikliði Bergischer á útivelli í lokaumferðinni. Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse geta lagt stein í götu Flensburg á leiðinni að titlinum 29. maí og þannig hjálpað Alfreð að kveðja Kiel með Þýskalandsmeistaratitli og sömu sögu má segja um Arnór Þór Gunnarsson og félaga hans í Bergischer. Flensburg vann leikina á móti þessum liðum í fyrri umferðinni nokkuð þægilega og er ansi líklegt til þess að klára mótið með þremur sigrum og vinna deildina annað árið í röð. Alfreð þarf allavega að treysta á hjálp frá íslensku landsliðshornamönnunum.Staðan á toppnum: 1. Flensburg 58 stig (+169) 2. Kiel 56 stig (+180)Síðustu þrír hjá Flensburg: 23.05 Stuttgart - Flensburg (fyrri leikur 29-21 sigur) 29.05 Flensburg - Füchse Berlín (fyrri leikur 30-25 sigur) 09.06 Bergischer - Flensburg (fyrri leikur 25-23 sigur)Síðustu þrír hjá Kiel: 26.05 Kiel - Minden (fyrri leikur 37-29 sigur) 29.05 Lemgo - Kiel (fyrri leikur 28-24 sigur) 09.06 Kiel - Hannover (fyrri leikur 32-25 sigur) Þýski handboltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Alfreð Gíslason vann um helgina EHF-bikarinn með þýska stórveldinu Kiel og er því morgunljóst að hann kveður félagið í sumar með tveimur titlum á þessu tímabili eftir að vinna bikarinn líka. Þetta var hvorki meira né minna en 20. titilinn sem að Alfreð vinnur sem þjálfari Kiel á glæstum ellefu árum hjá félaginu en hann hefur sex sinnum orðið Þýskalandsmeistari, sex sinnum bikarmeistari, unnið Meistaradeildina tvisvar sinnum og nú EHF-bikarinn auk fleiri titla. Alfreð hefur ekki gert Kiel að Þýskalandsmeistara síðan árið 2015 og útlitið gæti verið betra þegar að þjár umferðir eru eftir en öll von er ekki úti enn. Flensburg er í toppsætinu, tveimur stigum á undan Kiel þegar að þrjár umferðir og sex stig eru eftir í pottinum.Dieser Moment, in dem die Zeit still zu stehen scheint... Ab 11 Uhr feiert Kiel den EHF-Pokalsieger 2019 in der Forstbaumschule! #WirSindKiel #NurMitEuch #WeisseWand #Alfred20 pic.twitter.com/j2fs6UoicP— THW Kiel (@thw_handball) May 19, 2019 Kiel á nokkuð þægilega leiki á eftir gegn Minden og Hannover á heimavelli og Lemgo á útivelli en lærisveinar Alfreðs unnu fyrri leiki liðanna alla nokkuð sannfærandi. Flensburg á aðeins erfiðara prógram eftir en það mætir Stuttgart í næsta leik sem er öruggur sigur en eftir það eru leikir gegn Füchse Berlín á heimavelli og svo gegn spútnikliði Bergischer á útivelli í lokaumferðinni. Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse geta lagt stein í götu Flensburg á leiðinni að titlinum 29. maí og þannig hjálpað Alfreð að kveðja Kiel með Þýskalandsmeistaratitli og sömu sögu má segja um Arnór Þór Gunnarsson og félaga hans í Bergischer. Flensburg vann leikina á móti þessum liðum í fyrri umferðinni nokkuð þægilega og er ansi líklegt til þess að klára mótið með þremur sigrum og vinna deildina annað árið í röð. Alfreð þarf allavega að treysta á hjálp frá íslensku landsliðshornamönnunum.Staðan á toppnum: 1. Flensburg 58 stig (+169) 2. Kiel 56 stig (+180)Síðustu þrír hjá Flensburg: 23.05 Stuttgart - Flensburg (fyrri leikur 29-21 sigur) 29.05 Flensburg - Füchse Berlín (fyrri leikur 30-25 sigur) 09.06 Bergischer - Flensburg (fyrri leikur 25-23 sigur)Síðustu þrír hjá Kiel: 26.05 Kiel - Minden (fyrri leikur 37-29 sigur) 29.05 Lemgo - Kiel (fyrri leikur 28-24 sigur) 09.06 Kiel - Hannover (fyrri leikur 32-25 sigur)
Þýski handboltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira