Saka fulltrúa Miðflokks um brask á bæjarstjórnarfundi Sveinn Arnarsson skrifar 20. maí 2019 06:00 Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Áfram Árborg og Samfylkingin mynda meirihluta í Árborg. Fréttablaðið/Eyþór Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg, saka Tómas Ellert Tómasson, fulltrúa Miðflokksins, um að hafa staðið í lóðabraski þegar fyrirtæki fékk úthlutað lóð á síðasta kjörtímabili. Fulltrúar allra annarra flokka vilja að Samband sveitarfélaga úrskurði hvort Sjálfstæðismennirnir hafi farið á svig við siðareglur. Forsaga málsins er sú að Sjálfstæðismennirnir telja að fyrirtæki í eigu Tómasar Ellerts hafi fengið atvinnuhúsnæðislóð í Álalæk í Árborg á síðasta kjörtímabili. „Hann fékk þessa lóð og gerði ekkert við hana og seldi síðan og græddi peninga á því, Við erum ekki tilbúnir til að draga þessi ummæli til baka,“ segir Ari. Eggert Valur Guðmundsson er formaður bæjarráðs í meirihluta Árborgar. Hann segir ummæli um lóðabrask vera ósannindi. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar„Við vildum að þeir myndu draga þessi orð til baka en þeir höfðu ekki áhuga á því. Það var dapurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Eggert Valur en á síðasta fundi bæjarstjórnar voru lögð fram gögn sem sýndu að Tómas Ellert átti engan hlut í því fyrirtæki sem fékk umrædda lóð. „Það er alveg ljóst að kjörnum fulltrúum ber að haga störfum sínum og orðræðu í samræmi við settar siðareglur sem þessir bæjarfulltrúar hafa skrifað undir og samþykkt,“ segir Eggert Valur. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar er það talið eðlilegt að samband sveitarfélaga kanni hvort ummæli bæjarfulltrúanna hafi brotið í bága við siðareglur. „Það er alveg ljóst að gögnin sem voru lögð fram sýna að hann átti ekki umrætt fyrirtæki og því ekki hægt að saka hann um að vera í lóðabraski.“ Ari Björn Thorarensen segist standa við orð sín. „Við vorum í meirihluta á síðasta kjörtímabili og þar kom það skýrt fram að hann hafi verið að sækjast eftir lóð. Við gætum átt tölvupósta því til staðfestingar.“ Sjálfstæðisflokkurinn var í síðustu bæjarstjórn með hreinan meirihluta; fimm bæjarfulltrúa af níu. Meirihlutinn féll hins vegar í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Nú eru í meirihluta Áfram Árborg, Framsókn, Miðflokkur og Samfylkingin. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skipulag Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg, saka Tómas Ellert Tómasson, fulltrúa Miðflokksins, um að hafa staðið í lóðabraski þegar fyrirtæki fékk úthlutað lóð á síðasta kjörtímabili. Fulltrúar allra annarra flokka vilja að Samband sveitarfélaga úrskurði hvort Sjálfstæðismennirnir hafi farið á svig við siðareglur. Forsaga málsins er sú að Sjálfstæðismennirnir telja að fyrirtæki í eigu Tómasar Ellerts hafi fengið atvinnuhúsnæðislóð í Álalæk í Árborg á síðasta kjörtímabili. „Hann fékk þessa lóð og gerði ekkert við hana og seldi síðan og græddi peninga á því, Við erum ekki tilbúnir til að draga þessi ummæli til baka,“ segir Ari. Eggert Valur Guðmundsson er formaður bæjarráðs í meirihluta Árborgar. Hann segir ummæli um lóðabrask vera ósannindi. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar„Við vildum að þeir myndu draga þessi orð til baka en þeir höfðu ekki áhuga á því. Það var dapurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Eggert Valur en á síðasta fundi bæjarstjórnar voru lögð fram gögn sem sýndu að Tómas Ellert átti engan hlut í því fyrirtæki sem fékk umrædda lóð. „Það er alveg ljóst að kjörnum fulltrúum ber að haga störfum sínum og orðræðu í samræmi við settar siðareglur sem þessir bæjarfulltrúar hafa skrifað undir og samþykkt,“ segir Eggert Valur. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar er það talið eðlilegt að samband sveitarfélaga kanni hvort ummæli bæjarfulltrúanna hafi brotið í bága við siðareglur. „Það er alveg ljóst að gögnin sem voru lögð fram sýna að hann átti ekki umrætt fyrirtæki og því ekki hægt að saka hann um að vera í lóðabraski.“ Ari Björn Thorarensen segist standa við orð sín. „Við vorum í meirihluta á síðasta kjörtímabili og þar kom það skýrt fram að hann hafi verið að sækjast eftir lóð. Við gætum átt tölvupósta því til staðfestingar.“ Sjálfstæðisflokkurinn var í síðustu bæjarstjórn með hreinan meirihluta; fimm bæjarfulltrúa af níu. Meirihlutinn féll hins vegar í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Nú eru í meirihluta Áfram Árborg, Framsókn, Miðflokkur og Samfylkingin.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skipulag Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira