Gróttumenn fyrstir til að vinna Keflavík Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. maí 2019 21:10 Gróttu-menn fagna marki mynd/fésbókarsíða Gróttu Nýliðar Gróttu urðu fyrsta liðið til þess að vinna Keflavík í Inkasso deild karla. Víkingur Ólafsvík tapaði sínum fyrsta leik fyrir Leikni og Fram hafði betur gegn Aftureldingu. Keflavík og Víkingur sátu á toppi Inkassodeildarinnar með 10 stig fyrir þessa umferð og án taps eftir fyrstu fjóra leikina. Bæði lið töpuðu hins vegar í kvöld. Nýliðar Gróttu hafa komið inn í deildina með nokkrum krafti og unnu Þórsara fyrir norðan á dögunum. Þeir áttu fyrsta orðið á Nettóvellinum í Keflavík þegar Sigurvin Reynisson kom þeim yfir á 19. mínútu. Elton Barros jafnaði metin fyrir Keflavík á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og allt jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Axel Freyr Harðarson kom Gróttu yfir á ný á 80. mínútu en það dró til tíðinda undir lok leiksins. Keflavík fékk víti á 88. mínútu en Hákon Rafn Valdimarsson varði vítið frá Ísaki Óla Ólafssyni. Í uppbótartíma fékk Grótta víti og Ingimundur Aron Guðnason var sendur af velli með rautt spjald. Ólviver Dagur Thorlacius náði hins vegar ekki að skora úr vítinu fyrir Gróttu. Það kom ekki að sök, Grótta fór með sterkan 2-1 sigur í Keflavík. Á Leiknisvellinum í Breiðholti gekk gestunum frá Ólafsvík illa að spila boltanum sín á milli og Leiknir fór með sterkan 2-0 sigur af hólmi. Sólon Breki Leifsson og Ignacio Heras Anglada skoruðu mörk Leiknis en þau komu á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik. Í Safamýrinni unnu heimamenn í Fram þægilegan sigur á Aftureldingu. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Helgi Guðjónsson kom bláklæddum yfir á 11. mínútu og Fred Saraiva tvöfaldaði forystuna áður en flautað var til hálfleiks. Már Ægisson fór langt með leikinn fyrir Fram á 61. mínútu en Afturelding svaraði mínútu seinna með marki frá Alexander Aroni Davorssyni. Gestirnir komust þó ekki nær og lauk leik með 3-1 sigri Fram. Keflavík og Víkingur halda toppsætunum í deildinni út kvöldið en Fjölnir getur farið á toppinn með sigri á Njarðvík á morgun. Grótta er komin með sjö stig og fer upp að hlið Njarðvíkur í fimmta sætinu. Leiknir sækir á toppliðin og er með níu stig eftir fimm leiki. Inkasso-deildin Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
Nýliðar Gróttu urðu fyrsta liðið til þess að vinna Keflavík í Inkasso deild karla. Víkingur Ólafsvík tapaði sínum fyrsta leik fyrir Leikni og Fram hafði betur gegn Aftureldingu. Keflavík og Víkingur sátu á toppi Inkassodeildarinnar með 10 stig fyrir þessa umferð og án taps eftir fyrstu fjóra leikina. Bæði lið töpuðu hins vegar í kvöld. Nýliðar Gróttu hafa komið inn í deildina með nokkrum krafti og unnu Þórsara fyrir norðan á dögunum. Þeir áttu fyrsta orðið á Nettóvellinum í Keflavík þegar Sigurvin Reynisson kom þeim yfir á 19. mínútu. Elton Barros jafnaði metin fyrir Keflavík á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og allt jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Axel Freyr Harðarson kom Gróttu yfir á ný á 80. mínútu en það dró til tíðinda undir lok leiksins. Keflavík fékk víti á 88. mínútu en Hákon Rafn Valdimarsson varði vítið frá Ísaki Óla Ólafssyni. Í uppbótartíma fékk Grótta víti og Ingimundur Aron Guðnason var sendur af velli með rautt spjald. Ólviver Dagur Thorlacius náði hins vegar ekki að skora úr vítinu fyrir Gróttu. Það kom ekki að sök, Grótta fór með sterkan 2-1 sigur í Keflavík. Á Leiknisvellinum í Breiðholti gekk gestunum frá Ólafsvík illa að spila boltanum sín á milli og Leiknir fór með sterkan 2-0 sigur af hólmi. Sólon Breki Leifsson og Ignacio Heras Anglada skoruðu mörk Leiknis en þau komu á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik. Í Safamýrinni unnu heimamenn í Fram þægilegan sigur á Aftureldingu. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Helgi Guðjónsson kom bláklæddum yfir á 11. mínútu og Fred Saraiva tvöfaldaði forystuna áður en flautað var til hálfleiks. Már Ægisson fór langt með leikinn fyrir Fram á 61. mínútu en Afturelding svaraði mínútu seinna með marki frá Alexander Aroni Davorssyni. Gestirnir komust þó ekki nær og lauk leik með 3-1 sigri Fram. Keflavík og Víkingur halda toppsætunum í deildinni út kvöldið en Fjölnir getur farið á toppinn með sigri á Njarðvík á morgun. Grótta er komin með sjö stig og fer upp að hlið Njarðvíkur í fimmta sætinu. Leiknir sækir á toppliðin og er með níu stig eftir fimm leiki.
Inkasso-deildin Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira