Hóteleigandi á Flúðum segir fleiri bókanir í sumar en í fyrra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 16:18 Margrét Runólfsdóttir, hóteleigandi, er bjartsýn á horfur ferðaþjónustunnar á Flúðum. Vísir/vilhelm „Ég heyri ekki þennan barlóm. Ég get ekki sagt það,“ segir Margrét Runólfsdóttir, eigandi Icelandair Hotel Flúðir, um stöðuna í ferðaþjónustunni. Fleiri hafi bókað herbergi hjá henni fyrir sumarið en á sama tíma í fyrra. Margrét ræddi um stöðuna í ferðaþjónustunni eins og hún blasir við henni. Hún var gestur í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. Í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins WOW air og almenns samdráttar í ferðaþjónustunni hefur borið á svartsýni hjá hinum ýmsu ferðaþjónustuaðilum og margir sjá fram á lakari hag. Það á alls ekki við um Margréti. Hún segist raunar ekki kannast við aðþrengda stöðu hjá kollegum sínum á Flúðum. Á Flúðum er mikið um að vera og margt áhugavert að sjá á svæðinu. Margrét segir að flúðasveppirnir séu mikið aðdráttarafl, Gamla laugin á Flúðum sé vinsæl og Friðheimar hafi slegið í gegn hjá ferðamönnum.Gamla laugin á Flúðum er vinsæll ferðamannastaður.Vísir/Anton Brink„Veistu það, við kvörtum ekki. Þetta lítur rosalega vel út hjá okkur núna, alveg bara fram að jólum eins og staðan er í dag þannig að ég er bara björt sko. Það er meira heldur en í fyrra. Það eru fleiri bókanir og já, ég er bara rosa björt.“ Margrét segist þó greina ákveðna breytingu á þeim hópum sem sækja Ísland heim. Þannig komi í auknum mæli gestir frá Asíu og Bandaríkjunum. Hún hefur starfað innan hótelbransans frá árinu 1998 og hefur því mikla reynslu í ferðaþjónustu. Á þessum árum hafi skipst á skin og skúrir og það sé ekkert nema eðlilegt. „Þetta er bara búið að vera upp og niður, alltaf en eins og ég segi núna í ár erum við bara kát.“ Það sé þó viðbúið að það komi einhver samdráttur í ljósi gífurlegs framboðs á gistirými. „Það má náttúrulega búast við því, er það ekki? Það er búið að vera rosa framboð. Þú keyrir ekki fram hjá bæ hérna hringinn öðruvísi en að það sé gisting og Airbnb.“ Bítið Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Segir óhjákvæmilegt að samþjöppun verði hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Nær öruggt er að aukin samþjöppun verði í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja næstu misseri að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. 2. maí 2019 20:30 Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59 Kalla eftir viðbrögðum stjórnvalda vegna samdráttar í ferðaþjónustu Samdrátturinn í ferðaþjónustunni á þessu ári jafnast á við fimm loðnubresti að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir afar brýnt að stjórnvöld bregðist við þessari grafalvarlegu stöðu með öflugu markaðsátaki. Ef ekkert verði aðhafst verði niðursveiflan í ferðaþjónustunni mun lengri en spáð hefur verið. 29. maí 2019 19:00 Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48 Gestum Bláa lónsins fækkaði í fyrsta sinn í mörg ár Gestum Bláa lónsins fækkaði í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ferðaþjónusturisinn fær færri gesti til sín en árið á undan. 8. maí 2019 06:15 Sjö nýjar hótelbyggingar opna á næsta ári í Reykjavík og tólf á teikniborðinu Búist er við að 800 ný hótelherbergi opni í Reykjavík á næsta ári. Þá eru tólf þróun með ríflega sextán hundruð herbergum. Gert er ráð fyrir að Marriott hótel opni í byrjun næsta árs. Borgarstjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af samdrættinum í ferðaþjónustu. Mörg ný flugfélög hyggist fljúga til landsins á næstunni. 18. maí 2019 13:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Ég heyri ekki þennan barlóm. Ég get ekki sagt það,“ segir Margrét Runólfsdóttir, eigandi Icelandair Hotel Flúðir, um stöðuna í ferðaþjónustunni. Fleiri hafi bókað herbergi hjá henni fyrir sumarið en á sama tíma í fyrra. Margrét ræddi um stöðuna í ferðaþjónustunni eins og hún blasir við henni. Hún var gestur í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. Í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins WOW air og almenns samdráttar í ferðaþjónustunni hefur borið á svartsýni hjá hinum ýmsu ferðaþjónustuaðilum og margir sjá fram á lakari hag. Það á alls ekki við um Margréti. Hún segist raunar ekki kannast við aðþrengda stöðu hjá kollegum sínum á Flúðum. Á Flúðum er mikið um að vera og margt áhugavert að sjá á svæðinu. Margrét segir að flúðasveppirnir séu mikið aðdráttarafl, Gamla laugin á Flúðum sé vinsæl og Friðheimar hafi slegið í gegn hjá ferðamönnum.Gamla laugin á Flúðum er vinsæll ferðamannastaður.Vísir/Anton Brink„Veistu það, við kvörtum ekki. Þetta lítur rosalega vel út hjá okkur núna, alveg bara fram að jólum eins og staðan er í dag þannig að ég er bara björt sko. Það er meira heldur en í fyrra. Það eru fleiri bókanir og já, ég er bara rosa björt.“ Margrét segist þó greina ákveðna breytingu á þeim hópum sem sækja Ísland heim. Þannig komi í auknum mæli gestir frá Asíu og Bandaríkjunum. Hún hefur starfað innan hótelbransans frá árinu 1998 og hefur því mikla reynslu í ferðaþjónustu. Á þessum árum hafi skipst á skin og skúrir og það sé ekkert nema eðlilegt. „Þetta er bara búið að vera upp og niður, alltaf en eins og ég segi núna í ár erum við bara kát.“ Það sé þó viðbúið að það komi einhver samdráttur í ljósi gífurlegs framboðs á gistirými. „Það má náttúrulega búast við því, er það ekki? Það er búið að vera rosa framboð. Þú keyrir ekki fram hjá bæ hérna hringinn öðruvísi en að það sé gisting og Airbnb.“
Bítið Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Segir óhjákvæmilegt að samþjöppun verði hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Nær öruggt er að aukin samþjöppun verði í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja næstu misseri að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. 2. maí 2019 20:30 Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59 Kalla eftir viðbrögðum stjórnvalda vegna samdráttar í ferðaþjónustu Samdrátturinn í ferðaþjónustunni á þessu ári jafnast á við fimm loðnubresti að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir afar brýnt að stjórnvöld bregðist við þessari grafalvarlegu stöðu með öflugu markaðsátaki. Ef ekkert verði aðhafst verði niðursveiflan í ferðaþjónustunni mun lengri en spáð hefur verið. 29. maí 2019 19:00 Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48 Gestum Bláa lónsins fækkaði í fyrsta sinn í mörg ár Gestum Bláa lónsins fækkaði í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ferðaþjónusturisinn fær færri gesti til sín en árið á undan. 8. maí 2019 06:15 Sjö nýjar hótelbyggingar opna á næsta ári í Reykjavík og tólf á teikniborðinu Búist er við að 800 ný hótelherbergi opni í Reykjavík á næsta ári. Þá eru tólf þróun með ríflega sextán hundruð herbergum. Gert er ráð fyrir að Marriott hótel opni í byrjun næsta árs. Borgarstjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af samdrættinum í ferðaþjónustu. Mörg ný flugfélög hyggist fljúga til landsins á næstunni. 18. maí 2019 13:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Segir óhjákvæmilegt að samþjöppun verði hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Nær öruggt er að aukin samþjöppun verði í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja næstu misseri að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. 2. maí 2019 20:30
Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59
Kalla eftir viðbrögðum stjórnvalda vegna samdráttar í ferðaþjónustu Samdrátturinn í ferðaþjónustunni á þessu ári jafnast á við fimm loðnubresti að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir afar brýnt að stjórnvöld bregðist við þessari grafalvarlegu stöðu með öflugu markaðsátaki. Ef ekkert verði aðhafst verði niðursveiflan í ferðaþjónustunni mun lengri en spáð hefur verið. 29. maí 2019 19:00
Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48
Gestum Bláa lónsins fækkaði í fyrsta sinn í mörg ár Gestum Bláa lónsins fækkaði í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ferðaþjónusturisinn fær færri gesti til sín en árið á undan. 8. maí 2019 06:15
Sjö nýjar hótelbyggingar opna á næsta ári í Reykjavík og tólf á teikniborðinu Búist er við að 800 ný hótelherbergi opni í Reykjavík á næsta ári. Þá eru tólf þróun með ríflega sextán hundruð herbergum. Gert er ráð fyrir að Marriott hótel opni í byrjun næsta árs. Borgarstjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af samdrættinum í ferðaþjónustu. Mörg ný flugfélög hyggist fljúga til landsins á næstunni. 18. maí 2019 13:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels