Krefst tíu milljóna í bætur frá ríkinu eftir frelsissviptingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2019 11:08 Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamálið. Hann var sakborningur í 19 mánuði en sætti ekki ákæru. Steinbergur Finnbogason lögmaður krefst tíu milljóna króna í bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar sem hann sætti í febrúar 2016. Hann var þá boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu sem verjandi karlmanns í farsakenndu fjársvikamáli. Hann var handtekinn við komuna þangað og sat í gæsluvarðhaldi, að hluta í einangrun, í rúma þrjá daga.RÚV greinir frá stefnu Steinbergsen Vísir fjallaði um málið sem hann var talinn tengjast í síðustu viku. Þá voru dómar þyngdir yfir tveimur íslenskum karlmönnum og íslenskri konu en fjársvikamálið teygði anga sína út fyrir landsteinanna, til Hong Kong, Suður-Kóreu og Ítalíu. Auk þremenninganna var Nígeríumaður ákærður í málinu en Landsréttur staðfesti dóm yfir honum úr héraði. Steinbergur var fenginn til að gæta hagsmuna eins hinna dæmdu en endaði á að dúsa bak við lás og slá í á fjórða sólarhring. Var fjallað um aðild hans að málinu í fjölmiðlum enda þótti tíðindum sæta að lögmaður, sem gætti hagsmuna annars grunaðs, væri sjálfur talinn eiga aðild að málinu. Steinbergur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu og ærumissi sem hafi fylgt því að vera með réttarstöðu sakbornins í 19 mánuði. Nefnir hann sálrænt áfall við aðgerðirnar og að hafa glímt við áfallastreituröskun. Þá krefst hann fimm milljóna í skaðabætur fyrir atvinnumissi. Bæði á meðan hann sat inni og svo hafi hann verið óvinnufær í viku á eftir. Jafnframt hafi störfum hans sem verjandi fækkað mikið eftir málið og sem dæmi hafi honum ekki verið úthlutað einu þrotabúi frá héraðsdómi. Íslenska ríkið hefur þegar boðið honum 800 þúsund krónur í sáttargreiðslu en Steinbergur hafnaði boðinu. Málið verður þingfest í næstu viku.Steinbergur skrifaði harðorða grein í Fréttablaðið eftir að málið kom upp. Þar gagnrýndi hann fjölmiðla fyrir umfjöllun um málið. „Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum.“ Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15 „Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Steinbergur Finnbogason lögmaður krefst tíu milljóna króna í bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar sem hann sætti í febrúar 2016. Hann var þá boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu sem verjandi karlmanns í farsakenndu fjársvikamáli. Hann var handtekinn við komuna þangað og sat í gæsluvarðhaldi, að hluta í einangrun, í rúma þrjá daga.RÚV greinir frá stefnu Steinbergsen Vísir fjallaði um málið sem hann var talinn tengjast í síðustu viku. Þá voru dómar þyngdir yfir tveimur íslenskum karlmönnum og íslenskri konu en fjársvikamálið teygði anga sína út fyrir landsteinanna, til Hong Kong, Suður-Kóreu og Ítalíu. Auk þremenninganna var Nígeríumaður ákærður í málinu en Landsréttur staðfesti dóm yfir honum úr héraði. Steinbergur var fenginn til að gæta hagsmuna eins hinna dæmdu en endaði á að dúsa bak við lás og slá í á fjórða sólarhring. Var fjallað um aðild hans að málinu í fjölmiðlum enda þótti tíðindum sæta að lögmaður, sem gætti hagsmuna annars grunaðs, væri sjálfur talinn eiga aðild að málinu. Steinbergur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu og ærumissi sem hafi fylgt því að vera með réttarstöðu sakbornins í 19 mánuði. Nefnir hann sálrænt áfall við aðgerðirnar og að hafa glímt við áfallastreituröskun. Þá krefst hann fimm milljóna í skaðabætur fyrir atvinnumissi. Bæði á meðan hann sat inni og svo hafi hann verið óvinnufær í viku á eftir. Jafnframt hafi störfum hans sem verjandi fækkað mikið eftir málið og sem dæmi hafi honum ekki verið úthlutað einu þrotabúi frá héraðsdómi. Íslenska ríkið hefur þegar boðið honum 800 þúsund krónur í sáttargreiðslu en Steinbergur hafnaði boðinu. Málið verður þingfest í næstu viku.Steinbergur skrifaði harðorða grein í Fréttablaðið eftir að málið kom upp. Þar gagnrýndi hann fjölmiðla fyrir umfjöllun um málið. „Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum.“
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15 „Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15
„Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59