Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2019 10:05 Sár að fjallabaki. Umhverfisstofnun Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. „Náttúran skartar sínu fegursta og gestir himinlifandi yfir því að komast á hálendið svo snemma sumars. Með aukinni bílaumferð fylgja þó vandamál, ólöglegur utanvegaakstur sem er ein mesta ógnin gegn verndargildi friðlandsins,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. „Í eftirliti starfsmanna Umhverfisstofnunar um friðlandið þegar fjallvegir voru opnaðir í vor komu í ljós mörg ljót sár eftir utanvegaakstur sbr. mynd sem hér fylgir. Neikvæð áhrif utanvegaaksturs eru margvísleg; ásýnd svæðisins versnar til muna, hjólförin skilja eftir rákir eða sár í gróðursverðinum sem getur tekið tugi ára að jafna sig. Það skapast kjöraðstæður fyrir vatnsrof sem veldur jarðvegsrofi og síðast en ekki síst hafa þessi ummerki neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna í óbyggðum.“ Umhverfisstofnun segist hafa ásamt fleiri aðilum staðið fyrir átaki í að reyna að sporna við þessum ósóma sem skilað hefur nokkrum árangri. „Almenningur og ferðaþjónustufyrirtæki eru meðvitaðri um alvarleika málsins og taka þátt í að sporna við og upplýsa um ólöglegan utanvegaakstur. Einnig hefur landvarsla verið aukin á hálendinu, en betur má ef duga skal. Landverðir starfa einungis yfir sumartímann í 3-4 mánuði á ári en ferðamenn fara um hálendið allt árið um kring. Drjúgur tími landvarða yfir sumartímann fer í eftirlit og lagfæringar á sárum eftir utanvegaakstur en fæstir þeirra sem valda skemmdunum eru gripnir á vettvangi.“ Mikilvægt sé að efla enn frekar fræðslu um neikvæð áhrif utanvegaaksturs og ná til gesta áður en lagt er upp í ferðalag um náttúru Íslands. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. „Náttúran skartar sínu fegursta og gestir himinlifandi yfir því að komast á hálendið svo snemma sumars. Með aukinni bílaumferð fylgja þó vandamál, ólöglegur utanvegaakstur sem er ein mesta ógnin gegn verndargildi friðlandsins,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. „Í eftirliti starfsmanna Umhverfisstofnunar um friðlandið þegar fjallvegir voru opnaðir í vor komu í ljós mörg ljót sár eftir utanvegaakstur sbr. mynd sem hér fylgir. Neikvæð áhrif utanvegaaksturs eru margvísleg; ásýnd svæðisins versnar til muna, hjólförin skilja eftir rákir eða sár í gróðursverðinum sem getur tekið tugi ára að jafna sig. Það skapast kjöraðstæður fyrir vatnsrof sem veldur jarðvegsrofi og síðast en ekki síst hafa þessi ummerki neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna í óbyggðum.“ Umhverfisstofnun segist hafa ásamt fleiri aðilum staðið fyrir átaki í að reyna að sporna við þessum ósóma sem skilað hefur nokkrum árangri. „Almenningur og ferðaþjónustufyrirtæki eru meðvitaðri um alvarleika málsins og taka þátt í að sporna við og upplýsa um ólöglegan utanvegaakstur. Einnig hefur landvarsla verið aukin á hálendinu, en betur má ef duga skal. Landverðir starfa einungis yfir sumartímann í 3-4 mánuði á ári en ferðamenn fara um hálendið allt árið um kring. Drjúgur tími landvarða yfir sumartímann fer í eftirlit og lagfæringar á sárum eftir utanvegaakstur en fæstir þeirra sem valda skemmdunum eru gripnir á vettvangi.“ Mikilvægt sé að efla enn frekar fræðslu um neikvæð áhrif utanvegaaksturs og ná til gesta áður en lagt er upp í ferðalag um náttúru Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira