Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Birgir Olgeirsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 30. maí 2019 23:34 Matthías Sveinbjörnsson viðurkenndi að hafa fundið fyrir lofthræðslu í körfunni en sagði útsýnið úr loftbelgnum yfir Reykjavík hafa verið ólýsanlegt. Reykjavík Airshow Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík í kvöld var ólýsanleg, að sögn forseta Flugmálafélags Íslands. Loftbelgurinn verður eitt helsta sýningaratriðið á flugsýningunni á laugardag. Það voru Mikael Klingberg og Anders Brobjer, frá Noregi og Svíþjóð, sem stýrðu loftfarinu með Matthías sem farþega. Þremenningar tóku á loft um fimm mínútur í ellefu frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli og lentu belgnum um tíu mínútur yfir ellefu hjá Höfða við Borgartún.Loftbelgurinn skömmu eftir lendinguna við Höfða í kvöld.Vísir/KMU.Loftbelgurinn steig hratt upp til himins frá Reykjavíkurflugvelli, sveif síðan yfir Landspítalann og til norðausturs. Þegar loftbelgsmenn sáu svo fram á að stefna út á haf lækkuðu þeir flugið og völdu sér lendingarstað á grasbalanum við Höfða, heimsfrægan vettvang leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs árið 1986.Loftbelgurinn berst með vindinum. Eina stjórntækið er gaslogi en loftbelgurinn lyftist þegar loftið inni í honum er hitað upp. Loftbelgurinn lækkar svo flugið þegar eldurinn er minnkaður eða slökkt á honum.Vísir/KMUÞegar þeir lentu loftbelgnum streymdi fljótlega að múgur og margmenni til að skoða þetta óhefðbundna loftfar. Enda áratugir liðnir frá því svona fyrirbæri sást síðast yfir borginni.Hér má sjá belginn yfir borginni. Horft er úr Lágmúla.Jóhannes K. KristjánssonLoftbelgurinn yfir borginni í kvöldsólinni, séður úr Ártúnsbrekku.Vísir/KMU.Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði flugið í loftbelgnum hafa verið nánast ólýsanlegt og bætti svo við að það hafi verið geggjað. Hann viðurkenndi þó að hafa verið örlítið lofthræddur í körfunni. Belgurinn verður til sýnis á Reykjavík Airshow á Reykjavíkurflugvelli á laugardag sem stendur yfir frá hádegi til klukkan 16. Ef veður leyfir verður belgurinn mögulega settur á loft. Ánægðir loftbelgsstjórar að loknu flugi. Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð.Vísir/KMU.Loftið var látið leka úr belgnum áður en hann var tekinn saman.Vísir/KMU. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík í kvöld var ólýsanleg, að sögn forseta Flugmálafélags Íslands. Loftbelgurinn verður eitt helsta sýningaratriðið á flugsýningunni á laugardag. Það voru Mikael Klingberg og Anders Brobjer, frá Noregi og Svíþjóð, sem stýrðu loftfarinu með Matthías sem farþega. Þremenningar tóku á loft um fimm mínútur í ellefu frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli og lentu belgnum um tíu mínútur yfir ellefu hjá Höfða við Borgartún.Loftbelgurinn skömmu eftir lendinguna við Höfða í kvöld.Vísir/KMU.Loftbelgurinn steig hratt upp til himins frá Reykjavíkurflugvelli, sveif síðan yfir Landspítalann og til norðausturs. Þegar loftbelgsmenn sáu svo fram á að stefna út á haf lækkuðu þeir flugið og völdu sér lendingarstað á grasbalanum við Höfða, heimsfrægan vettvang leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs árið 1986.Loftbelgurinn berst með vindinum. Eina stjórntækið er gaslogi en loftbelgurinn lyftist þegar loftið inni í honum er hitað upp. Loftbelgurinn lækkar svo flugið þegar eldurinn er minnkaður eða slökkt á honum.Vísir/KMUÞegar þeir lentu loftbelgnum streymdi fljótlega að múgur og margmenni til að skoða þetta óhefðbundna loftfar. Enda áratugir liðnir frá því svona fyrirbæri sást síðast yfir borginni.Hér má sjá belginn yfir borginni. Horft er úr Lágmúla.Jóhannes K. KristjánssonLoftbelgurinn yfir borginni í kvöldsólinni, séður úr Ártúnsbrekku.Vísir/KMU.Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði flugið í loftbelgnum hafa verið nánast ólýsanlegt og bætti svo við að það hafi verið geggjað. Hann viðurkenndi þó að hafa verið örlítið lofthræddur í körfunni. Belgurinn verður til sýnis á Reykjavík Airshow á Reykjavíkurflugvelli á laugardag sem stendur yfir frá hádegi til klukkan 16. Ef veður leyfir verður belgurinn mögulega settur á loft. Ánægðir loftbelgsstjórar að loknu flugi. Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð.Vísir/KMU.Loftið var látið leka úr belgnum áður en hann var tekinn saman.Vísir/KMU.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08
Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41