Óli Kristjáns: Allt í lagi að benda á hluti án þess að fólk tali um væl Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. maí 2019 18:48 Ólafur Kristjánsson vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku sinna manna í 2-1 sigrinum á ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. „Ánægður með úrslitin. Við spiluðum vel fyrir hálfum mánuði en lentum undir mjög snemma, það er ekki gott á móti Skaganum. Þetta voru góð mörk hjá okkur, gott vinnuframlag í seinni hálfleik sérstaklega,“ sagði Ólafur í leikslok. Eftir nokkuð færalítinn fyrri hálfeik fengu bæði lið mjög góð færi í þeim seinni, en FH nýtti sín færi betur og vann leikinn. „Mér fannst við ná að laga það sem þurfti í seinni hálfleik. Í bikarnum eru það úrslitin sem skipta máli og ég er ánægður með þau.“ Skagamenn settu smá pressu á FH undir lokin og reyndu að jafna, en Ólafur segist ekki hafa verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Maður veit að það koma boltar inn í teiginn, þeir voru komnir með markmanninn og allt settið í restina. Þeir hafa verið að gera það í Íslandsmótinu að skora eftir svona en við vörðumst því vel.“ Undanfarið hefur borið nokkuð á umræðu hjá mörgum þjálfurum um mikið leikjaálag, það var til dæmis umferð í Pepsi Max deildinni um síðustu helgi og er aftur nú um komandi helgi. „Þegar ég tala um mikið álag þá voru einhverjir sem túlkuðu það að ég væri að tala um á FH-liðinu bara en ég var að tala um hjá öllum liðum. Við höfum séð það, við erum með mælitæki á öllum leikmönnum í leikjunum og við sjáum það að sprettum og háákefðarhlaupum fækkar eftir því sem leikið er meira og eftir því sem líður á leikina.“ „Það eru tölulegar staðreyndir sem ég kastaði fram, og þetta gildir um öll liðin. En nú eigum við leik á sunnudaginn við Breiðablik. Þegar honum er lokið þá tekur við gisnara prógramm. En það er allt í lagi að benda á þessa hluti án þess að fólk rísi upp á afturfæturnar og tali um væl, því þetta gildir um öll lið í deildinni,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. 28. maí 2019 20:31 Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. 29. maí 2019 11:00 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku sinna manna í 2-1 sigrinum á ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. „Ánægður með úrslitin. Við spiluðum vel fyrir hálfum mánuði en lentum undir mjög snemma, það er ekki gott á móti Skaganum. Þetta voru góð mörk hjá okkur, gott vinnuframlag í seinni hálfleik sérstaklega,“ sagði Ólafur í leikslok. Eftir nokkuð færalítinn fyrri hálfeik fengu bæði lið mjög góð færi í þeim seinni, en FH nýtti sín færi betur og vann leikinn. „Mér fannst við ná að laga það sem þurfti í seinni hálfleik. Í bikarnum eru það úrslitin sem skipta máli og ég er ánægður með þau.“ Skagamenn settu smá pressu á FH undir lokin og reyndu að jafna, en Ólafur segist ekki hafa verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Maður veit að það koma boltar inn í teiginn, þeir voru komnir með markmanninn og allt settið í restina. Þeir hafa verið að gera það í Íslandsmótinu að skora eftir svona en við vörðumst því vel.“ Undanfarið hefur borið nokkuð á umræðu hjá mörgum þjálfurum um mikið leikjaálag, það var til dæmis umferð í Pepsi Max deildinni um síðustu helgi og er aftur nú um komandi helgi. „Þegar ég tala um mikið álag þá voru einhverjir sem túlkuðu það að ég væri að tala um á FH-liðinu bara en ég var að tala um hjá öllum liðum. Við höfum séð það, við erum með mælitæki á öllum leikmönnum í leikjunum og við sjáum það að sprettum og háákefðarhlaupum fækkar eftir því sem leikið er meira og eftir því sem líður á leikina.“ „Það eru tölulegar staðreyndir sem ég kastaði fram, og þetta gildir um öll liðin. En nú eigum við leik á sunnudaginn við Breiðablik. Þegar honum er lokið þá tekur við gisnara prógramm. En það er allt í lagi að benda á þessa hluti án þess að fólk rísi upp á afturfæturnar og tali um væl, því þetta gildir um öll lið í deildinni,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. 28. maí 2019 20:31 Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. 29. maí 2019 11:00 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. 28. maí 2019 20:31
Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. 29. maí 2019 11:00