Samkvæmt 75 ára langri rannsókn sem var gerð af hópi Harvard rannsakenda er niðurstaðan sú að ástin er raunverulega það sem skiptir fólki mestu máli í lífinu.
Reynsla þáttakenda í rannsókninni, sem spannar yfir heila mannsævi, gaf til kynna að hamingja og lífsfylling snerist að mestu um ástina eða einfaldlega um leitina að henni.
Margir tónlistarmenn hafa sungið um ástina og mikilvægi hennar í gegnum tíðina en það má segja að Bítlarnir hafi hitt naglann á höfuðið hvað það varðar.
Árið 1967 gáfu þeir út lagið All you need is love sem mætti kannski segja að væri vísindalega sannað í dag.